Forstjóri HBO sakaður um skítkast á fölsuðum X-reikningi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. nóvember 2023 18:49 Casey Bloys forstjóri HBO á frumsýningu Game of Thrones House of the Dragon í fyrra. EPA Stjórnendur efnisveitunnar HBO eru sakaðir um að hafa á tíu mánaða tímabili svarað sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum aðgöngum á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, þegar þeim mislíkaði gagnrýni þeirra. Casey Bloys, fyrrverandi forstjóri HBO, er sagður hafa beðið meðstjóranda sinn um að svara kvikmyndagagnrýnandanum Kathryn VanArendonk inni á fölsuðum Twitter-reikningi þegar hún tístaði ummælum um þættina Perry Manson, sem eru úr smiðju HBO og fjalla um rannsóknarlögreglumann í Los Angeles-borg sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Bloys hefði mislíkað ummæli VanArendonk, sem voru eftirfarandi: „Kæra virðulega sjónvarp, vinsamlegast finndu leið til þess að miðla áföllum karla án þess að sýna endurminningar af hetjudáðum karlanna í skotgrafahernaði.“ Samkvæmt smáskilaboðum sem fréttaveitan The Rolling Stone hefur undir höndunum spurði Bloys samstarfskonu sína, Kathleen KcCaffrey, forritara hjá fyrirtækinu, hvort hún ætti falsaðan Twitter reikning. Hann sagði ummælin endurspegla óvirðingu í garð hermanna og að þeim þyrfti að svara. „Leyniher“ Bloys svaraði ummælum VanArendonk inni á fölsuðum reikningi þar sem hann sagði ummæli hennar elítísk. „Er til eitthvað stærra áfall fyrir menn og konur en að berjast í stríði? Fyrirgefðu ef þér finnist slíkt of þægilegt“. Í öðru tilfelli var nýr aðgangur búinn til, til þess að svara gagnrýni sjónvarpsgagnrýnandans Alan Sepinwall á sjónvarpsþáttunum The Nevers. Undir nafninu Kelly Shepherd sögðu þau skoðanir Sepinwall fyrirsjáanlegar og endurspegla hræðslu. Þá svöruðu þau James Poniewozik, sjónvarpsgagnrýnanda The New York Times, þegar hann birti dóm um sömu þætti, sem Kelly Shepherd. Þau sökuðu hann um að vera miðaldra hvítan karlmann sem fyrirsjáanlega væri með skítkast á sjónvarpsþætti um konur. Svör af þessu tagi eru að minnsta kosti sex talsins og voru birt á tæplega árslöngu tímabili árin 2020 til 2021 þar sem Bloyes og McCaffrey svöruðu sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum Twitter-aðgöngum. Þau kölluðu sig leyniher sem svaraði gagnrýnendum fullum hálsi, oftast með dónalegum ummælum. Samskiptin eru hluti af gögnum sem safnað var í undirbúningi fyrir mál vegna ólögmætrar uppsagnar sem fyrrverandi starfsmaður HBO hefur höfðað gegn fyrirtækinu og nokkrum fyrrverandi yfirmönnum innan þess fyrir hæstarétti Los Angeles. Starfsmaðurinn, Sully Temori, sakar yfirmenn sína hjá fyrirtækinu um áreiti og mismunun eftir að hann sagði frá geðsjúkdómsgreiningu sem hann hefði fengið. Þá sakar hann yfirmenn sína um að hafa beðið hann um að sinna verkefnum sem voru utan hans verkahrings. Þar á meðal segist hann hafa verið beðinn um að búa til falsaða Twitter-reikninga í þeim tilgangi að svara sjónvarpsgagnrýnendum. Forsvarsmenn HBO neituðu allri sök í yfirlýsingu til The Rolling Stone. Bíó og sjónvarp Hollywood Twitter Bandaríkin Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Casey Bloys, fyrrverandi forstjóri HBO, er sagður hafa beðið meðstjóranda sinn um að svara kvikmyndagagnrýnandanum Kathryn VanArendonk inni á fölsuðum Twitter-reikningi þegar hún tístaði ummælum um þættina Perry Manson, sem eru úr smiðju HBO og fjalla um rannsóknarlögreglumann í Los Angeles-borg sem barðist í fyrri heimsstyrjöldinni. Bloys hefði mislíkað ummæli VanArendonk, sem voru eftirfarandi: „Kæra virðulega sjónvarp, vinsamlegast finndu leið til þess að miðla áföllum karla án þess að sýna endurminningar af hetjudáðum karlanna í skotgrafahernaði.“ Samkvæmt smáskilaboðum sem fréttaveitan The Rolling Stone hefur undir höndunum spurði Bloys samstarfskonu sína, Kathleen KcCaffrey, forritara hjá fyrirtækinu, hvort hún ætti falsaðan Twitter reikning. Hann sagði ummælin endurspegla óvirðingu í garð hermanna og að þeim þyrfti að svara. „Leyniher“ Bloys svaraði ummælum VanArendonk inni á fölsuðum reikningi þar sem hann sagði ummæli hennar elítísk. „Er til eitthvað stærra áfall fyrir menn og konur en að berjast í stríði? Fyrirgefðu ef þér finnist slíkt of þægilegt“. Í öðru tilfelli var nýr aðgangur búinn til, til þess að svara gagnrýni sjónvarpsgagnrýnandans Alan Sepinwall á sjónvarpsþáttunum The Nevers. Undir nafninu Kelly Shepherd sögðu þau skoðanir Sepinwall fyrirsjáanlegar og endurspegla hræðslu. Þá svöruðu þau James Poniewozik, sjónvarpsgagnrýnanda The New York Times, þegar hann birti dóm um sömu þætti, sem Kelly Shepherd. Þau sökuðu hann um að vera miðaldra hvítan karlmann sem fyrirsjáanlega væri með skítkast á sjónvarpsþætti um konur. Svör af þessu tagi eru að minnsta kosti sex talsins og voru birt á tæplega árslöngu tímabili árin 2020 til 2021 þar sem Bloyes og McCaffrey svöruðu sjónvarpsgagnrýnendum undir fölsuðum Twitter-aðgöngum. Þau kölluðu sig leyniher sem svaraði gagnrýnendum fullum hálsi, oftast með dónalegum ummælum. Samskiptin eru hluti af gögnum sem safnað var í undirbúningi fyrir mál vegna ólögmætrar uppsagnar sem fyrrverandi starfsmaður HBO hefur höfðað gegn fyrirtækinu og nokkrum fyrrverandi yfirmönnum innan þess fyrir hæstarétti Los Angeles. Starfsmaðurinn, Sully Temori, sakar yfirmenn sína hjá fyrirtækinu um áreiti og mismunun eftir að hann sagði frá geðsjúkdómsgreiningu sem hann hefði fengið. Þá sakar hann yfirmenn sína um að hafa beðið hann um að sinna verkefnum sem voru utan hans verkahrings. Þar á meðal segist hann hafa verið beðinn um að búa til falsaða Twitter-reikninga í þeim tilgangi að svara sjónvarpsgagnrýnendum. Forsvarsmenn HBO neituðu allri sök í yfirlýsingu til The Rolling Stone.
Bíó og sjónvarp Hollywood Twitter Bandaríkin Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila