Borgina vantar bagga og biðlar til bænda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2023 10:21 „Getur þú hlaupið undir bagga?“ spyrja borgaryfirvöld. Vísir/Vilhelm Óvenjuleg auglýsing frá Reykjavíkurborg hefur vafalítið vakið athygli þeirra sem þegar hafa lesið Bændablaðið sem kom út í morgun en þar auglýsir borgin eftir 200 heyböggum til kaups. „Heylaust í borginni - getur þú hlaupið undir bagga?“ stendur stórum stöfum í auglýsingunni en því fer þó fjarri að um neyðarástand sé að ræða heldur vantar heybagga til skreyta borgina á aðventunni. „Við erum að auglýsa í fyrsta sinn því síðustu þrjú ár þá var bóndi sem heyjaði bagga sem við keyptum en hann heyjaði ekki í ár,“ segir Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður, aðspurð um heyskortinn. „Það eru mjög fáir sem eru að þessu enda ekki lengur heyjað í bagga fyrir búin,“ útskýrir hún. Heybaggarnir hafa verið notaðir á torgum borgarinnar þar sem fólk safnast saman á aðventunni til að sitja á og „mýkja þau“, segir Rebekka. „Þetta hefur skapað svona hlýleika og svo verður þetta líka að óformlegum leiksvæðum fyrir börn. Við höfum verið með þá á Lækjatorgi þar sem jólatrjásala Skógræktarinnar er og jólakötturinn og þar hefur fólk verið að taka fjölskyldumyndir. Svo höfum við verið með þá á Óðinstorgi þar sem er jólatré, til að skapa setuaðstöðu. Og svo líka við jólamarkaðinn á Hjartatorginu. Þar er þetta meðfram sölubásunum og skapar mjúka og hlýja stemningu.“ Rebekka segir uppsetningu bagganna í raun einnig vera orðin þáttur í jólaundirbúningi- og stemningu starfsmanna borgarinnar en borgarhönnunarteymið vinni að því með hverfastöðvunum að koma þeim fyrir. En hvað verður um þá eftir jól? „Baggarnir eiginlega „skemmast“ en það fer svolítið eftir veðráttunni hversu lengi við getum notað þá. En svo fara þeir bara í lífræna endurvinnslu,“ segir Rebekka. Hér má finna auglýsinguna í Bændablaðinu. Reykjavík Jól Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Heylaust í borginni - getur þú hlaupið undir bagga?“ stendur stórum stöfum í auglýsingunni en því fer þó fjarri að um neyðarástand sé að ræða heldur vantar heybagga til skreyta borgina á aðventunni. „Við erum að auglýsa í fyrsta sinn því síðustu þrjú ár þá var bóndi sem heyjaði bagga sem við keyptum en hann heyjaði ekki í ár,“ segir Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður, aðspurð um heyskortinn. „Það eru mjög fáir sem eru að þessu enda ekki lengur heyjað í bagga fyrir búin,“ útskýrir hún. Heybaggarnir hafa verið notaðir á torgum borgarinnar þar sem fólk safnast saman á aðventunni til að sitja á og „mýkja þau“, segir Rebekka. „Þetta hefur skapað svona hlýleika og svo verður þetta líka að óformlegum leiksvæðum fyrir börn. Við höfum verið með þá á Lækjatorgi þar sem jólatrjásala Skógræktarinnar er og jólakötturinn og þar hefur fólk verið að taka fjölskyldumyndir. Svo höfum við verið með þá á Óðinstorgi þar sem er jólatré, til að skapa setuaðstöðu. Og svo líka við jólamarkaðinn á Hjartatorginu. Þar er þetta meðfram sölubásunum og skapar mjúka og hlýja stemningu.“ Rebekka segir uppsetningu bagganna í raun einnig vera orðin þáttur í jólaundirbúningi- og stemningu starfsmanna borgarinnar en borgarhönnunarteymið vinni að því með hverfastöðvunum að koma þeim fyrir. En hvað verður um þá eftir jól? „Baggarnir eiginlega „skemmast“ en það fer svolítið eftir veðráttunni hversu lengi við getum notað þá. En svo fara þeir bara í lífræna endurvinnslu,“ segir Rebekka. Hér má finna auglýsinguna í Bændablaðinu.
Reykjavík Jól Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira