Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Árni Sæberg skrifar 7. nóvember 2023 11:59 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri Reykjavíkur. Stöð 2/Arnar Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024, sem birt var í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hélt stutta kynningu á áætluninni í Ráðhúsinu á tólfta tímanum í dag. Hann segir að áætlunin sé lögð fram við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu og að Reykjavíkurborg hafi tekist að takast á við þær aðstæður í ár og við gerð fjárhagsáætlanar. Áætlunin sé lögð fram með afgangi ári á undan áætlun, gert sé ráð fyrir jákvæðu veltufé frá rekstri, hlutfall launa fari lækkandi. „Þetta er auðvitað beint viðbragð við erfiðu rekstrarumhverfi. Það er áhugavert hvað efnahagslegt umhverfi sveitarfélaga og heimila er ótrúlega sveiflukennt á Íslandi,“ segir hann. Tíu milljarða viðsnúningur Þá segir Dagur að útkomuspá sýnir að það stefni í tíu milljarða króna viðsnúning í rekstri borgarinnar milli áranna 2022 og 2023. Áfram verði hagrætt í rekstri og dregið úr fjárfestingum, án þess þó að grunnþjónusta verði skert. Þá sé borgin í sögulegum vexti og tekjur aukist í samræmi við það. „Fjöldi starfandi er að aukast mjög mikið, atvinnuleysi er mjög lítið af því að atvinnulífinu gengur býsna vel, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.“ Batnandi afkoma næstu fimm ár Fjárhagsáætlun ársins 2024, sem lögð er fyrir borgarstjórn í dag, gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 7,6 milljarða króna. Á árunum 2025-2028 er gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta. Gert er ráð fyrir að í lok árs 2024 nemi eignir samtals 969 milljörðum og aukist um 58,4 milljarða á árinu. Þá er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 46,8 prósent og hækki um 0,7 prósent. Fjárhags- og fimm ára áætlun gerir ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að skuldaviðmið verði yfir viðmiði árin 2024 til 2026, en haldi frá og með árinu 2027. Málefni fatlaðra áfram þungur baggi á borginni Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að mikilvægt sé að draga fram stöðuna í málaflokki fatlaðs fólks. Halli í rekstri málaflokksins hafi farið vaxandi á síðustu árum og reynst vanfjármagnaður um 9,3 milljarða króna árið 2022. „Þessi staða ein og sér hefur mikil áhrif á rekstur borgarinnar og fjárhagslega getu hennar til áframhaldandi þróunar og vaxtar, en auk rekstrarhalla af núverandi þjónustu eru biðlistar eftir búsetuíbúðum og nýjum NPA samningum ófjármagnaðir.“ Á fundinum sagði fjárhagsleg samskipti við ríkið í tengslum við málaflokkinn væru skilgreind sem stærsti áhættuþátturinn í fjármálum Reykjavíkurborgar. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þetta kemur fram í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024, sem birt var í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hélt stutta kynningu á áætluninni í Ráðhúsinu á tólfta tímanum í dag. Hann segir að áætlunin sé lögð fram við erfiðar aðstæður í efnahagslífinu og að Reykjavíkurborg hafi tekist að takast á við þær aðstæður í ár og við gerð fjárhagsáætlanar. Áætlunin sé lögð fram með afgangi ári á undan áætlun, gert sé ráð fyrir jákvæðu veltufé frá rekstri, hlutfall launa fari lækkandi. „Þetta er auðvitað beint viðbragð við erfiðu rekstrarumhverfi. Það er áhugavert hvað efnahagslegt umhverfi sveitarfélaga og heimila er ótrúlega sveiflukennt á Íslandi,“ segir hann. Tíu milljarða viðsnúningur Þá segir Dagur að útkomuspá sýnir að það stefni í tíu milljarða króna viðsnúning í rekstri borgarinnar milli áranna 2022 og 2023. Áfram verði hagrætt í rekstri og dregið úr fjárfestingum, án þess þó að grunnþjónusta verði skert. Þá sé borgin í sögulegum vexti og tekjur aukist í samræmi við það. „Fjöldi starfandi er að aukast mjög mikið, atvinnuleysi er mjög lítið af því að atvinnulífinu gengur býsna vel, þrátt fyrir erfiðar aðstæður.“ Batnandi afkoma næstu fimm ár Fjárhagsáætlun ársins 2024, sem lögð er fyrir borgarstjórn í dag, gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B- hluta verði jákvæð um 7,6 milljarða króna. Á árunum 2025-2028 er gert ráð fyrir batnandi afkomu A- og B- hluta. Gert er ráð fyrir að í lok árs 2024 nemi eignir samtals 969 milljörðum og aukist um 58,4 milljarða á árinu. Þá er gert ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nemi 46,8 prósent og hækki um 0,7 prósent. Fjárhags- og fimm ára áætlun gerir ráð fyrir að þriggja ára jafnvægisviðmið sveitarstjórnarlaga verði jákvætt allt áætlunartímabilið. Þá gerir áætlunin ráð fyrir að skuldaviðmið verði yfir viðmiði árin 2024 til 2026, en haldi frá og með árinu 2027. Málefni fatlaðra áfram þungur baggi á borginni Í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar segir að mikilvægt sé að draga fram stöðuna í málaflokki fatlaðs fólks. Halli í rekstri málaflokksins hafi farið vaxandi á síðustu árum og reynst vanfjármagnaður um 9,3 milljarða króna árið 2022. „Þessi staða ein og sér hefur mikil áhrif á rekstur borgarinnar og fjárhagslega getu hennar til áframhaldandi þróunar og vaxtar, en auk rekstrarhalla af núverandi þjónustu eru biðlistar eftir búsetuíbúðum og nýjum NPA samningum ófjármagnaðir.“ Á fundinum sagði fjárhagsleg samskipti við ríkið í tengslum við málaflokkinn væru skilgreind sem stærsti áhættuþátturinn í fjármálum Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent