Styður héraðsdómur þjóðarmorð? Ástþór Magnússon skrifar 2. nóvember 2023 11:00 Í dag fer fram málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur sem snýst um hvort Íslenskt þjóðfélag sé svo gegnumsýrt af hernaðarhyggju að það teljist hér eðlilegt að ræna matarpeningum af einstaklingum sem eiga um sárt að binda vegna hernaðaraðgerða sem þeir eru ekki þátttakendur í eða geta haft nein áhrif á. Snýst um grundvallarmannréttindi Um er ræða þrjú hundruð dollara peningasendingu til einstaklings í landi sem Íslensk stjórnvöld hafa skilgreint sem einræðisríki. Undir stjórn einræðisherra sem fyrrum utanríkisráðherra Íslands sagði “vega að þeim gildum sem við byggjum tilveru okkar á - grundvallarmannréttindum” Í hátíðisræðum vísa ráðamenn á að Ísland sé í fararbroddi í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. En hátíðarræðurnar virðast ekki eiga við þá sjálfa eða okkar litla Ísland þegar kemur að því að virða mannréttindi. Sömu stjórnmálaforingjar virðast telja það fullkomlega eðlilegt að hafa af sveltandi fólki matarpeninga m.a. greiðslu fyrir fjarvinnu í þágu Íslensks fyrirtækis. Heimavinnandi húsmóður refsað Heimavinnandi húsmóðir sem hefur engar tengingar við hernað eða stjórnmál, búsett í landi sem Íslenskir ráðamenn hafa sagt stríð á hendur og segja stjórnað af miskunnarlausum einræðisherra. Vilja Íslensk stjórnvöld refsa þessari húsmóður fyrir gjörðir einræðisherrans? Arionbanki tók við 300 bandaríkjadölum sem áttu að sendast til einstaklings í Rússlandi þann 4 apríl 2022. Átján mánuðum síðar hefur bankinn hvorki skilað greiðslunni til viðtakanda í Rússlandi né skilað peningum til sendanda á Íslandi. Íslandi stjórnað frá Bandaríkjunum Bankinn ber fyrir sig viðskiptaþvingunum bandaríkjanna og segist hvorki geta komið peningunum áfram né skilað þeim til baka, peningarnir séu fastir hjá viðskiptafélögum sínum, Bank of America. Peningana sendi Arionbanki til vesturs í stað austurs. Þann 8 apríl 2022 segir starfsmaður Arionbanka: “Greiðslan er örugglega stopp hjá Regluvörslu Bank of America því það er ekki búið að skuldfæra okkar reikning fyrir þessari greiðslu.” Samkvæmt þessu fóru peningarnir aldrei út af reikningi Arionbanka sem virðast einfaldlega hafa dregið að sér þessa fjármuni sveltandi einstaklings í Rússlandi. Ekki aðeins fjárdráttur, einnig þátttaka í þjóðarmorði gegn rússneskum almenningi. Glæpur gegn mannúð Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu geta ekki haft þau áhrif að verktakagreiðslum til almennra borgara í Rússlandi sé ekki komið til skila með þeim afleiðingum að óbreyttir borgarar kunni að svelta eða verða fyrir miklu óhagræði vegna þess. Sjá til hliðsjónar y-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 144/2018 um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018144.html Athygli starfsmanna bankans var vakin á þessu með tölvupósti 17 ágúst 2022: “Mín skoðun á þessu máli og skoðun flestra í Friði 2000 að stöðva svona litlar launagreiðslur til almennra borgara í Rússlandi sé þjóðarmorð og með því að taka þátt í þessu séuð þið að brjóta lög.” Hvað gerir Héraðsdómur? Eftir ítrekaðar tilraunir til að leysa úr málinu var Arionbanka stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í janúar 2022. Bankinn skilaði síðan greinagerð í málinu uppá fleiri blaðsíður af froðu og útúrsnúningum sem lýsir ótrúlegu missamræmi í starfsháttum bankans enda reynt að verja óverjanlegt og svívirðilegt athæfi bankans og þátttöku starfsmanna í þjóðarmorði. Áhugavert verður að fylgjast með hvort Héraðsdómur Reykjavíkur heldur uppi sama tvískinnungnum og stjórnvöld þegar kemur að baráttunni um mannréttindi fyrir alla jarðarbúa. Þetta mál snýst um að fá úrskurð um sjálfstæði Íslands í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. Mál nr. E-549/2023 Héraðsdómi Reykjavíkur Kl. 13:15 Dómsal 402 Höfundur er Stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Íslenskir bankar Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fer fram málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur sem snýst um hvort Íslenskt þjóðfélag sé svo gegnumsýrt af hernaðarhyggju að það teljist hér eðlilegt að ræna matarpeningum af einstaklingum sem eiga um sárt að binda vegna hernaðaraðgerða sem þeir eru ekki þátttakendur í eða geta haft nein áhrif á. Snýst um grundvallarmannréttindi Um er ræða þrjú hundruð dollara peningasendingu til einstaklings í landi sem Íslensk stjórnvöld hafa skilgreint sem einræðisríki. Undir stjórn einræðisherra sem fyrrum utanríkisráðherra Íslands sagði “vega að þeim gildum sem við byggjum tilveru okkar á - grundvallarmannréttindum” Í hátíðisræðum vísa ráðamenn á að Ísland sé í fararbroddi í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. En hátíðarræðurnar virðast ekki eiga við þá sjálfa eða okkar litla Ísland þegar kemur að því að virða mannréttindi. Sömu stjórnmálaforingjar virðast telja það fullkomlega eðlilegt að hafa af sveltandi fólki matarpeninga m.a. greiðslu fyrir fjarvinnu í þágu Íslensks fyrirtækis. Heimavinnandi húsmóður refsað Heimavinnandi húsmóðir sem hefur engar tengingar við hernað eða stjórnmál, búsett í landi sem Íslenskir ráðamenn hafa sagt stríð á hendur og segja stjórnað af miskunnarlausum einræðisherra. Vilja Íslensk stjórnvöld refsa þessari húsmóður fyrir gjörðir einræðisherrans? Arionbanki tók við 300 bandaríkjadölum sem áttu að sendast til einstaklings í Rússlandi þann 4 apríl 2022. Átján mánuðum síðar hefur bankinn hvorki skilað greiðslunni til viðtakanda í Rússlandi né skilað peningum til sendanda á Íslandi. Íslandi stjórnað frá Bandaríkjunum Bankinn ber fyrir sig viðskiptaþvingunum bandaríkjanna og segist hvorki geta komið peningunum áfram né skilað þeim til baka, peningarnir séu fastir hjá viðskiptafélögum sínum, Bank of America. Peningana sendi Arionbanki til vesturs í stað austurs. Þann 8 apríl 2022 segir starfsmaður Arionbanka: “Greiðslan er örugglega stopp hjá Regluvörslu Bank of America því það er ekki búið að skuldfæra okkar reikning fyrir þessari greiðslu.” Samkvæmt þessu fóru peningarnir aldrei út af reikningi Arionbanka sem virðast einfaldlega hafa dregið að sér þessa fjármuni sveltandi einstaklings í Rússlandi. Ekki aðeins fjárdráttur, einnig þátttaka í þjóðarmorði gegn rússneskum almenningi. Glæpur gegn mannúð Þvingunaraðgerðir Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu geta ekki haft þau áhrif að verktakagreiðslum til almennra borgara í Rússlandi sé ekki komið til skila með þeim afleiðingum að óbreyttir borgarar kunni að svelta eða verða fyrir miklu óhagræði vegna þess. Sjá til hliðsjónar y-lið 3. mgr. 3. gr. laga nr. 144/2018 um refsingar fyrir hópmorð, glæpi gegn mannúð, stríðsglæpi og glæpi gegn friði. https://www.althingi.is/lagas/nuna/2018144.html Athygli starfsmanna bankans var vakin á þessu með tölvupósti 17 ágúst 2022: “Mín skoðun á þessu máli og skoðun flestra í Friði 2000 að stöðva svona litlar launagreiðslur til almennra borgara í Rússlandi sé þjóðarmorð og með því að taka þátt í þessu séuð þið að brjóta lög.” Hvað gerir Héraðsdómur? Eftir ítrekaðar tilraunir til að leysa úr málinu var Arionbanka stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í janúar 2022. Bankinn skilaði síðan greinagerð í málinu uppá fleiri blaðsíður af froðu og útúrsnúningum sem lýsir ótrúlegu missamræmi í starfsháttum bankans enda reynt að verja óverjanlegt og svívirðilegt athæfi bankans og þátttöku starfsmanna í þjóðarmorði. Áhugavert verður að fylgjast með hvort Héraðsdómur Reykjavíkur heldur uppi sama tvískinnungnum og stjórnvöld þegar kemur að baráttunni um mannréttindi fyrir alla jarðarbúa. Þetta mál snýst um að fá úrskurð um sjálfstæði Íslands í alþjóðlegri mannréttindabaráttu. Mál nr. E-549/2023 Héraðsdómi Reykjavíkur Kl. 13:15 Dómsal 402 Höfundur er Stofnandi Friðar 2000.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun