Borgina vantar bagga og biðlar til bænda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2023 10:21 „Getur þú hlaupið undir bagga?“ spyrja borgaryfirvöld. Vísir/Vilhelm Óvenjuleg auglýsing frá Reykjavíkurborg hefur vafalítið vakið athygli þeirra sem þegar hafa lesið Bændablaðið sem kom út í morgun en þar auglýsir borgin eftir 200 heyböggum til kaups. „Heylaust í borginni - getur þú hlaupið undir bagga?“ stendur stórum stöfum í auglýsingunni en því fer þó fjarri að um neyðarástand sé að ræða heldur vantar heybagga til skreyta borgina á aðventunni. „Við erum að auglýsa í fyrsta sinn því síðustu þrjú ár þá var bóndi sem heyjaði bagga sem við keyptum en hann heyjaði ekki í ár,“ segir Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður, aðspurð um heyskortinn. „Það eru mjög fáir sem eru að þessu enda ekki lengur heyjað í bagga fyrir búin,“ útskýrir hún. Heybaggarnir hafa verið notaðir á torgum borgarinnar þar sem fólk safnast saman á aðventunni til að sitja á og „mýkja þau“, segir Rebekka. „Þetta hefur skapað svona hlýleika og svo verður þetta líka að óformlegum leiksvæðum fyrir börn. Við höfum verið með þá á Lækjatorgi þar sem jólatrjásala Skógræktarinnar er og jólakötturinn og þar hefur fólk verið að taka fjölskyldumyndir. Svo höfum við verið með þá á Óðinstorgi þar sem er jólatré, til að skapa setuaðstöðu. Og svo líka við jólamarkaðinn á Hjartatorginu. Þar er þetta meðfram sölubásunum og skapar mjúka og hlýja stemningu.“ Rebekka segir uppsetningu bagganna í raun einnig vera orðin þáttur í jólaundirbúningi- og stemningu starfsmanna borgarinnar en borgarhönnunarteymið vinni að því með hverfastöðvunum að koma þeim fyrir. En hvað verður um þá eftir jól? „Baggarnir eiginlega „skemmast“ en það fer svolítið eftir veðráttunni hversu lengi við getum notað þá. En svo fara þeir bara í lífræna endurvinnslu,“ segir Rebekka. Hér má finna auglýsinguna í Bændablaðinu. Reykjavík Jól Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
„Heylaust í borginni - getur þú hlaupið undir bagga?“ stendur stórum stöfum í auglýsingunni en því fer þó fjarri að um neyðarástand sé að ræða heldur vantar heybagga til skreyta borgina á aðventunni. „Við erum að auglýsa í fyrsta sinn því síðustu þrjú ár þá var bóndi sem heyjaði bagga sem við keyptum en hann heyjaði ekki í ár,“ segir Rebekka Guðmundsdóttir borgarhönnuður, aðspurð um heyskortinn. „Það eru mjög fáir sem eru að þessu enda ekki lengur heyjað í bagga fyrir búin,“ útskýrir hún. Heybaggarnir hafa verið notaðir á torgum borgarinnar þar sem fólk safnast saman á aðventunni til að sitja á og „mýkja þau“, segir Rebekka. „Þetta hefur skapað svona hlýleika og svo verður þetta líka að óformlegum leiksvæðum fyrir börn. Við höfum verið með þá á Lækjatorgi þar sem jólatrjásala Skógræktarinnar er og jólakötturinn og þar hefur fólk verið að taka fjölskyldumyndir. Svo höfum við verið með þá á Óðinstorgi þar sem er jólatré, til að skapa setuaðstöðu. Og svo líka við jólamarkaðinn á Hjartatorginu. Þar er þetta meðfram sölubásunum og skapar mjúka og hlýja stemningu.“ Rebekka segir uppsetningu bagganna í raun einnig vera orðin þáttur í jólaundirbúningi- og stemningu starfsmanna borgarinnar en borgarhönnunarteymið vinni að því með hverfastöðvunum að koma þeim fyrir. En hvað verður um þá eftir jól? „Baggarnir eiginlega „skemmast“ en það fer svolítið eftir veðráttunni hversu lengi við getum notað þá. En svo fara þeir bara í lífræna endurvinnslu,“ segir Rebekka. Hér má finna auglýsinguna í Bændablaðinu.
Reykjavík Jól Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira