Vegfarendum býðst að aka um Teigsskóg í mánuðinum Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2023 14:28 Klæðning er núna komin á allan nýja veginn um Teigsskóg. Borgarverk/Daníel Johan Mikaelsson Bundið slitlag er núna komið á allan vegarkaflann um hinn umdeilda Teigsskóg í Þorskafirði. Vegagerðin stefnir að því að hleypa umferð á veginn síðar í þessum mánuði. Klæðningarflokkur Borgarverks hóf lagningu bundins slitlags á veginn þann 5. september síðastliðinn. Þann dag voru 2,3 kílómetrar klæddir á kaflann næst nýju Þorkafjarðarbrúnni og að eyðibýlinu Gröf og síðan hafa áfangarnir bæst við hver af öðrum. „Fyrra lag er núna komið á allan kaflann. Rúmlega þrír kílómetrar voru lagðir í gær og í fyrradag. Við eigum bara eftir seinna lag klæðingar á þessa þrjá kílómetra, komin tvö lög á allt hitt,“ segir Einar Örn Arnarson, sviðsstjóri klæðningar hjá Borgarverki. Borgarverksmenn unnu fram í myrkur við að ljúka lagningu bundna slitlagsins á veginn um Teigsskóg og Hallsteinsnes.Borgarverk/Daníel Johan Mikaelsson Vegarkaflinn kallast í opinberum gögnum Vestfjarðavegur um Gufudalssveit milli Þórisstaða og Hallsteinsness. Verkið fólst í nýbyggingu Vestfjarðavegar á um 10,4 kílómetra kafla og 200 metra kafla Djúpadalsvegar. Áður var Norðurtak búið að leggja nýjan 5,7 kílómetra veg um austanverðan Djúpafjörð. „Þá er komið bundið slitlag á allan Teigskóg og Djúpadalsveginn. Seinna lagið verður tekið næsta vor eða næsta sumar,“ segir Einar Örn. „Það er verið er að ljúka við klæðingu í þessum töluðu orðum. Þá hefst allra síðasti lokafrágangurinn og mun Vegagerðin gefa út opnunardag þegar honum líkur,“ segir Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks. Neðan við eyðibýlið Hallsteinsnes í utanverðum Þorskafirði.Borgarverk/Daníel Johan Mikaelsson „Já, það er komið slitlag alla leið. Hluti er einföld klæðning. Það verður farið í uppsetningu á vegriði eftir helgi,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit. „Það verður byrjað á vegriði í næstu viku, það tekur viku til tíu daga,“ segir Einar Örn hjá Borgarverki. Gert er ráð fyrir að vegirnir um Teigsskóg og Djúpafjörð verði opnaðir samtímis. Með því færist Vestfjarðavegur af 336 metra háum Hjallahálsi og niður á láglendi en kaflinn inn Djúpafjörð, milli Hallsteinsness og Djúpadals, mun tímabundið gegna hlutverki Vestfjarðavegar. „Ég get ekki sagt nákvæmlega til um opnun en við stefnum að því að það verði í þessum mánuði,“ segir Sigurþór hjá Vegagerðinni. Borgarverksmenn leggja síðustu metra bundins slitlags á veginn um Teigsskóg.Borgarverk/Daníel Johan Mikaelsson Daginn sem Þorskafjarðarbrúin var opnuð fyrir hálfum mánuði prófaði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra nýja Teigsskógarveginn og lýsti þá reynslu sinni í frétt Stöðvar 2: „Ég prófaði að fara þar í gegnum fyrr í dag og ég veit að það munu allir verða stoltir af þeirri framkvæmd og glaðir að fara þar í gegn,“ sagði ráðherrann í frétt þann daginn sem sjá má hér: Hér má sjá frétt um stöðu verksins fyrir tveimur mánuðum: Í síðasta mánuði fjallaði Stöð 2 um þá samgöngubyltingu sem framundan er á Vestfjörðum í frétt sem sjá má hér: Teigsskógur Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10 Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45 Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. 5. september 2023 18:57 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Klæðningarflokkur Borgarverks hóf lagningu bundins slitlags á veginn þann 5. september síðastliðinn. Þann dag voru 2,3 kílómetrar klæddir á kaflann næst nýju Þorkafjarðarbrúnni og að eyðibýlinu Gröf og síðan hafa áfangarnir bæst við hver af öðrum. „Fyrra lag er núna komið á allan kaflann. Rúmlega þrír kílómetrar voru lagðir í gær og í fyrradag. Við eigum bara eftir seinna lag klæðingar á þessa þrjá kílómetra, komin tvö lög á allt hitt,“ segir Einar Örn Arnarson, sviðsstjóri klæðningar hjá Borgarverki. Borgarverksmenn unnu fram í myrkur við að ljúka lagningu bundna slitlagsins á veginn um Teigsskóg og Hallsteinsnes.Borgarverk/Daníel Johan Mikaelsson Vegarkaflinn kallast í opinberum gögnum Vestfjarðavegur um Gufudalssveit milli Þórisstaða og Hallsteinsness. Verkið fólst í nýbyggingu Vestfjarðavegar á um 10,4 kílómetra kafla og 200 metra kafla Djúpadalsvegar. Áður var Norðurtak búið að leggja nýjan 5,7 kílómetra veg um austanverðan Djúpafjörð. „Þá er komið bundið slitlag á allan Teigskóg og Djúpadalsveginn. Seinna lagið verður tekið næsta vor eða næsta sumar,“ segir Einar Örn. „Það er verið er að ljúka við klæðingu í þessum töluðu orðum. Þá hefst allra síðasti lokafrágangurinn og mun Vegagerðin gefa út opnunardag þegar honum líkur,“ segir Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks. Neðan við eyðibýlið Hallsteinsnes í utanverðum Þorskafirði.Borgarverk/Daníel Johan Mikaelsson „Já, það er komið slitlag alla leið. Hluti er einföld klæðning. Það verður farið í uppsetningu á vegriði eftir helgi,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit. „Það verður byrjað á vegriði í næstu viku, það tekur viku til tíu daga,“ segir Einar Örn hjá Borgarverki. Gert er ráð fyrir að vegirnir um Teigsskóg og Djúpafjörð verði opnaðir samtímis. Með því færist Vestfjarðavegur af 336 metra háum Hjallahálsi og niður á láglendi en kaflinn inn Djúpafjörð, milli Hallsteinsness og Djúpadals, mun tímabundið gegna hlutverki Vestfjarðavegar. „Ég get ekki sagt nákvæmlega til um opnun en við stefnum að því að það verði í þessum mánuði,“ segir Sigurþór hjá Vegagerðinni. Borgarverksmenn leggja síðustu metra bundins slitlags á veginn um Teigsskóg.Borgarverk/Daníel Johan Mikaelsson Daginn sem Þorskafjarðarbrúin var opnuð fyrir hálfum mánuði prófaði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra nýja Teigsskógarveginn og lýsti þá reynslu sinni í frétt Stöðvar 2: „Ég prófaði að fara þar í gegnum fyrr í dag og ég veit að það munu allir verða stoltir af þeirri framkvæmd og glaðir að fara þar í gegn,“ sagði ráðherrann í frétt þann daginn sem sjá má hér: Hér má sjá frétt um stöðu verksins fyrir tveimur mánuðum: Í síðasta mánuði fjallaði Stöð 2 um þá samgöngubyltingu sem framundan er á Vestfjörðum í frétt sem sjá má hér:
Teigsskógur Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10 Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45 Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. 5. september 2023 18:57 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10
Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45
Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23
Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22
Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. 5. september 2023 18:57
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent