Firring Margrét Kristín Blöndal skrifar 14. nóvember 2023 07:00 Jódís Skúladóttir þingmaður skrifar í Vísi þann 11. nóvember pistil sem ber yfirskriftina "Keisaraskurður án deyfingar". Jódís hefur pistilinn á að minnast á "Þær hryllilegu árásir sem við horfum upp á dag eftir dag" og "fylla okkur viðbjóði og vanmætti”. Hún bendir á blóðsúthellingar saklauss fólks "í sjálfhverfum byssuleik valdamikilla karla sem enga ábyrgð taka á gjörðum sínum og skella skollaeyrum við ákalli alþjóðasamfélagsins um vopnahlé”. Í kjölfarið rekur hún svo stöðu kvenna og barna í stríðum, nefnir dæmi um hryllilegar afleiðingar þeirra. Hún minnir okkur réttilega á að sofna aldrei á verðinum þegar kemur að réttindum kvenna bæði í stríði og friði og vekur því næst athygli á ráðstefnu kvenleiðtoga í Reykjavík, Reykjavik Global Forum, sem einmitt lýkur í dag. Jódís segist í pistlinum leggja allt sitt traust á "að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum verði tekin á dagskrá". Í niðurlagi pistilsins lýsir svo Jódís Skúladóttir yfir eftirfarandi skoðun sinni þegar hún segir: "Við Íslendingar eigum sterkasta kvenleiðtoga heims, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem með orðum sínum og gjörðum hefur talað fyrir kvenfrelsi og friði á heimsvísu um árabil.” Það var hér, sem mig setti hljóða. Ekki bara vegna upphafningarinnar eða dýrkunnarbragsins, heldur samhengisins sem þessi setning var sett í og nú vil ég rétt stikla á stóru um ástæðurnar; Katrín Jakobsdóttir sem Jódís fullyrðir að sé “sterkasti kvenleiðtogi heims” lýsti yfir stuðningi við Ísraelsstjórn fyrir hönd íslensku þjóðarinnar þegar þjóðarmorð Ísraelsstjórnar á Palestínsku þjóðinni var sett í fluggír fyrir meira en mánuði síðan. Katrín Jakobsdóttir sá ekki ástæðu til að bregðast við með nokkrum öðrum hætti en þeim, í HEILAN MÁNUÐ á meðan ellefu þúsund manns, konum og börnum var slátrað í beinni útsendingu. Bar það vott um kvenleiðtogastyrk að mati Jódísar? Katrín Jakobsdóttir og ríkistjórn hennar sá hins vegar ástæðu til að gefa Palestínsku þjóðinni og ríkjandi martröð fyrir botni Miðjarðarhafsins "löngutöng", þegar palestínskri einstæðri móður með átta börn, sem sum voru alvarlega veik, var fleygt úr landi eins og hverju öðru rusli, allslausum! Bar það vott um kvenleiðtogastyrk að mati Jódísar? Það var líka “sterkasti kvenleiðtogi heims”, Katrín Jakobsdóttir sem skipaði óhæfan fjármálaráðherra (sem hafði hundskast úr embætti með skömm) utanríkisráðherra, þegar hún hafði nýlokið við að lýsa yfir botnlausri virðingu sinni á honum fyrir afsögnina og það var títtnefnd “sterkasti kvenleiðtogi heims” sem sagði ekki orð þegar sá sami vanhæfi ráðherra hennar og vinur, varð þjóðinni til ævarandi skammar með hinni viðfrægu setningu “Sagðirðu árás?” og niðurlægði þar með fórnarlömb viðurstyggilegrar sprengjuárásar Ísraelshers á flóttamannabúðir og sína eigin þjóð í leiðinni svo það verður í minnum haft um ókomna tíð. Það var “sterkasti kvenleiðtogi heims” Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sem skellti skollaeyrum við háværum kröfum íslensks almennings um að fordæma þjóðarmorðið á meðan lífið var murrkað úr fimm þúsund börnum. Hávaðinn frá almenningi á götum Reykjavíkur náði ekki eyrum “sterkasta kvenleiðtoga heims” fyrr en ellefu þúsund manneskjur höfðu verið drepnar í einum rykk. Þá fyrst urðu kvenleiðtoginn og hennar ríkisstjórnin nægilega pirruð ofan í vínarbrauðið sitt. Nógu pirruð til þess að þykja það tilraunarinnar virði að þagga niðri í skrílnum svo skapaðist vinnufriður aftur, við að arðræna heimilin í landinu. Þá fyrst hnoðaði “sterkasti kvenleiðtogi heims” og hennar ríkisstjórn saman í eina aumingjalega ályktun sem var svo troðið ofan í Utanríkismálanefnd sem vafalaust svelgdist vel á þegar litið er til hverjir þar sitja og formaðurinn, Diljá Mist sem frá upphafi hryllingsins hafði talað hátt og skýrt fyrir stuðningi við morðóða stríðsglæpastjórn Netanyahoos og hafði lýst fyrirlitningu sinni á tjáningafrelsinu með sínum einstaka “skilningi á að stjórnvöld í Evrópu bönnuðu mótmæli til stuðnings Palestínu.” var skikkuð til að kyngja lyddulegri ályktunninni. Þessi “sterkasti kvenleiðtogi heims” hefur þó ekki enn látið fylgja ályktuninni eftir eins og vera ber. Vonandi hefur “sterkasti kvenleiðtogi heims” ekki valdið Jódísi Skúladóttur vonbrigðum á ráðstefnu kvenleiðtoganna í Reykjavík, þar sem þær, í krafti valds síns, auðs og grímulausra forréttinda, hafa hafið sig upp í akkorði á kostnað hinna stríðshrjáðu og fátæku kvenna í heiminum sem þær elska að aumingjavæða og “rétta hjálparhönd” í orði en fótumtroða réttindi þeirra á borði. Það þarf veruleikafirringu af trylltustu sort til að tengja það við baráttu eða tali “fyrir kvenfrelsi og friði á heimsvísu”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Vinstri græn Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Jódís Skúladóttir þingmaður skrifar í Vísi þann 11. nóvember pistil sem ber yfirskriftina "Keisaraskurður án deyfingar". Jódís hefur pistilinn á að minnast á "Þær hryllilegu árásir sem við horfum upp á dag eftir dag" og "fylla okkur viðbjóði og vanmætti”. Hún bendir á blóðsúthellingar saklauss fólks "í sjálfhverfum byssuleik valdamikilla karla sem enga ábyrgð taka á gjörðum sínum og skella skollaeyrum við ákalli alþjóðasamfélagsins um vopnahlé”. Í kjölfarið rekur hún svo stöðu kvenna og barna í stríðum, nefnir dæmi um hryllilegar afleiðingar þeirra. Hún minnir okkur réttilega á að sofna aldrei á verðinum þegar kemur að réttindum kvenna bæði í stríði og friði og vekur því næst athygli á ráðstefnu kvenleiðtoga í Reykjavík, Reykjavik Global Forum, sem einmitt lýkur í dag. Jódís segist í pistlinum leggja allt sitt traust á "að staða kvenna á stríðshrjáðum svæðum verði tekin á dagskrá". Í niðurlagi pistilsins lýsir svo Jódís Skúladóttir yfir eftirfarandi skoðun sinni þegar hún segir: "Við Íslendingar eigum sterkasta kvenleiðtoga heims, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem með orðum sínum og gjörðum hefur talað fyrir kvenfrelsi og friði á heimsvísu um árabil.” Það var hér, sem mig setti hljóða. Ekki bara vegna upphafningarinnar eða dýrkunnarbragsins, heldur samhengisins sem þessi setning var sett í og nú vil ég rétt stikla á stóru um ástæðurnar; Katrín Jakobsdóttir sem Jódís fullyrðir að sé “sterkasti kvenleiðtogi heims” lýsti yfir stuðningi við Ísraelsstjórn fyrir hönd íslensku þjóðarinnar þegar þjóðarmorð Ísraelsstjórnar á Palestínsku þjóðinni var sett í fluggír fyrir meira en mánuði síðan. Katrín Jakobsdóttir sá ekki ástæðu til að bregðast við með nokkrum öðrum hætti en þeim, í HEILAN MÁNUÐ á meðan ellefu þúsund manns, konum og börnum var slátrað í beinni útsendingu. Bar það vott um kvenleiðtogastyrk að mati Jódísar? Katrín Jakobsdóttir og ríkistjórn hennar sá hins vegar ástæðu til að gefa Palestínsku þjóðinni og ríkjandi martröð fyrir botni Miðjarðarhafsins "löngutöng", þegar palestínskri einstæðri móður með átta börn, sem sum voru alvarlega veik, var fleygt úr landi eins og hverju öðru rusli, allslausum! Bar það vott um kvenleiðtogastyrk að mati Jódísar? Það var líka “sterkasti kvenleiðtogi heims”, Katrín Jakobsdóttir sem skipaði óhæfan fjármálaráðherra (sem hafði hundskast úr embætti með skömm) utanríkisráðherra, þegar hún hafði nýlokið við að lýsa yfir botnlausri virðingu sinni á honum fyrir afsögnina og það var títtnefnd “sterkasti kvenleiðtogi heims” sem sagði ekki orð þegar sá sami vanhæfi ráðherra hennar og vinur, varð þjóðinni til ævarandi skammar með hinni viðfrægu setningu “Sagðirðu árás?” og niðurlægði þar með fórnarlömb viðurstyggilegrar sprengjuárásar Ísraelshers á flóttamannabúðir og sína eigin þjóð í leiðinni svo það verður í minnum haft um ókomna tíð. Það var “sterkasti kvenleiðtogi heims” Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra sem skellti skollaeyrum við háværum kröfum íslensks almennings um að fordæma þjóðarmorðið á meðan lífið var murrkað úr fimm þúsund börnum. Hávaðinn frá almenningi á götum Reykjavíkur náði ekki eyrum “sterkasta kvenleiðtoga heims” fyrr en ellefu þúsund manneskjur höfðu verið drepnar í einum rykk. Þá fyrst urðu kvenleiðtoginn og hennar ríkisstjórnin nægilega pirruð ofan í vínarbrauðið sitt. Nógu pirruð til þess að þykja það tilraunarinnar virði að þagga niðri í skrílnum svo skapaðist vinnufriður aftur, við að arðræna heimilin í landinu. Þá fyrst hnoðaði “sterkasti kvenleiðtogi heims” og hennar ríkisstjórn saman í eina aumingjalega ályktun sem var svo troðið ofan í Utanríkismálanefnd sem vafalaust svelgdist vel á þegar litið er til hverjir þar sitja og formaðurinn, Diljá Mist sem frá upphafi hryllingsins hafði talað hátt og skýrt fyrir stuðningi við morðóða stríðsglæpastjórn Netanyahoos og hafði lýst fyrirlitningu sinni á tjáningafrelsinu með sínum einstaka “skilningi á að stjórnvöld í Evrópu bönnuðu mótmæli til stuðnings Palestínu.” var skikkuð til að kyngja lyddulegri ályktunninni. Þessi “sterkasti kvenleiðtogi heims” hefur þó ekki enn látið fylgja ályktuninni eftir eins og vera ber. Vonandi hefur “sterkasti kvenleiðtogi heims” ekki valdið Jódísi Skúladóttur vonbrigðum á ráðstefnu kvenleiðtoganna í Reykjavík, þar sem þær, í krafti valds síns, auðs og grímulausra forréttinda, hafa hafið sig upp í akkorði á kostnað hinna stríðshrjáðu og fátæku kvenna í heiminum sem þær elska að aumingjavæða og “rétta hjálparhönd” í orði en fótumtroða réttindi þeirra á borði. Það þarf veruleikafirringu af trylltustu sort til að tengja það við baráttu eða tali “fyrir kvenfrelsi og friði á heimsvísu”.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun