Alexander á leið í grill til Arons Einars þegar hann lendir í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 08:00 Alexander Petersson og Aron Einar Gunnarsson hafa báðir gefið íslensku landsliðunum í handbolta og fótbolta mikið. Samsett/Diego&Hulda Margrét Handboltamaðurinn Alexander Petersson leikur næsta mánuðinn með Al Arabi í Katar en Valsmenn hafa lánað leikmanninn út nóvember. Hann er líka í stóra hóp íslenska landsliðsins fyrir EM í Þýskalandi í janúar. Alexander, sem er orðinn 43 ára gamall, mun spila með katarska liðinu í Meistarabikar Evrópu. Hann lagði skóna upphaflega á hilluna árið 2022 eftir farsælan atvinnumanna- og landsliðsferil. Hann reif þá aftur fram í sumar og hefur spilað með Val í Olís deild karla það sem af er þessu tímabili. Alexander hefur skorað 22 mörk í 8 leikjum en Valsmenn eru á toppnum í Olís deildinni. Gamli liðsfélaginn hringdi „Þetta kom svolítið óvænt upp. Hann Gintaras Savukynas spilaði með mér á Íslandi fyrir tuttugu árum og hann hringdi í mig. Hann er þjálfari Al Arabi liðsins núna og hann spurði mig hvort ég gæti hjálpað þeim í þessari keppni,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Alexander gæti spilað allt að sjö leiki með Al Arabi í nóvember. „Þarna koma saman bestu liðin frá Asíu og þetta er mjög spennandi,“ sagði Alexander. En er Al Arabi liðið gott lið? Ætla að kaupa fleiri leikmenn „Já, ég vona það. Gintaras sagði að þeir séu að kaupa nokkra leikmenn í viðbót og að þeir stefni á það að vinna þetta mót,“ sagði Alexander. Hvernig finnst Alexander það að vera kominn aftur í handboltann eftir að hafa hætt við að hætta? „Það er mjög skemmtilegt að komast aftur í klefann og fá boltann í hendurnar,“ sagði Alexander en er hann að fá mikla peninga fyrir að fara til Katar? „Þetta snýst ekki bara um pening en ég að fá ágætis pening miðað við það að vera 43 ára,“ sagði Alexander. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er leikmaður fótboltaliðs Al Arabi. Hefur Alexander eitthvað heyrt í honum? Aron Einar sendi honum skilaboð „Hann sendi mér strax skilaboð á Instagram og sagði að ef að það væru einhverjar spurningar eða ef mig vantaði hjálp þá ætti ég bara að láta hann vita. Hann skrifaði mér síðan til baka og var að bjóða mér í grill. Það er bara spennandi að fara út í svona óvissu,“ sagði Alexander. Alexander spilaði í mörg ár með íslenska landsliðinu. Íslenska liðið tekur þátt á EM í Þýskalandi í byrjun næsta árs en gefur Alexander kost á sér í landsliðið? „Ég hitti Snorra í Valsheimilinu og hann sagði að hann myndi setja mig í 35 manna hópinn. Maður veit aldrei hvað gerist. Ég hefði aldrei búist við því að fara til Katar 43 ára,“ sagði Alexander. Olís-deild karla Katar Valur Katarski boltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Alexander, sem er orðinn 43 ára gamall, mun spila með katarska liðinu í Meistarabikar Evrópu. Hann lagði skóna upphaflega á hilluna árið 2022 eftir farsælan atvinnumanna- og landsliðsferil. Hann reif þá aftur fram í sumar og hefur spilað með Val í Olís deild karla það sem af er þessu tímabili. Alexander hefur skorað 22 mörk í 8 leikjum en Valsmenn eru á toppnum í Olís deildinni. Gamli liðsfélaginn hringdi „Þetta kom svolítið óvænt upp. Hann Gintaras Savukynas spilaði með mér á Íslandi fyrir tuttugu árum og hann hringdi í mig. Hann er þjálfari Al Arabi liðsins núna og hann spurði mig hvort ég gæti hjálpað þeim í þessari keppni,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Alexander gæti spilað allt að sjö leiki með Al Arabi í nóvember. „Þarna koma saman bestu liðin frá Asíu og þetta er mjög spennandi,“ sagði Alexander. En er Al Arabi liðið gott lið? Ætla að kaupa fleiri leikmenn „Já, ég vona það. Gintaras sagði að þeir séu að kaupa nokkra leikmenn í viðbót og að þeir stefni á það að vinna þetta mót,“ sagði Alexander. Hvernig finnst Alexander það að vera kominn aftur í handboltann eftir að hafa hætt við að hætta? „Það er mjög skemmtilegt að komast aftur í klefann og fá boltann í hendurnar,“ sagði Alexander en er hann að fá mikla peninga fyrir að fara til Katar? „Þetta snýst ekki bara um pening en ég að fá ágætis pening miðað við það að vera 43 ára,“ sagði Alexander. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er leikmaður fótboltaliðs Al Arabi. Hefur Alexander eitthvað heyrt í honum? Aron Einar sendi honum skilaboð „Hann sendi mér strax skilaboð á Instagram og sagði að ef að það væru einhverjar spurningar eða ef mig vantaði hjálp þá ætti ég bara að láta hann vita. Hann skrifaði mér síðan til baka og var að bjóða mér í grill. Það er bara spennandi að fara út í svona óvissu,“ sagði Alexander. Alexander spilaði í mörg ár með íslenska landsliðinu. Íslenska liðið tekur þátt á EM í Þýskalandi í byrjun næsta árs en gefur Alexander kost á sér í landsliðið? „Ég hitti Snorra í Valsheimilinu og hann sagði að hann myndi setja mig í 35 manna hópinn. Maður veit aldrei hvað gerist. Ég hefði aldrei búist við því að fara til Katar 43 ára,“ sagði Alexander.
Olís-deild karla Katar Valur Katarski boltinn Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira