Kúvending á raunum Viggós sem gæti leikið með landsliðinu Aron Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2023 07:30 Viggó Kristjánsson í leik með íslenska landsliðinu VÍSIR/VILHELM Svo gæti vel verið að Viggó Kristjánsson, leikmaður Leipzig, geti beitt sér í komandi landsleikjum íslenska landsliðsins í handbolta þrátt fyrir að hann hafi verið að glíma við meiðsli. Hann gerir nú allt sem í sínu valdi stendur til þess að verða klár því hann veit hversu mikilvægir þessir leikir eru upp á framhaldið hjá íslenska landsliðinu. Ísland tekur á móti landsliði Færeyja í tveimur æfingarleikjum í Laugardalshöllinni hér heima. Sá fyrri fer fram í kvöld á meðan að seinni leikurinn fer fram á laugardaginn kemur. Um er að ræða mikilvæga leiki í undirbúningi liðsins fyrir EM í Þýskalandi í upphafi næsta árs. Fyrstu leiki liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. „Hið upphaflega plan hefur tekið smá breytingum,“ segir Viggó í samtali við blaðamann en í upphafi verkefnisins var greint frá því að Viggó myndi ekki spila með liðinu vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann „Sjúkraþjálfurunum hefur tekist að útbúa spelku á puttann sem er meiddur. Við höfum því verið að skoða málin, prófa okkur áfram. Þannig hin upphaflegu plön gætu breyst.“ Viggó Kristjánsson í kröppum dansi með landsliðinuVÍSIR/VILHELM Þannig að við gætum jafnvel séð þig innan vallar í þessum komandi æfingaleikjum? „Ég vona það. Þetta lítur vel út með þessa spelku. Ég búinn að láta aðeins reyna á hana á síðustu æfingum. Ef þetta gengur upp þá vonast ég til þess að geta verið eitthvað með um helgina.“ Undanfarnar þrjár vikur hefur Viggó verið að glíma við meiðsli á vísifingri skothandar sinnar. „Það er erfitt að útskýra þessi meiðsli en það eru einhver bönd slitin í þessum fingri. Ég hef náð að djöflast í gegnum þetta síðustu vikur úti með Leipzig. Það var gott að fá nokkurra daga hvíld fyrir þetta verkefni. Þá er að sama skapi gott að fá þessa spelku. Hún virðist hjálpa og styðja við þetta. Ég bind vonir við að þetta muni allt þróast í rétta átt á næstu dögum og vikum.“ Snorri að koma vel inn í hlutina Hann er spenntur fyrir komandi tímum með landsliðinu undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans, Snorra Steins Guðjónssonar. „Hann er að koma inn með nýjar útfærslur, bæði hvað varðar sóknar- og varnarleik okkar. Við höfum ekki náð að fara yfir mikið á þessum stutta tíma en maður sér strax að það eru að koma inn áherslubreytingar hvað varðar taktík í sókn og líka eitthvað varnarlega. Þetta er bara spennandi.“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Vilhelm Honum lýst vel á nýja landsliðsþjálfarann. „Jú, líst bara vel á hann,“ segir Viggó hlæjandi. „Svo verðum við bara að sjá hvað hann spilar mér mikið. Nei að öllu gamni slepptu líst mér bara vel á hann. Hann er strax byrjaður að pota í okkur varðandi smáatriði sem við getum lagað hér á æfingum. Ég fíla það. Hann er að koma mjög vel inn í þetta hingað til." Afar mikilvægur tímapunktur Íslenska landsliðið fær, líkt og fyrri ár, ekki mikinn tíma til að stilla saman strengi fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi í janúar. Viggó er þaulreyndur landsliðsmaður og veit hversu mikilvægir þessir dagar, sem íslenska landsliðið á saman núna, eru upp á framhaldið að gera. „Þessir dagar eru mjög mikilvægir og því er ég að reyna gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að geta tekið þátt í þessum leikjum. Það hefði verið slæmt að missa út þessa viku. Við eigum fáa daga saman og erum því að reyna fara yfir þessi atriði sem Snorri vill breyta og laga. Við þurfum að nýta tímann vel. Spila þessa leiki vel og þá getum við leyft okkur að halda bjartsýnir inn í janúar. Þakkar Rúnari traustið Viggó kemur fullur sjálfstrausts í þetta landsliðsverkefni því þó að hann hafi verið að spila meiddur undanfarnar vikur hefur hann verið einn af bestu mönnum þýska úrvalsdeildarliðsins Leipzig. Þar spilar Viggó undir stjórn Íslendingsins Rúnars Sigtryggssonar sem tók við liðinu á síðasta tímabili. Rúnar á hliðarlínunni í leik Leipzig „Ég er bara heppinn að hafa fengið Rúnar sem þjálfara í fyrra. Ég þekkti hann þannig séð ekkert fyrir þann tíma. Hann hefur gefið mér mikið traust frá því að hann tók við þjálfarastöðunni og ég hef reynt að nýta mér það. Tímabilið í ár hefur verið smá brösótt. Við vorum óheppnir í byrjun með að tapa stigum en höfum náð að rétta úr kútnum síðustu vikurnar og þurfum að halda áfram á sömu braut.“ Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Sjá meira
Ísland tekur á móti landsliði Færeyja í tveimur æfingarleikjum í Laugardalshöllinni hér heima. Sá fyrri fer fram í kvöld á meðan að seinni leikurinn fer fram á laugardaginn kemur. Um er að ræða mikilvæga leiki í undirbúningi liðsins fyrir EM í Þýskalandi í upphafi næsta árs. Fyrstu leiki liðsins undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. „Hið upphaflega plan hefur tekið smá breytingum,“ segir Viggó í samtali við blaðamann en í upphafi verkefnisins var greint frá því að Viggó myndi ekki spila með liðinu vegna meiðsla sem hafa verið að hrjá hann „Sjúkraþjálfurunum hefur tekist að útbúa spelku á puttann sem er meiddur. Við höfum því verið að skoða málin, prófa okkur áfram. Þannig hin upphaflegu plön gætu breyst.“ Viggó Kristjánsson í kröppum dansi með landsliðinuVÍSIR/VILHELM Þannig að við gætum jafnvel séð þig innan vallar í þessum komandi æfingaleikjum? „Ég vona það. Þetta lítur vel út með þessa spelku. Ég búinn að láta aðeins reyna á hana á síðustu æfingum. Ef þetta gengur upp þá vonast ég til þess að geta verið eitthvað með um helgina.“ Undanfarnar þrjár vikur hefur Viggó verið að glíma við meiðsli á vísifingri skothandar sinnar. „Það er erfitt að útskýra þessi meiðsli en það eru einhver bönd slitin í þessum fingri. Ég hef náð að djöflast í gegnum þetta síðustu vikur úti með Leipzig. Það var gott að fá nokkurra daga hvíld fyrir þetta verkefni. Þá er að sama skapi gott að fá þessa spelku. Hún virðist hjálpa og styðja við þetta. Ég bind vonir við að þetta muni allt þróast í rétta átt á næstu dögum og vikum.“ Snorri að koma vel inn í hlutina Hann er spenntur fyrir komandi tímum með landsliðinu undir stjórn nýja landsliðsþjálfarans, Snorra Steins Guðjónssonar. „Hann er að koma inn með nýjar útfærslur, bæði hvað varðar sóknar- og varnarleik okkar. Við höfum ekki náð að fara yfir mikið á þessum stutta tíma en maður sér strax að það eru að koma inn áherslubreytingar hvað varðar taktík í sókn og líka eitthvað varnarlega. Þetta er bara spennandi.“ Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands Vísir/Vilhelm Honum lýst vel á nýja landsliðsþjálfarann. „Jú, líst bara vel á hann,“ segir Viggó hlæjandi. „Svo verðum við bara að sjá hvað hann spilar mér mikið. Nei að öllu gamni slepptu líst mér bara vel á hann. Hann er strax byrjaður að pota í okkur varðandi smáatriði sem við getum lagað hér á æfingum. Ég fíla það. Hann er að koma mjög vel inn í þetta hingað til." Afar mikilvægur tímapunktur Íslenska landsliðið fær, líkt og fyrri ár, ekki mikinn tíma til að stilla saman strengi fyrir komandi Evrópumót í Þýskalandi í janúar. Viggó er þaulreyndur landsliðsmaður og veit hversu mikilvægir þessir dagar, sem íslenska landsliðið á saman núna, eru upp á framhaldið að gera. „Þessir dagar eru mjög mikilvægir og því er ég að reyna gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að geta tekið þátt í þessum leikjum. Það hefði verið slæmt að missa út þessa viku. Við eigum fáa daga saman og erum því að reyna fara yfir þessi atriði sem Snorri vill breyta og laga. Við þurfum að nýta tímann vel. Spila þessa leiki vel og þá getum við leyft okkur að halda bjartsýnir inn í janúar. Þakkar Rúnari traustið Viggó kemur fullur sjálfstrausts í þetta landsliðsverkefni því þó að hann hafi verið að spila meiddur undanfarnar vikur hefur hann verið einn af bestu mönnum þýska úrvalsdeildarliðsins Leipzig. Þar spilar Viggó undir stjórn Íslendingsins Rúnars Sigtryggssonar sem tók við liðinu á síðasta tímabili. Rúnar á hliðarlínunni í leik Leipzig „Ég er bara heppinn að hafa fengið Rúnar sem þjálfara í fyrra. Ég þekkti hann þannig séð ekkert fyrir þann tíma. Hann hefur gefið mér mikið traust frá því að hann tók við þjálfarastöðunni og ég hef reynt að nýta mér það. Tímabilið í ár hefur verið smá brösótt. Við vorum óheppnir í byrjun með að tapa stigum en höfum náð að rétta úr kútnum síðustu vikurnar og þurfum að halda áfram á sömu braut.“
Landslið karla í handbolta Þýski handboltinn EM 2024 í handbolta Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Sjá meira