Hefur enn ekki fengið svör um byssukaup Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 10. nóvember 2023 06:45 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, lagði fyrirspurn sína aftur fram á nýju þingi. Vísir/Vilhelm Þingmaður Pírata furðar sig á því að sér hafi ekki borist svör frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn sinni um vopnakaup lögreglu. Fyrirspurnin var lögð fram í maí og svo aftur á nýju þingi. Ráðuneytið segir svara að vænta 15. nóvember, degi eftir sérstaka umræðu um málið á þingi. „Samkvæmt lögum hefur ráðherra fimmtán daga til þess að svara fyrirspurnum. Nú eru komnir fimm mánuðir síðan,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Hún óskaði í maí síðastliðnum eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leiðtogafundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. „Það sem gerist náttúrulega í millitíðinni er að þing er rofið, en ég ítrekaði spurninguna í september og ráðuneytið hefur haft þetta inni á sínu borði síðan í maí,“ segir Arndís. Þegar fyrirspurnin var lögð fram var Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af honum þann 18. júní síðastliðinn. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna málsins kemur fram að heimild hafi verið veitt fyrir frestun á svari á þingfundi á mánudag síðastliðinn. Unnið sé að svari í ráðuneytinu og gert sé ráð fyrir því að svarið verði tilbúið fyrir veittan frest þann 15. nóvember. „Þetta ætti náttúrulega bara að liggja fyrir,“ segir Arndís Anna. „Þetta eru spurningar um tölulegar upplýsingar og staðreyndir sem eiga að liggja fyrir.“ Það er töluverður tími síðan og ráðherraskipti í millitíðinni. Hefur þessi umræða gleymst? „Ég ímynda mér kannski að ráðherra sé að vona það. En ég held það svo sannarlega ekki. Á miðvikudag í næstu viku verður sérstök umræða í þinginu um vopnaburð lögreglu,“ segir Arndís. Hún segir það sæta furðu að svör ráðherra muni berast degi eftir þá umræðu. Ráðherra hafi vitað af umræðunni á þingi og segist Arndís ekki telja að um tilviljun sé að ræða. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Lögreglan Öryggis- og varnarmál Píratar Tengdar fréttir Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. 24. maí 2023 12:22 Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. 9. júní 2023 07:27 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
„Samkvæmt lögum hefur ráðherra fimmtán daga til þess að svara fyrirspurnum. Nú eru komnir fimm mánuðir síðan,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Hún óskaði í maí síðastliðnum eftir nákvæmum upplýsingum um hvaða vopn voru keypt vegna leiðtogafundarins í Hörpu, hvers vegna þau voru keypt og að fengnu mati hvers. „Það sem gerist náttúrulega í millitíðinni er að þing er rofið, en ég ítrekaði spurninguna í september og ráðuneytið hefur haft þetta inni á sínu borði síðan í maí,“ segir Arndís. Þegar fyrirspurnin var lögð fram var Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir tók við af honum þann 18. júní síðastliðinn. Í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Vísis vegna málsins kemur fram að heimild hafi verið veitt fyrir frestun á svari á þingfundi á mánudag síðastliðinn. Unnið sé að svari í ráðuneytinu og gert sé ráð fyrir því að svarið verði tilbúið fyrir veittan frest þann 15. nóvember. „Þetta ætti náttúrulega bara að liggja fyrir,“ segir Arndís Anna. „Þetta eru spurningar um tölulegar upplýsingar og staðreyndir sem eiga að liggja fyrir.“ Það er töluverður tími síðan og ráðherraskipti í millitíðinni. Hefur þessi umræða gleymst? „Ég ímynda mér kannski að ráðherra sé að vona það. En ég held það svo sannarlega ekki. Á miðvikudag í næstu viku verður sérstök umræða í þinginu um vopnaburð lögreglu,“ segir Arndís. Hún segir það sæta furðu að svör ráðherra muni berast degi eftir þá umræðu. Ráðherra hafi vitað af umræðunni á þingi og segist Arndís ekki telja að um tilviljun sé að ræða.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Alþingi Skotvopn Lögreglan Öryggis- og varnarmál Píratar Tengdar fréttir Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. 24. maí 2023 12:22 Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. 9. júní 2023 07:27 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Ráðherra segir Pírata hafa lítinn skilning á öryggissjónarmiðum Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hafnar ásökunum um að leiðtogafundur Evrópuráðsins hafi verið nýttur til að lauma auknum vígbúnaði til lögreglunnar en segir að eftir fundinn eigi Íslendingar miklu öflugra og betur búið lögreglulið að öllu leyti. 24. maí 2023 12:22
Ríkiskaup vilja skýringar á innkaupum Ríkislögreglustjóra Ríkiskaup hafa óskað eftir því að Ríkislögreglustjóri tilkynni innkaup á búnaði vegna leiðtogafundar Evrópuráðsins með formlegum hætti á heimasíðu útgáfuskrifstofu Evrópusambandsins og rökstyðji val sitt á innkaupaferlinu. 9. júní 2023 07:27