Kolbeinn berst við Bosníumann í Vínarborg í jólamánuðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 16:00 Kolbeinn Kristinsson hefur aldrei tapað bardaga á atvinnumannaferli sínum. theicebearkristinsson Íslenski hnefaleikakappinn Kolbeinn Kristinsson er búinn að fá bardaga í næsta mánuði en sá bardagi kemur fljótt eftir þann síðasta þar sem okkar maður vann frábæran sigur. Kolbeinn vann yfirburðasigur á Englendingnum Michael Bassett í Vínarborg í september og fær nú annan átta lotu bardaga á sama stað 2. desember næstkomandi. Kolbeinn er ósigraður á ferlinum með fjórtán bardaga að baki og hann hefur endað átta þeirra með rothöggi. Andstæðingur Kolbeins verður að þessu sinni Mirko Tintor, 36 ára gamall Bosníumaður, en hann er örvhentur hnefaleikakappi. Tintor hefur unnið sextán bardaga á ferlinum og tapað átta. Báðir eru þekktir fyrir að klára bardagana sína snemma og því verður þetta æsispennandi viðeign í byrjun desember. „Ég er spenntur að fara aftur til Vínarborgar og skila frábærri frammistöðu og highlight reel rothöggi. Svo í kjölfarið að halda áfram að vinna mig í átt að því að verða heimsmeistari,“ sagði Kolbeinn Kristinsson kokhraustur í fréttatilkynningu. Kolbeinn hefur stundað hnefaleika í fimmtán ár og hann keppti líka lengi í ólympískum hnefaleikum. Hann hefur verið okkar fremsti hnefaleikakappi í mörg ár ásamt því að vera eini íslenski atvinnumaðurinn í sportinu. Kolli eins og hann er kallaður er 35 ára gamall og á tvö börn og unnustu hér á landi og leggur mikið á sig til að vera til staðar fyrir þau ásamt því að stunda atvinnumennskuna. Eftir að hafa ekki fengið að keppa í tvö ár er það kærkomið að fá að stíga í hringinn og gera það sem hann hefur ástríðu fyrir, að kýla menn í klessu inni í boxhring þó að flestir sem þekkja Kolla sjá hann sem rólyndis dreng og frábæran náunga þá breytist það þegar inn í hringinn er komið. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson) Box Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Kolbeinn vann yfirburðasigur á Englendingnum Michael Bassett í Vínarborg í september og fær nú annan átta lotu bardaga á sama stað 2. desember næstkomandi. Kolbeinn er ósigraður á ferlinum með fjórtán bardaga að baki og hann hefur endað átta þeirra með rothöggi. Andstæðingur Kolbeins verður að þessu sinni Mirko Tintor, 36 ára gamall Bosníumaður, en hann er örvhentur hnefaleikakappi. Tintor hefur unnið sextán bardaga á ferlinum og tapað átta. Báðir eru þekktir fyrir að klára bardagana sína snemma og því verður þetta æsispennandi viðeign í byrjun desember. „Ég er spenntur að fara aftur til Vínarborgar og skila frábærri frammistöðu og highlight reel rothöggi. Svo í kjölfarið að halda áfram að vinna mig í átt að því að verða heimsmeistari,“ sagði Kolbeinn Kristinsson kokhraustur í fréttatilkynningu. Kolbeinn hefur stundað hnefaleika í fimmtán ár og hann keppti líka lengi í ólympískum hnefaleikum. Hann hefur verið okkar fremsti hnefaleikakappi í mörg ár ásamt því að vera eini íslenski atvinnumaðurinn í sportinu. Kolli eins og hann er kallaður er 35 ára gamall og á tvö börn og unnustu hér á landi og leggur mikið á sig til að vera til staðar fyrir þau ásamt því að stunda atvinnumennskuna. Eftir að hafa ekki fengið að keppa í tvö ár er það kærkomið að fá að stíga í hringinn og gera það sem hann hefur ástríðu fyrir, að kýla menn í klessu inni í boxhring þó að flestir sem þekkja Kolla sjá hann sem rólyndis dreng og frábæran náunga þá breytist það þegar inn í hringinn er komið. View this post on Instagram A post shared by Kolbeinn Kristinsson (@theicebearkristinsson)
Box Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira