Gögn eru gulls ígildi Willum Þór Þórsson skrifar 9. nóvember 2023 13:31 Hið árlega heilbrigðisþing verður haldið þriðjudaginn 14. nóvember í Hörpu. Þingið verður að þessu sinni með norrænni skírskotun í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og munu margir innlendir og erlendir fyrirlesarar stíga á stokk í Norðurljósasalnum. Gagnadrifin framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins verður í brennidepli og leitað verður svara við þeirri spurningu hvernig gögn, gagnasöfn og gervigreind geti styrkt íslenskt heilbrigðiskerfi. Norræna nálgunin á velsæld Formennska Íslands í Norrænu ráðherranefndinni er í forgrunni heilbrigðisþingsins og aðstæður, lausnir, áskoranir og tækifæri eru sett fram í samhengi við það sem best gerist og gengur á öðrum Norðurlöndum. Ráðherranefndin vinnur eftir stefnuáherslum til ársins 2030 sem miða að því að Norðurlöndin verði best samþætt og sjálfbærustu samfélög veraldar í lok áratugarins. Það er sameiginleg sýn innan ráðherranefndarinnar að gagnadrifin heilbrigðismál og hagnýting framsækinna gervigreindarlausna séu lykilatriði til að tryggja samkeppnishæfni norrænna heilbrigðiskerfa og stuðla að sjálfbærni þeirra. Sú nálgun byggir á þeirri forsendu að heilbrigðismál séu stærsta velferðarmálið og jafnframt ein stærsta áskorun allra þjóða. Heilbrigðismál eru efst á baugi í norrænum stjórnmálum og velsæld norrænu ríkjanna hvílir að mörgu leiti á heilbrigðismálum og hagkerfi sem styður við velsæld. Viðamikil dagskrá Dagskrá heilbrigðisþings endurspeglar umfang málefnisins og er fjölbreytt og áhugaverð. Hún er fyrir alla að fylgjast með, vekja til umhugsunar og hvetja til umræðu. Sjónum er beint að því hversu mikilvæg umgjörð og innviðauppbygging innan heilbrigðiskerfisins er þegar kemur að viðkvæmum upplýsingum, geymslu þeirra og notkun. Meginmarkmið með aukinni stafvæðingu og bættri nýtingu á gögnum og gagnagrunnum er að efla heilbrigðiskerfið með tilliti til ákvörðunartöku, samvinnu heilbrigðisstétta, upplýsingagjöf, vísinda og greininga í þágu notenda. Ofarlega á baugi verða siðferðileg sjónarmið við notkun gagna og gervigreindar í heilbrigðiskerfinu. Notkun gervigreindar innan heilbrigðisgeirans er ekki aðeins mikið tækifæri heldur vekur hún upp margar áleitnar spurningar um tækniframfarir og siðferði. Markmið er að nýta alla framþróun líkt og gervigreindina til góðs og í þágu almennings. Til þess að tryggja að svo verði þarf að svara siðfræðilegum spurningum og tryggja að öll umgjörð og regluverk endurspegli siðferðileg gildi. Nýjasta tækni og vísindi Góð heilbrigðisgögn eru gulls ígildi. Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar verður að hvíla á tryggum grunni heilbrigðisgagna, gæðum, skilvirks og réttláts regluverks, trausts og þekkingar. Það þurfa allir að vera á sömu blaðsíðu þegar að kemur að því að taka stór skref í átt að frekari nýtingu heilbrigðisupplýsinga og gagna undir hatti stafrænnar þróunar og vísinda. Þróun sem getur skapað forsendur fyrir öflugra heilbrigðiskerfi sem mætir sívaxandi þörf fyrir flókna og kostnaðarsama heilbrigðisþjónustu. Á þinginu verður einstaklingsmiðuð heilbrigðisþjónusta í brennidepli. Það er heilbrigðisþjónusta sem byggir á skilningi