Deila um laun í ferðalögum fer fyrir Hæstarétt Árni Sæberg skrifar 6. nóvember 2023 11:44 Málið gæti haft mikil áhrif á vinnumarkað. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur veitt íslenska ríkinu leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sem snýr að launum flugvirkja fyrir tíma sem hann varði í flugvélum á ferðalögum. Flugvirkinn, sem heitir Eyjólfur Orri Sverrisson og er flugvirki á vegum Samgöngustofu, fór nokkrum sinnum í vinnuferðir til Ísrael og Sadí Arabíu árið 2018. Flugin sem málið varða voru því til og frá Íslandi til þeirra landa. Landsréttur dæmdi ríkið til þess að greiða honum fimm milljónir króna vegna málsins, en þegar Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi rétt hans til greiðslu launa voru honum dæmdar 3,6 milljónir króna. Í málinu hafði verið leitað til EFTA-dómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að í máli sem þessu myndu ferðalög teljast til vinnutíma. „Sá tími sem fer til ferðalaga starfsmanns, eins og stefnanda í máli því sem er til meðferðar hjá landsdómstólnum, utan hefðbundins vinnutíma til áfangastaðar annars en fastrar eða hefðbundinnar starfsstöðvar, í því skyni að inna af hendi starf sitt eða skyldur á umræddum öðrum stað, að kröfu vinnuveitanda, telst „vinnutími“,“ sagði í svari dómstólsins. Muni að óbreyttu leiða til kerfisbreytingar Íslenska ríkið vill ekki una þessari niðurstöðu Landsréttar og fór fram á áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar á þeim forsendum að niðurstaða í málinu sé fordæmisgefandi. Ríkið byggði á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína. Niðurstaða Landsréttar breyti áratugalangri framkvæmd við ákvörðun vinnutíma og muni að óbreyttu leiða til kerfisbreytinga á vinnumarkaði starfsfólks sem ferðast til annars áfangastaðar en hefðbundinnar starfstöðvar. Um fordæmisgefandi mál sé að ræða sem hafi almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og fyrir samfélagið í heild sinni. Þá telji ríkið vafa leika á því hvort dómur Landsréttar sé réttur. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um túlkun á hugtakinu vinnutími. Beiðnin var því samþykkt. Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Atvinnurekendur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira
Flugvirkinn, sem heitir Eyjólfur Orri Sverrisson og er flugvirki á vegum Samgöngustofu, fór nokkrum sinnum í vinnuferðir til Ísrael og Sadí Arabíu árið 2018. Flugin sem málið varða voru því til og frá Íslandi til þeirra landa. Landsréttur dæmdi ríkið til þess að greiða honum fimm milljónir króna vegna málsins, en þegar Héraðsdómur Reykjavíkur viðurkenndi rétt hans til greiðslu launa voru honum dæmdar 3,6 milljónir króna. Í málinu hafði verið leitað til EFTA-dómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að í máli sem þessu myndu ferðalög teljast til vinnutíma. „Sá tími sem fer til ferðalaga starfsmanns, eins og stefnanda í máli því sem er til meðferðar hjá landsdómstólnum, utan hefðbundins vinnutíma til áfangastaðar annars en fastrar eða hefðbundinnar starfsstöðvar, í því skyni að inna af hendi starf sitt eða skyldur á umræddum öðrum stað, að kröfu vinnuveitanda, telst „vinnutími“,“ sagði í svari dómstólsins. Muni að óbreyttu leiða til kerfisbreytingar Íslenska ríkið vill ekki una þessari niðurstöðu Landsréttar og fór fram á áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar á þeim forsendum að niðurstaða í málinu sé fordæmisgefandi. Ríkið byggði á því að úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi og varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni sína. Niðurstaða Landsréttar breyti áratugalangri framkvæmd við ákvörðun vinnutíma og muni að óbreyttu leiða til kerfisbreytinga á vinnumarkaði starfsfólks sem ferðast til annars áfangastaðar en hefðbundinnar starfstöðvar. Um fordæmisgefandi mál sé að ræða sem hafi almenna þýðingu fyrir beitingu réttarreglna og fyrir samfélagið í heild sinni. Þá telji ríkið vafa leika á því hvort dómur Landsréttar sé réttur. Í ákvörðun Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins verði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi meðal annars um túlkun á hugtakinu vinnutími. Beiðnin var því samþykkt.
Dómsmál Vinnumarkaður Kjaramál Atvinnurekendur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Sjá meira