Furðar sig á ákvörðun Seðlabankans Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2023 17:49 Orri Hauksson er forstjóri Símans. Stöð 2/Arnar Orri Hauksson forstjóri Símans furðar sig á ákvörðun fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sem sektaði félagið um 76,5 milljónir króna í vikunni. Hann segir félagið hafa birt allar upplýsingar sem beri að birta samkvæmt lögum. Síminn ætlar að skjóta ákvörðuninni til dómstóla. Greint var frá sektinni í tilkynningu til Kauphallar í gær. Samkvæmt ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar þykir Síminn ekki hafa birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða tekið ákvörðun um frestun þeirra í tengslum við söluna á Mílu. „Þeir vildu meina að við hefðum ekki birt eitthvað sem við áttum að birta sem við erum algjörlega ósammála, vegna þess að við sögðum markaðinum frá því sem við vorum að gera þegar við vissum það. Þannig að þegar við tilkynntum 31. ágúst 2021 að við værum að fara í viðræður við valda aðila þá var það nákvæmlega það sem við vissum. Síðan hófust þær viðræður og var ekkert að frétta með það fyrr en við tilkynntum um það að einn aðili hefði óskað eftir einkaviðræðum sem við fórum í. Og þá tilkynntum við það,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Hann segir ljóst að markaðurinn hafi verið með á nótunum. Hefði Síminn tekið ákvörðun um að birta frekari upplýsingar hefði það verið afvegaleiðandi. „Við birtum allt sem við vissum og það sem gerist síðan. Við gátum ekki vitað hvað myndi gerast síðan, þannig að í ljósi atburða sem síðar gerðust er verið að sekta okkur fyrir að hafa ekki sagt það fyrir fram. Við sögðum frá öllu sem vitað var á þeirri stundu sem það var vitað. Við gátum ekki afturvirkt sagt eitthvað fyrir fram sem var ekki vitað þá, eins og okkur finnst þessi ákvörðun byggjast á,“ segir Orri og furðar sig á ákvörðuninni. Félagið ætlar að leita á náðir dómstóla: „Þetta er auðvitað lögfræðilega röng ákvörðum, finnst okkur, en við treystum á að réttarkerfið taki lögfræðilega rétta ákvörðun. Við erum náttúrulega að kæra vegna þess að við teljum ákvörðunina lögfræðilega ranga. Og af þeirri trú leiðir að við teljum að það muni ganga vel,“ segir Orri að lokum. Fjármálamarkaðir Salan á Mílu Síminn Seðlabankinn Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Sjá meira
Greint var frá sektinni í tilkynningu til Kauphallar í gær. Samkvæmt ákvörðun fjármálaeftirlitsnefndar þykir Síminn ekki hafa birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða tekið ákvörðun um frestun þeirra í tengslum við söluna á Mílu. „Þeir vildu meina að við hefðum ekki birt eitthvað sem við áttum að birta sem við erum algjörlega ósammála, vegna þess að við sögðum markaðinum frá því sem við vorum að gera þegar við vissum það. Þannig að þegar við tilkynntum 31. ágúst 2021 að við værum að fara í viðræður við valda aðila þá var það nákvæmlega það sem við vissum. Síðan hófust þær viðræður og var ekkert að frétta með það fyrr en við tilkynntum um það að einn aðili hefði óskað eftir einkaviðræðum sem við fórum í. Og þá tilkynntum við það,“ segir Orri í samtali við fréttastofu. Hann segir ljóst að markaðurinn hafi verið með á nótunum. Hefði Síminn tekið ákvörðun um að birta frekari upplýsingar hefði það verið afvegaleiðandi. „Við birtum allt sem við vissum og það sem gerist síðan. Við gátum ekki vitað hvað myndi gerast síðan, þannig að í ljósi atburða sem síðar gerðust er verið að sekta okkur fyrir að hafa ekki sagt það fyrir fram. Við sögðum frá öllu sem vitað var á þeirri stundu sem það var vitað. Við gátum ekki afturvirkt sagt eitthvað fyrir fram sem var ekki vitað þá, eins og okkur finnst þessi ákvörðun byggjast á,“ segir Orri og furðar sig á ákvörðuninni. Félagið ætlar að leita á náðir dómstóla: „Þetta er auðvitað lögfræðilega röng ákvörðum, finnst okkur, en við treystum á að réttarkerfið taki lögfræðilega rétta ákvörðun. Við erum náttúrulega að kæra vegna þess að við teljum ákvörðunina lögfræðilega ranga. Og af þeirri trú leiðir að við teljum að það muni ganga vel,“ segir Orri að lokum.
Fjármálamarkaðir Salan á Mílu Síminn Seðlabankinn Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Sjá meira