á því hvað veldur mannlegri fjölbreytni, gögnum sem að henni lúta og hvernig hægt er að nýta þessa auknu þekkingu einstaklingnum til góðs. Sökum þessa er nauðsynlegt að stjórnvöld og heilbrigðiskerfi tryggi leiðir til að ná utan um gögn og gagnagrunna tengdum heilsufarsupplýsingum sem nýta má til bættra ákvarðana, yfirsýnar og spár um framvindu sjúkdóma og lækninga. Til þess að ná þeim árangri hef ég ákveðið að mynda hóp með helstu hagaðilum og sérfræðingum til að vinna að því að tryggja áframhaldandi framþróun í heilbrigðiskerfinu og efla einstaklingsmiðaða heilbrigðisþjónustu. Framþróun sem byggir á traustum grunni aðgengilegra, öruggra og góðra gagna til að geta nýtt tækniframfarir, vísindaframfarir og gervigreind í þágu fólksins í landinu. Sækjum saman fram Framfarir í tækni og vísindum hafa gert okkur kleift að lækna fjölmarga sjúkdóma, halda öðrum í skefjum og fyrirbyggja suma. Áherslur og þarfir breytast með breyttu landslagi tækni, sjúkdóma og aukinni þekkingar. Kröfur til heilbrigðisþjónustu breytast og oftar en ekki eru vísindi og tækni á undan kerfinu og innviðum þess. Samþætt og samstillt nálgun hins opinbera í samstarfi við helstu sérfræðinga, atvinnulíf, félagasamtök og fólkið í landinu er því nauðsynleg til að undirbúa heilbrigðiskerfið og samfélagið undir markvissa gagnanýtingu og notkun gervigreinar til góðs. Allar stærri ákvarðanir í málaflokknum þurfa að vera vel ígrundaðar og byggja á samtali, samvinnu og sameiginlegum siðfræðilegum gildum þjóðarinnar. Þannig skapast sátt um hvert við stefnum sem þjóð á tækniöld. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Willum Þór Þórsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hið árlega heilbrigðisþing verður haldið þriðjudaginn 14. nóvember í Hörpu. Þingið verður að þessu sinni með norrænni skírskotun í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og munu margir innlendir og erlendir fyrirlesarar stíga á stokk í Norðurljósasalnum. Gagnadrifin framþróun íslenska heilbrigðiskerfisins verður í brennidepli og leitað verður svara við þeirri spurningu hvernig gögn, gagnasöfn og gervigreind geti styrkt íslenskt heilbrigðiskerfi. Norræna nálgunin á velsæld Formennska Íslands í Norrænu ráðherranefndinni er í forgrunni heilbrigðisþingsins og aðstæður, lausnir, áskoranir og tækifæri eru sett fram í samhengi við það sem best gerist og gengur á öðrum Norðurlöndum. Ráðherranefndin vinnur eftir stefnuáherslum til ársins 2030 sem miða að því að Norðurlöndin verði best samþætt og sjálfbærustu samfélög veraldar í lok áratugarins. Það er sameiginleg sýn innan ráðherranefndarinnar að gagnadrifin heilbrigðismál og hagnýting framsækinna gervigreindarlausna séu lykilatriði til að tryggja samkeppnishæfni norrænna heilbrigðiskerfa og stuðla að sjálfbærni þeirra. Sú nálgun byggir á þeirri forsendu að heilbrigðismál séu stærsta velferðarmálið og jafnframt ein stærsta áskorun allra þjóða. Heilbrigðismál eru efst á baugi í norrænum stjórnmálum og velsæld norrænu ríkjanna hvílir að mörgu leiti á heilbrigðismálum og hagkerfi sem styður við velsæld. Viðamikil dagskrá Dagskrá heilbrigðisþings endurspeglar umfang málefnisins og er fjölbreytt og áhugaverð. Hún er fyrir alla að fylgjast með, vekja til umhugsunar og hvetja til umræðu. Sjónum er beint að því hversu mikilvæg umgjörð og innviðauppbygging innan heilbrigðiskerfisins er þegar kemur að viðkvæmum upplýsingum, geymslu þeirra og notkun. Meginmarkmið með aukinni stafvæðingu og bættri nýtingu á gögnum og gagnagrunnum er að efla heilbrigðiskerfið með tilliti til ákvörðunartöku, samvinnu heilbrigðisstétta, upplýsingagjöf, vísinda og greininga í þágu notenda. Ofarlega á baugi verða siðferðileg sjónarmið við notkun gagna og gervigreindar í heilbrigðiskerfinu. Notkun gervigreindar innan heilbrigðisgeirans er ekki aðeins mikið tækifæri heldur vekur hún upp margar áleitnar spurningar um tækniframfarir og siðferði. Markmið er að nýta alla framþróun líkt og gervigreindina til góðs og í þágu almennings. Til þess að tryggja að svo verði þarf að svara siðfræðilegum spurningum og tryggja að öll umgjörð og regluverk endurspegli siðferðileg gildi. Nýjasta tækni og vísindi Góð heilbrigðisgögn eru gulls ígildi. Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar verður að hvíla á tryggum grunni heilbrigðisgagna, gæðum, skilvirks og réttláts regluverks, trausts og þekkingar. Það þurfa allir að vera á sömu blaðsíðu þegar að kemur að því að taka stór skref í átt að frekari nýtingu heilbrigðisupplýsinga og gagna undir hatti stafrænnar þróunar og vísinda. Þróun sem getur skapað forsendur fyrir öflugra heilbrigðiskerfi sem mætir sívaxandi þörf fyrir flókna og kostnaðarsama heilbrigðisþjónustu. Á þinginu verður einstaklingsmiðuð heilbrigðisþjónusta í brennidepli. Það er heilbrigðisþjónusta sem byggir á skilningi á því hvað veldur mannlegri fjölbreytni, gögnum sem að henni lúta og hvernig hægt er að nýta þessa auknu þekkingu einstaklingnum til góðs. Sökum þessa er nauðsynlegt að stjórnvöld og heilbrigðiskerfi tryggi leiðir til að ná utan um gögn og gagnagrunna tengdum heilsufarsupplýsingum sem nýta má til bættra ákvarðana, yfirsýnar og spár um framvindu sjúkdóma og lækninga. Til þess að ná þeim árangri hef ég ákveðið að mynda hóp með helstu hagaðilum og sérfræðingum til að vinna að því að tryggja áframhaldandi framþróun í heilbrigðiskerfinu og efla einstaklingsmiðaða heilbrigðisþjónustu. Framþróun sem byggir á traustum grunni aðgengilegra, öruggra og góðra gagna til að geta nýtt tækniframfarir, vísindaframfarir og gervigreind í þágu fólksins í landinu. Sækjum saman fram Framfarir í tækni og vísindum hafa gert okkur kleift að lækna fjölmarga sjúkdóma, halda öðrum í skefjum og fyrirbyggja suma. Áherslur og þarfir breytast með breyttu landslagi tækni, sjúkdóma og aukinni þekkingar. Kröfur til heilbrigðisþjónustu breytast og oftar en ekki eru vísindi og tækni á undan kerfinu og innviðum þess. Samþætt og samstillt nálgun hins opinbera í samstarfi við helstu sérfræðinga, atvinnulíf, félagasamtök og fólkið í landinu er því nauðsynleg til að undirbúa heilbrigðiskerfið og samfélagið undir markvissa gagnanýtingu og notkun gervigreinar til góðs. Allar stærri ákvarðanir í málaflokknum þurfa að vera vel ígrundaðar og byggja á samtali, samvinnu og sameiginlegum siðfræðilegum gildum þjóðarinnar. Þannig skapast sátt um hvert við stefnum sem þjóð á tækniöld. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar