Hafði betur gegn myndatökumanni Ræktum garðinn Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 5. nóvember 2023 11:30 Dómur var kveðinn upp á fimmtudaginn. Vísir/Vilhelm Myndatökumanni hefur verið gert að greiða fjölmiðlakonunni Hugrúnu Halldórsdóttur um 1,6 milljón króna vegna vangoldinna launa fyrir gerð þáttanna Ræktum garðinn sem sýndir voru í Sjónvarpi Símans í fyrra. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að gerður hafi verið samningur sem Síminn hf., myndatökumaðurinn og framleiðslufyrirtækið Lífsmynd ehf. til gerðar sjónvarpsþáttanna Ræktum garðinn. Samið var um að þættirnir yrðu þrettán talsins og Hugrún fengi greiddar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Sama kvöld og samningurinn hafi verið undirritaður hafi myndatökumaðurinn sent Hugrúnu skilaboð þess efnis að hún þyrfti að rukka hann um umtalaðar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Þá hafi hann beðið hana um að senda sér kennitölu og reikningsnúmer svo hann gæti „lagt inn á hana“. Í málsástæðum stefnanada kemur fram að myndatökumaðurinn, sem rak einstaklingsfyrirtæki, hafi gert munnlegan samning um launagreiðslur vegna þáttanna og ekki orðið að honum. Krafa Hugrúnar var að myndatökumaðurinn greiddi henni hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt auk virðisaukaskatts. Þá krafði hún hann um dráttarvexti frá nóvember 2022 auk greiðslu málskostnaðar. Dómurinn féllst á kröfur Hugrúnar og er myndatökumanninum var gert að greiða henni um 1,6 milljón króna með dráttarvöxtum frá 28. nóvember 2022 til greiðsludags. Þá er honum gert að greiða 875 þúsund krónur í málskostnað. Skilar skömminni „Það er ótrúlega gott að geta skilað skömminni á þennan aðila,“ segir Hugrún um málið í samtali við Vísi. Hún segir táknrænt að skýrslutakan hafi átt sér stað á degi kvennaverkfallsins. Þá segir hún bæði kvíðavaldandi og erfitt að höfða dómsmáli. „Þó að þetta snúist bara um að fá launin sín greidd,“ segir hún. Hugrún hefur starfað í fjölmiðlum í mörg ár. Hún segir langflesta samstarfsmenn hafa verið heiðarlega en á milli leynist alltaf skemmd epli. „Ég hef unnið með mörgum mönnum í gegnum tíðina. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er svikin af samstarfsmanni á svipaðan hátt,“ segir hún. „Og framkoman í minn garð var eins og ég ætti ekki skilið að fá laun. Gert lítið úr vinnunni og ásakanir um að ég hafi ekki tekið þátt í einhverri vinnu.“ Hugrún segir algjörlega dásamlegt að málinu sé nú lokið. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Bíó og sjónvarp Síminn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að gerður hafi verið samningur sem Síminn hf., myndatökumaðurinn og framleiðslufyrirtækið Lífsmynd ehf. til gerðar sjónvarpsþáttanna Ræktum garðinn. Samið var um að þættirnir yrðu þrettán talsins og Hugrún fengi greiddar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Sama kvöld og samningurinn hafi verið undirritaður hafi myndatökumaðurinn sent Hugrúnu skilaboð þess efnis að hún þyrfti að rukka hann um umtalaðar hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt. Þá hafi hann beðið hana um að senda sér kennitölu og reikningsnúmer svo hann gæti „lagt inn á hana“. Í málsástæðum stefnanada kemur fram að myndatökumaðurinn, sem rak einstaklingsfyrirtæki, hafi gert munnlegan samning um launagreiðslur vegna þáttanna og ekki orðið að honum. Krafa Hugrúnar var að myndatökumaðurinn greiddi henni hundrað þúsund krónur fyrir hvern þátt auk virðisaukaskatts. Þá krafði hún hann um dráttarvexti frá nóvember 2022 auk greiðslu málskostnaðar. Dómurinn féllst á kröfur Hugrúnar og er myndatökumanninum var gert að greiða henni um 1,6 milljón króna með dráttarvöxtum frá 28. nóvember 2022 til greiðsludags. Þá er honum gert að greiða 875 þúsund krónur í málskostnað. Skilar skömminni „Það er ótrúlega gott að geta skilað skömminni á þennan aðila,“ segir Hugrún um málið í samtali við Vísi. Hún segir táknrænt að skýrslutakan hafi átt sér stað á degi kvennaverkfallsins. Þá segir hún bæði kvíðavaldandi og erfitt að höfða dómsmáli. „Þó að þetta snúist bara um að fá launin sín greidd,“ segir hún. Hugrún hefur starfað í fjölmiðlum í mörg ár. Hún segir langflesta samstarfsmenn hafa verið heiðarlega en á milli leynist alltaf skemmd epli. „Ég hef unnið með mörgum mönnum í gegnum tíðina. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er svikin af samstarfsmanni á svipaðan hátt,“ segir hún. „Og framkoman í minn garð var eins og ég ætti ekki skilið að fá laun. Gert lítið úr vinnunni og ásakanir um að ég hafi ekki tekið þátt í einhverri vinnu.“ Hugrún segir algjörlega dásamlegt að málinu sé nú lokið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Bíó og sjónvarp Síminn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira