Alexander á leið í grill til Arons Einars þegar hann lendir í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 08:00 Alexander Petersson og Aron Einar Gunnarsson hafa báðir gefið íslensku landsliðunum í handbolta og fótbolta mikið. Samsett/Diego&Hulda Margrét Handboltamaðurinn Alexander Petersson leikur næsta mánuðinn með Al Arabi í Katar en Valsmenn hafa lánað leikmanninn út nóvember. Hann er líka í stóra hóp íslenska landsliðsins fyrir EM í Þýskalandi í janúar. Alexander, sem er orðinn 43 ára gamall, mun spila með katarska liðinu í Meistarabikar Evrópu. Hann lagði skóna upphaflega á hilluna árið 2022 eftir farsælan atvinnumanna- og landsliðsferil. Hann reif þá aftur fram í sumar og hefur spilað með Val í Olís deild karla það sem af er þessu tímabili. Alexander hefur skorað 22 mörk í 8 leikjum en Valsmenn eru á toppnum í Olís deildinni. Gamli liðsfélaginn hringdi „Þetta kom svolítið óvænt upp. Hann Gintaras Savukynas spilaði með mér á Íslandi fyrir tuttugu árum og hann hringdi í mig. Hann er þjálfari Al Arabi liðsins núna og hann spurði mig hvort ég gæti hjálpað þeim í þessari keppni,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Alexander gæti spilað allt að sjö leiki með Al Arabi í nóvember. „Þarna koma saman bestu liðin frá Asíu og þetta er mjög spennandi,“ sagði Alexander. En er Al Arabi liðið gott lið? Ætla að kaupa fleiri leikmenn „Já, ég vona það. Gintaras sagði að þeir séu að kaupa nokkra leikmenn í viðbót og að þeir stefni á það að vinna þetta mót,“ sagði Alexander. Hvernig finnst Alexander það að vera kominn aftur í handboltann eftir að hafa hætt við að hætta? „Það er mjög skemmtilegt að komast aftur í klefann og fá boltann í hendurnar,“ sagði Alexander en er hann að fá mikla peninga fyrir að fara til Katar? „Þetta snýst ekki bara um pening en ég að fá ágætis pening miðað við það að vera 43 ára,“ sagði Alexander. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er leikmaður fótboltaliðs Al Arabi. Hefur Alexander eitthvað heyrt í honum? Aron Einar sendi honum skilaboð „Hann sendi mér strax skilaboð á Instagram og sagði að ef að það væru einhverjar spurningar eða ef mig vantaði hjálp þá ætti ég bara að láta hann vita. Hann skrifaði mér síðan til baka og var að bjóða mér í grill. Það er bara spennandi að fara út í svona óvissu,“ sagði Alexander. Alexander spilaði í mörg ár með íslenska landsliðinu. Íslenska liðið tekur þátt á EM í Þýskalandi í byrjun næsta árs en gefur Alexander kost á sér í landsliðið? „Ég hitti Snorra í Valsheimilinu og hann sagði að hann myndi setja mig í 35 manna hópinn. Maður veit aldrei hvað gerist. Ég hefði aldrei búist við því að fara til Katar 43 ára,“ sagði Alexander. Olís-deild karla Katar Valur Katarski boltinn Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Alexander, sem er orðinn 43 ára gamall, mun spila með katarska liðinu í Meistarabikar Evrópu. Hann lagði skóna upphaflega á hilluna árið 2022 eftir farsælan atvinnumanna- og landsliðsferil. Hann reif þá aftur fram í sumar og hefur spilað með Val í Olís deild karla það sem af er þessu tímabili. Alexander hefur skorað 22 mörk í 8 leikjum en Valsmenn eru á toppnum í Olís deildinni. Gamli liðsfélaginn hringdi „Þetta kom svolítið óvænt upp. Hann Gintaras Savukynas spilaði með mér á Íslandi fyrir tuttugu árum og hann hringdi í mig. Hann er þjálfari Al Arabi liðsins núna og hann spurði mig hvort ég gæti hjálpað þeim í þessari keppni,“ sagði Alexander Petersson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Alexander gæti spilað allt að sjö leiki með Al Arabi í nóvember. „Þarna koma saman bestu liðin frá Asíu og þetta er mjög spennandi,“ sagði Alexander. En er Al Arabi liðið gott lið? Ætla að kaupa fleiri leikmenn „Já, ég vona það. Gintaras sagði að þeir séu að kaupa nokkra leikmenn í viðbót og að þeir stefni á það að vinna þetta mót,“ sagði Alexander. Hvernig finnst Alexander það að vera kominn aftur í handboltann eftir að hafa hætt við að hætta? „Það er mjög skemmtilegt að komast aftur í klefann og fá boltann í hendurnar,“ sagði Alexander en er hann að fá mikla peninga fyrir að fara til Katar? „Þetta snýst ekki bara um pening en ég að fá ágætis pening miðað við það að vera 43 ára,“ sagði Alexander. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, er leikmaður fótboltaliðs Al Arabi. Hefur Alexander eitthvað heyrt í honum? Aron Einar sendi honum skilaboð „Hann sendi mér strax skilaboð á Instagram og sagði að ef að það væru einhverjar spurningar eða ef mig vantaði hjálp þá ætti ég bara að láta hann vita. Hann skrifaði mér síðan til baka og var að bjóða mér í grill. Það er bara spennandi að fara út í svona óvissu,“ sagði Alexander. Alexander spilaði í mörg ár með íslenska landsliðinu. Íslenska liðið tekur þátt á EM í Þýskalandi í byrjun næsta árs en gefur Alexander kost á sér í landsliðið? „Ég hitti Snorra í Valsheimilinu og hann sagði að hann myndi setja mig í 35 manna hópinn. Maður veit aldrei hvað gerist. Ég hefði aldrei búist við því að fara til Katar 43 ára,“ sagði Alexander.
Olís-deild karla Katar Valur Katarski boltinn Mest lesið Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti „Fær vonandi stórbrotinn endi á stórbrotnum ferli“ Sport Fleiri fréttir Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Sjá meira