„Höfum unnið hörðum höndum að þessu lengi og það þarf að fagna því“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2023 20:46 Fyrirliðinn og Noregsmeistarinn Ingibjörg. @VIFDamer „Mjög góð, mikill léttir að við náðum að sigla þessu heim. Blendnar tilfinningar, búnir að vera erfiðir dagar,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, Noregsmeistari í knattspyrnu, og Grindvíkingur í húð og hár í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Ingibjörg og stöllur hennar í Vålerenga eru Noregsmeistarar þó enn sé ein umferð eftir af mótinu. Vålerenga og Rosenborg, liðið sem er í öðru sæti, mætast í lokaumferðinni en þar sem það er fjögurra stiga munur þá er Vålerenga nú þegar orðið meistari. Undanfarnir dagar hafa verið einkar erfiðir fyrir Ingibjörgu en hún er uppalin í Grindavík og á bæði fjölskyldu og vini sem hafa þurft að flýja bæjarfélagið vegna jarðskjálftanna og möguleikanum á að það gæti farið að gjósa. Hvað fótboltann varðar þá var hin 26 ára gamla Ingibjörg gerð að fyrirliða Vålerenga fyrr á þessu ári og þá hefur hún raðað inn mörkum á leiktíðinni. Þó hlutirnir í heimabænum séu langt frá því eins og best verður á kosið þá gaf hún sér samt tíma til að tala um þetta magnaða tímabil sem er að baki. Titillinn var tryggður eftir að Vålerenga vann Stabæk en á sama tíma gerði Rosenborg jafntefli við Lilleström. Þeim leik lauk eftir að flautað hafði verið til leiksloka hjá Ingibjörgum og stöllum, því voru þær allar út á velli að fylgjast með gangi mála. „Mjög skemmtilegt augnablik, maður mun seint gleyma þessu. Vorum líka ekkert að undirbúa okkur undir að við gætum unnið þetta. Maður kláraði leikinn, var ánægð að við unnum og svo náði maður ekkert að lesa á fólki hvað væri að gerast eða hverju við værum að bíða eftir þangað til þetta kom allt í einu upp á skjáinn.“ „Þetta er extra sérstakt, að vera í svona stóru hlutverki og tók fyrirliðahlutverkið mjög alvarlega þegar ég fékk traustið. Viðurkenni að þetta er búið að vera mikið stress og hef sett mjög háar kröfur á sjálfa mig, eins og ég geri yfirleitt svo þetta var mjög sætt.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið hörðum höndum að lengi að og það þarf að fagna því,“ sagði Ingibjörg einnig. Kaptein Inga! pic.twitter.com/sGuR7XOWQz— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) November 12, 2023 Tímabilið hjá Ingibjörgu og Vålerenga er hvergi nærri búið en liðið mætir Rosenborg bæði í lokaumferð deildarinnar sem og í bikarúrslitum þann 25. nóvember. „Mjög spennandi vikur fram undan. Spilum tvo leiki við Rosenborg og það eru alltaf hörkuleikir, það er alvöru rígur á milli liðanna. Verður gaman að mæta á þeirra heimavöll um næstu helgi og vera með titilinn nú þegar. Þetta er mikilvægur leikur fyrir Rosenborg því þær þurfa að vinna okkur til að ná Meistaradeildarsæti þannig það er mikið undir.“ „Svo eru bikarúrslitin í Noregi stór veisla, mikið lagt í þetta og þetta er risastór leikur. Er mjög þakklát að geta tekið þátt í honum,“ sagði Ingibjörg að lokum. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Ingibjörg og stöllur hennar í Vålerenga eru Noregsmeistarar þó enn sé ein umferð eftir af mótinu. Vålerenga og Rosenborg, liðið sem er í öðru sæti, mætast í lokaumferðinni en þar sem það er fjögurra stiga munur þá er Vålerenga nú þegar orðið meistari. Undanfarnir dagar hafa verið einkar erfiðir fyrir Ingibjörgu en hún er uppalin í Grindavík og á bæði fjölskyldu og vini sem hafa þurft að flýja bæjarfélagið vegna jarðskjálftanna og möguleikanum á að það gæti farið að gjósa. Hvað fótboltann varðar þá var hin 26 ára gamla Ingibjörg gerð að fyrirliða Vålerenga fyrr á þessu ári og þá hefur hún raðað inn mörkum á leiktíðinni. Þó hlutirnir í heimabænum séu langt frá því eins og best verður á kosið þá gaf hún sér samt tíma til að tala um þetta magnaða tímabil sem er að baki. Titillinn var tryggður eftir að Vålerenga vann Stabæk en á sama tíma gerði Rosenborg jafntefli við Lilleström. Þeim leik lauk eftir að flautað hafði verið til leiksloka hjá Ingibjörgum og stöllum, því voru þær allar út á velli að fylgjast með gangi mála. „Mjög skemmtilegt augnablik, maður mun seint gleyma þessu. Vorum líka ekkert að undirbúa okkur undir að við gætum unnið þetta. Maður kláraði leikinn, var ánægð að við unnum og svo náði maður ekkert að lesa á fólki hvað væri að gerast eða hverju við værum að bíða eftir þangað til þetta kom allt í einu upp á skjáinn.“ „Þetta er extra sérstakt, að vera í svona stóru hlutverki og tók fyrirliðahlutverkið mjög alvarlega þegar ég fékk traustið. Viðurkenni að þetta er búið að vera mikið stress og hef sett mjög háar kröfur á sjálfa mig, eins og ég geri yfirleitt svo þetta var mjög sætt.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið hörðum höndum að lengi að og það þarf að fagna því,“ sagði Ingibjörg einnig. Kaptein Inga! pic.twitter.com/sGuR7XOWQz— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) November 12, 2023 Tímabilið hjá Ingibjörgu og Vålerenga er hvergi nærri búið en liðið mætir Rosenborg bæði í lokaumferð deildarinnar sem og í bikarúrslitum þann 25. nóvember. „Mjög spennandi vikur fram undan. Spilum tvo leiki við Rosenborg og það eru alltaf hörkuleikir, það er alvöru rígur á milli liðanna. Verður gaman að mæta á þeirra heimavöll um næstu helgi og vera með titilinn nú þegar. Þetta er mikilvægur leikur fyrir Rosenborg því þær þurfa að vinna okkur til að ná Meistaradeildarsæti þannig það er mikið undir.“ „Svo eru bikarúrslitin í Noregi stór veisla, mikið lagt í þetta og þetta er risastór leikur. Er mjög þakklát að geta tekið þátt í honum,“ sagði Ingibjörg að lokum.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti