„Gríðarlega brugðið eins og allri þjóðinni“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 13:48 Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að bregðast við auknu ofbeldi sem virðist vera að færast á næsta stig. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra segist slegin vegna skotárásar sem átti sér stað í Úlfársárdal í gærnótt. Ofbeldisárásir virðist vera að færast upp á næsta stig og nauðsynlegt sé að bregðast við. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum sé tilraun til þess. „Mér var gríðarlega brugðið eins og ég tel að allri þjóðinni hafi verið,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, spurð um viðbrögð sín við fregnum af skotárásinni í gær. Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn slapp með skrámu. Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr. „Við höfum séð aukna hörku og aukið ofbeldi á síðustu misserum. Ég hef haft þungar áhyggjur af meiri hnífaburði og hnífaárásum sem hafa verið endurteknar. Núna virðist þetta hafa færst á næsta stig og þarna eiga skotvopn í hlut. Það vekur ugg í mínu brjósti og þetta krefst þess að það verður að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Guðrún. Frumvarp til að bregðast við aukinni hörku og ofbeldi Lögregla hafi í langan tíma hafa bent á og lýst yfir áhyggjum af auknu ofbeldi og skipulagðri glæpastarfsemi. „Ég vil þá minna á að í þessari viku lagði ég í samráðsgátt, frumvarp um breytingu á lögreglulögum þar sem við erum að bregðast við þessum ábendingum lögreglu um að það séu merki um aukna hörku, aukið ofbeldi, aukna skipulagða glæpastarfsemi. Við Íslendingar verðum að bregðast við og það er ég að gera með framlagningu á þessu frumvarpi.“ Nái frumvarpið fram að ganga verði lögreglunni veittar auknar heimildir til gagnaöflunar, gagnavinnslu og gagnamiðlunar til afbrotavarna. „Ég vil líka leggja áherslu á að með auknum heimildum er ég sömuleiðis að leggja til í þessu frumvarpi stóraukið eftirlit með heimildum lögreglu sem er þá samfara því,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Lögreglumál Alþingi Skotárás á Silfratjörn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira
„Mér var gríðarlega brugðið eins og ég tel að allri þjóðinni hafi verið,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, spurð um viðbrögð sín við fregnum af skotárásinni í gær. Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn slapp með skrámu. Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr. „Við höfum séð aukna hörku og aukið ofbeldi á síðustu misserum. Ég hef haft þungar áhyggjur af meiri hnífaburði og hnífaárásum sem hafa verið endurteknar. Núna virðist þetta hafa færst á næsta stig og þarna eiga skotvopn í hlut. Það vekur ugg í mínu brjósti og þetta krefst þess að það verður að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Guðrún. Frumvarp til að bregðast við aukinni hörku og ofbeldi Lögregla hafi í langan tíma hafa bent á og lýst yfir áhyggjum af auknu ofbeldi og skipulagðri glæpastarfsemi. „Ég vil þá minna á að í þessari viku lagði ég í samráðsgátt, frumvarp um breytingu á lögreglulögum þar sem við erum að bregðast við þessum ábendingum lögreglu um að það séu merki um aukna hörku, aukið ofbeldi, aukna skipulagða glæpastarfsemi. Við Íslendingar verðum að bregðast við og það er ég að gera með framlagningu á þessu frumvarpi.“ Nái frumvarpið fram að ganga verði lögreglunni veittar auknar heimildir til gagnaöflunar, gagnavinnslu og gagnamiðlunar til afbrotavarna. „Ég vil líka leggja áherslu á að með auknum heimildum er ég sömuleiðis að leggja til í þessu frumvarpi stóraukið eftirlit með heimildum lögreglu sem er þá samfara því,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra.
Lögreglumál Alþingi Skotárás á Silfratjörn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Sjá meira