Opið bréf til ríkisstjórnarinnar! Aðgerðir núna Hafdís Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 13:01 Kæru ráðherrar, Ég er ekki vön því að skrifa ráðamönnum eða vera hávær opinberlega. En það er ekki hægt að horfa á það sem er að gerast í Palestínu og aðhafast ekkert eða að leyfa ykkur að draga Ísland niður í svaðið með fleiri vestrænum ríkjum. Ísrael hefur ítrekað brotið alþjóðalög, mannúðarlög og gerst sekt um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Má þar nefna með hernáminu, með því að koma á aðskilnaðarstefnu á hernumdum svæðum Palestínu, með ólöglegum landtökubyggðum, með því að vernda ekki óbreytta borgara heldur þvert á móti ráðast á þá sem og heilbrigðisstarfsfólk og fréttamenn, með því að sprengja sjúkrahús, skóla, sjúkrabíla og með því að loka á vatnsbirgðir, olíu, rafmagn, mat og hjálpargögn og aðrar lífsnauðsynjar til Gaza og svo áfram mætti telja. En til hvers eru lögin ef ekki er farið eftir þeim eða eiga lögin bara við um suma? Vestrænir pólitíkusar og fjölmiðlar margir virðast hafa fengið sömu handbókina um hvernig eigi að svara ásökunum á hendur Ísraels. Jú “Ísrael á rétt á að verja sig” og bera við Sáttmála Sameinuðu þjóðanna grein 51. En það er einfaldlega ekki rétt. Samkvæmt Alþjóðadómstólnum í Haag hefur Ísrael ekki rétt á að verja sig fyrir árásum frá svæði sem þeir sjálfir hernema (málsgrein 139, ráðgefandi álit frá 2004). Gaza er hernumið af Ísrael. Það er verið að fremja þjóðarmorð fyrir framan augun á okkur og þið aðhafist ekkert. Þið hunsið alþjóðalög, sitjið hjá í okkar nafni í atkvæðagreiðslu Neyðarfundar SU, utanríkisráðherra efast um að Ísraelsher sé að ráðast á Gaza og áfram er hægt að þylja upp tilvik þar sem vanhæfni ykkar sem þjóðarleiðtoga er augljós. Hver eruð þið eiginlega? Hvar er mannúðin? Hvar er réttlætið? Beitið ykkur fyrir því að koma á vopnahléi, fordæmið árásir og mannréttindabrot Ísraela gagnvart Palestínu, slítið stjórnmálasambandi við Ísrael og hvetjið til efnahagsþvingana gegn Ísrael þar til þau láta af aðskilnaðarstefnu sinni gagnvart Palestínu. Núna er tíminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru ráðherrar, Ég er ekki vön því að skrifa ráðamönnum eða vera hávær opinberlega. En það er ekki hægt að horfa á það sem er að gerast í Palestínu og aðhafast ekkert eða að leyfa ykkur að draga Ísland niður í svaðið með fleiri vestrænum ríkjum. Ísrael hefur ítrekað brotið alþjóðalög, mannúðarlög og gerst sekt um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Má þar nefna með hernáminu, með því að koma á aðskilnaðarstefnu á hernumdum svæðum Palestínu, með ólöglegum landtökubyggðum, með því að vernda ekki óbreytta borgara heldur þvert á móti ráðast á þá sem og heilbrigðisstarfsfólk og fréttamenn, með því að sprengja sjúkrahús, skóla, sjúkrabíla og með því að loka á vatnsbirgðir, olíu, rafmagn, mat og hjálpargögn og aðrar lífsnauðsynjar til Gaza og svo áfram mætti telja. En til hvers eru lögin ef ekki er farið eftir þeim eða eiga lögin bara við um suma? Vestrænir pólitíkusar og fjölmiðlar margir virðast hafa fengið sömu handbókina um hvernig eigi að svara ásökunum á hendur Ísraels. Jú “Ísrael á rétt á að verja sig” og bera við Sáttmála Sameinuðu þjóðanna grein 51. En það er einfaldlega ekki rétt. Samkvæmt Alþjóðadómstólnum í Haag hefur Ísrael ekki rétt á að verja sig fyrir árásum frá svæði sem þeir sjálfir hernema (málsgrein 139, ráðgefandi álit frá 2004). Gaza er hernumið af Ísrael. Það er verið að fremja þjóðarmorð fyrir framan augun á okkur og þið aðhafist ekkert. Þið hunsið alþjóðalög, sitjið hjá í okkar nafni í atkvæðagreiðslu Neyðarfundar SU, utanríkisráðherra efast um að Ísraelsher sé að ráðast á Gaza og áfram er hægt að þylja upp tilvik þar sem vanhæfni ykkar sem þjóðarleiðtoga er augljós. Hver eruð þið eiginlega? Hvar er mannúðin? Hvar er réttlætið? Beitið ykkur fyrir því að koma á vopnahléi, fordæmið árásir og mannréttindabrot Ísraela gagnvart Palestínu, slítið stjórnmálasambandi við Ísrael og hvetjið til efnahagsþvingana gegn Ísrael þar til þau láta af aðskilnaðarstefnu sinni gagnvart Palestínu. Núna er tíminn.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar