Skammsýni útilokar fólk Stefán Vilbergsson skrifar 10. nóvember 2023 15:08 Mikill þrýstingur er á yfirvöld sem stýra reglum um byggingar að láta ekki þarfir fólks standa í vegi fyrir uppbyggingu. Sumir vilja kenna algildri hönnun um að verð á húsnæði sé jafn hátt og raun ber vitni. Engin gögn liggja fyrir sem styðja það. Hins vegar má benda á að skortur á algildri hönnun, óaðgengilegt nærumhverfi og skortur á viðeigandi þjónustu skerðir búsetufrelsi fatlaðs fólks og neyðir suma fatlaða einstaklinga til að flytja gegn vilja sínum. Hvar má fatlað fólk búa? Framboð húsnæðis er mun minna fyrir fatlað fólk en aðra. Óaðgengileg hönnun íbúða síðustu áratuga og nærumhverfis þrengir verulega að tækifærum fatlaðs fólks um að komast í örugga búsetu á eigin forsendum. Dæmi eru um að fatlað fólk hafi þurft að hætta við fyrirhuguð kaup eða leigu sökum þess að það gat ómögulega athafnað sig í íbúðinni eða gat ekki komist inn án aðstoðar. Þá eru dæmi um að félagslegum leiguíbúðum sé ekki úthlutað til fatlaðs fólks á sömu forsendum. Flestar íbúðir eru óaðgengilegar Það er stærsta fjárfesting í lífi fólks að kaupa sér húsnæði. Það verður að vanda til verka, því að húsnæði þarf að endast og uppfylla þarfir þess fólks sem vill og þarf að búa í því. Það er hagkvæmt að íbúðarhúsnæði sé hannað og byggt þannig að það henti öllum því að breytingar eru kostnaðarsamar. Því er mikilvægt að framfylgja mannvirkjalögum sem styðja þá kröfu um að fatlað fólk eigi að fá búa þar sem það vill án íþyngjandi sérlausna. Við þurfum að standa vörð um þessi ákvæði og tryggja aðgengi fyrir alla með algildri hönnun á nýbyggingum án undanþága og jafnframt veita styrki og lán til endurbóta á gömlum íbúðum og sameignum. Í nýrri skýrslu um húsnæðismál fatlaðs fólks kemur fram að meirihluti íbúðarhúsnæðis á Íslandi er óaðgengilegur fötluðu fólki, en á sama tíma er þjóðin skarpt að eldast. Skert hreyfigeta fylgir gjarnan aldrinum og 46% eldra fólks í heiminum glímir við einhvers konar skerðingar, en á Íslandi er ekki hægt að fá styrki til breytinga á íbúðarhúsnæði eins og í löndunum í kring. Auknar kröfur á aðgengi fyrir alla að byggingum fela í sér að eldra fólk getur búið lengur á eigin heimili og þarf síður að flytja sig í þjónustuíbúðir eða á hjúkrunarheimili og einfaldar því að sækja sér sjálft þjónustu utan heimilis. Við þurfum ekki að finna upp hjólið Við þurfum öll að búa við húsnæðisöryggi. Við ættum að horfa yfir hafið til frænda okkar Norðmanna sem hafa um langt skeið haft þá stefnu að fólk eigi rétt á að búa í húsnæði án þess að eiga á hættu að þurfa að hrökklast út á götuna. Kerfið styður þessa stefnu með lánum og styrkjum til einstaklinga sem hafa lítið lánshæfi, búa við há húsnæðisútgjöld eða lenda í tímabundnum fjárhagserfiðleikum. Fatlað fólk í Noregi getur líka sótt um styrk frá Husbanken til að aðlaga húsnæði svo að það geti búið þar. Einnig er hægt að sækja um styrk til að fá faglega hjálp, t.a.m. frá arkitekt eða verkfræðingi, við að bæði leggja mat á hvaða breytingar þarf að gera á húsnæði til að uppfylla þarfir íbúans og til að hanna breytingar fyrir framkvæmdir. Jafnframt geta húsfélög sótt um styrk fyrir uppsetningu á lyftu í eldra íbúðarhúsnæði. Í því samhengi er vert að benda á skýrsluna Etterinstallering av heis i lågblokker frá Husbanken þar sem meðal annars má finna rökstuðning um ávinning sveitarfélaga af lyftustyrkjum fyrir fjölbýlishús. Það væri óskandi að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefði sama samfélagshlutverk og norski Husbanken er varðar lánveitingar og styrki. Það er óþarfi að reyna að finna upp hjólið þegar það gengur smurt í næsta nágrenni. Höfundur er verkefnastjóri hjá ÖBÍ réttindasamtökum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill þrýstingur er á yfirvöld sem stýra reglum um byggingar að láta ekki þarfir fólks standa í vegi fyrir uppbyggingu. Sumir vilja kenna algildri hönnun um að verð á húsnæði sé jafn hátt og raun ber vitni. Engin gögn liggja fyrir sem styðja það. Hins vegar má benda á að skortur á algildri hönnun, óaðgengilegt nærumhverfi og skortur á viðeigandi þjónustu skerðir búsetufrelsi fatlaðs fólks og neyðir suma fatlaða einstaklinga til að flytja gegn vilja sínum. Hvar má fatlað fólk búa? Framboð húsnæðis er mun minna fyrir fatlað fólk en aðra. Óaðgengileg hönnun íbúða síðustu áratuga og nærumhverfis þrengir verulega að tækifærum fatlaðs fólks um að komast í örugga búsetu á eigin forsendum. Dæmi eru um að fatlað fólk hafi þurft að hætta við fyrirhuguð kaup eða leigu sökum þess að það gat ómögulega athafnað sig í íbúðinni eða gat ekki komist inn án aðstoðar. Þá eru dæmi um að félagslegum leiguíbúðum sé ekki úthlutað til fatlaðs fólks á sömu forsendum. Flestar íbúðir eru óaðgengilegar Það er stærsta fjárfesting í lífi fólks að kaupa sér húsnæði. Það verður að vanda til verka, því að húsnæði þarf að endast og uppfylla þarfir þess fólks sem vill og þarf að búa í því. Það er hagkvæmt að íbúðarhúsnæði sé hannað og byggt þannig að það henti öllum því að breytingar eru kostnaðarsamar. Því er mikilvægt að framfylgja mannvirkjalögum sem styðja þá kröfu um að fatlað fólk eigi að fá búa þar sem það vill án íþyngjandi sérlausna. Við þurfum að standa vörð um þessi ákvæði og tryggja aðgengi fyrir alla með algildri hönnun á nýbyggingum án undanþága og jafnframt veita styrki og lán til endurbóta á gömlum íbúðum og sameignum. Í nýrri skýrslu um húsnæðismál fatlaðs fólks kemur fram að meirihluti íbúðarhúsnæðis á Íslandi er óaðgengilegur fötluðu fólki, en á sama tíma er þjóðin skarpt að eldast. Skert hreyfigeta fylgir gjarnan aldrinum og 46% eldra fólks í heiminum glímir við einhvers konar skerðingar, en á Íslandi er ekki hægt að fá styrki til breytinga á íbúðarhúsnæði eins og í löndunum í kring. Auknar kröfur á aðgengi fyrir alla að byggingum fela í sér að eldra fólk getur búið lengur á eigin heimili og þarf síður að flytja sig í þjónustuíbúðir eða á hjúkrunarheimili og einfaldar því að sækja sér sjálft þjónustu utan heimilis. Við þurfum ekki að finna upp hjólið Við þurfum öll að búa við húsnæðisöryggi. Við ættum að horfa yfir hafið til frænda okkar Norðmanna sem hafa um langt skeið haft þá stefnu að fólk eigi rétt á að búa í húsnæði án þess að eiga á hættu að þurfa að hrökklast út á götuna. Kerfið styður þessa stefnu með lánum og styrkjum til einstaklinga sem hafa lítið lánshæfi, búa við há húsnæðisútgjöld eða lenda í tímabundnum fjárhagserfiðleikum. Fatlað fólk í Noregi getur líka sótt um styrk frá Husbanken til að aðlaga húsnæði svo að það geti búið þar. Einnig er hægt að sækja um styrk til að fá faglega hjálp, t.a.m. frá arkitekt eða verkfræðingi, við að bæði leggja mat á hvaða breytingar þarf að gera á húsnæði til að uppfylla þarfir íbúans og til að hanna breytingar fyrir framkvæmdir. Jafnframt geta húsfélög sótt um styrk fyrir uppsetningu á lyftu í eldra íbúðarhúsnæði. Í því samhengi er vert að benda á skýrsluna Etterinstallering av heis i lågblokker frá Husbanken þar sem meðal annars má finna rökstuðning um ávinning sveitarfélaga af lyftustyrkjum fyrir fjölbýlishús. Það væri óskandi að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefði sama samfélagshlutverk og norski Husbanken er varðar lánveitingar og styrki. Það er óþarfi að reyna að finna upp hjólið þegar það gengur smurt í næsta nágrenni. Höfundur er verkefnastjóri hjá ÖBÍ réttindasamtökum.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun