Sex þúsund „skátar“, sextíu starfsmenn og blóðið rennur Sveinn Guðmundsson skrifar 14. nóvember 2023 12:01 Um þessar mundir eru liðin sjötíu ár frá því að Blóðbankinn hóf formlega starfsemi sína. Fram að þeim tíma voru blóðgjafir skipulagðar af skátahreyfingunni. Blóðgjafi lagðist þá á bekk við hliðina á skurðarborðinu og blóðið rann beint til sjúklingsins. Þessari aðferð var reyndar beitt á afskekktari svæðum langt fram eftir öldinni og þótt gallar hennar hafi verið margir þá átti hún sér einn kost, sem þó er léttvægur í samhengi hlutanna; að blóðgjafi sá með eigin augum gagnsemi blóðgjafar sinnar. Í dag mæta blóðgjafar í húsnæði Blóðbankans á Snorrabraut eða Glerártorgi – eða í Blóðbankabílinn sem Rauði krossinn fjármagnaði í upphafi aldarinnar – og gefa blóð sem er síðan flokkað niður í blóðhluta og getur nýst allt að þremur sjúklingum. Blóðgjafarnir eru um sex þúsund talsins; þeim hefur því fjölgað mikið „skátunum“ sem gera nútíma heilbrigðisþjónustu mögulega með óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi sínu. Hvort sem litið er til krabbameinsmeðferðar eða meðferðar blóðsjúkdóma, skurðlækninga eða slysa, fæðinga eða nýburalækninga, þá er notkun blóðhluta einn af hornsteinum árangursríkar meðferðar og getur oft skilið milli lífs og dauða. Við sem samfélag eigum því blóðgjöfum mikið að þakka, því hvert og eitt okkar veit aldrei hvort og þá hvenær það gæti þurft á blóðhluta að halda. Sívaxandi starfsemi Þegar Blóðbankinn var stofnaður störfuðu þar fimm einstaklingar. Í dag erum við um sextíu og tilheyrum ólíkum fagstéttum. Okkar á meðal er fagfólk með gríðarlega sérþekkingu á vandasömum störfum á sviði læknisfræði, hjúkrunar, lífeindafræði, líffræði, starfsfólk sem sendir skilaboð til blóðgjafa, tryggir að nóg sé til af kexi og nasli og skipuleggur blóðsöfnun víða um land. Saman myndum við keðju sem má engan hlekk missa. Því okkar hlutverk er að tryggja öryggi blóðgjafanna, gæði blóðhlutanna, gæðaeftirlit, góða þjónustu og fagmennsku í hvívetna. Auk blóðsöfnunar sinnum við meðal annars blóðhlutavinnslu og afgreiðslu blóðhluta, ásamt því að veita mikilvæga þjónustu á sviði vefjaflokkunar fyrir þega og gjafa vegna líffæraígræðslu og þjónustu sem tengist blóðmyndandi stofnfrumumeðferð. Við störfum eftir ströngum gæðastöðlum en Blóðbankinn var brautryðjandi í gæðavottaðri heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hefur verið með alþjóðlega ISO-9001-gæðavottun sinnar starfsemi frá árinu 2000. Mikilvægi Blóðbankans mun síst fara minnkandi á komandi árum. Með fólksfjölgun, hækkandi meðalaldri og gróskumikilli ferðaþjónustu eykst þörf fyrir blóðhluta í heilbrigðisþjónustu. Við þurfum því öll að leggjast á árarnar: heilbrigðisyfirvöld með framsækinni stefnumótun sem miðar að því að tryggja endurnýjun blóðgjafa, hið ómetanlega Blóðgjafafélag og blóðgjafar með sínu óeigingjarna starfi og síðan við í Blóðbankanum og á Landspítala sem berum ábyrgð á blóðbankaþjónustunni. Þakklæti til blóðgjafa Í dag hugsum við fyrst og fremst til allra þeirra sem notið hafa góðs af blóðbankaþjónustunni og þeirra sem gera hana mögulega. Þessi stóri skari Íslendinga og aðfluttra Íslendinga sem leggja frá sér skóflu, haka, blýant, tölvu, bók, ryksugu eða önnur verk og leggja leið sína í Blóðbankann til að gefa blóð. Þau liggja ekki við hlið þeirra sem njóta góðs af, en gefa engu að síður og bjarga þannig lífum fólks sem þau vita engin deili á. Þetta eru hetjur hvunndagsins, sjálfboðaliðar sem eru einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Við fögnum í Blóðbankanum og þökkum öllu því framsækna fólki sem hefur átt þátt í stofnun og rekstri Blóðbankans í sjötíu ár. Til hamingju með daginn! Höfundur er yfirlæknir Blóðbankans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðgjöf Heilbrigðismál Landsbankinn Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru liðin sjötíu ár frá því að Blóðbankinn hóf formlega starfsemi sína. Fram að þeim tíma voru blóðgjafir skipulagðar af skátahreyfingunni. Blóðgjafi lagðist þá á bekk við hliðina á skurðarborðinu og blóðið rann beint til sjúklingsins. Þessari aðferð var reyndar beitt á afskekktari svæðum langt fram eftir öldinni og þótt gallar hennar hafi verið margir þá átti hún sér einn kost, sem þó er léttvægur í samhengi hlutanna; að blóðgjafi sá með eigin augum gagnsemi blóðgjafar sinnar. Í dag mæta blóðgjafar í húsnæði Blóðbankans á Snorrabraut eða Glerártorgi – eða í Blóðbankabílinn sem Rauði krossinn fjármagnaði í upphafi aldarinnar – og gefa blóð sem er síðan flokkað niður í blóðhluta og getur nýst allt að þremur sjúklingum. Blóðgjafarnir eru um sex þúsund talsins; þeim hefur því fjölgað mikið „skátunum“ sem gera nútíma heilbrigðisþjónustu mögulega með óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi sínu. Hvort sem litið er til krabbameinsmeðferðar eða meðferðar blóðsjúkdóma, skurðlækninga eða slysa, fæðinga eða nýburalækninga, þá er notkun blóðhluta einn af hornsteinum árangursríkar meðferðar og getur oft skilið milli lífs og dauða. Við sem samfélag eigum því blóðgjöfum mikið að þakka, því hvert og eitt okkar veit aldrei hvort og þá hvenær það gæti þurft á blóðhluta að halda. Sívaxandi starfsemi Þegar Blóðbankinn var stofnaður störfuðu þar fimm einstaklingar. Í dag erum við um sextíu og tilheyrum ólíkum fagstéttum. Okkar á meðal er fagfólk með gríðarlega sérþekkingu á vandasömum störfum á sviði læknisfræði, hjúkrunar, lífeindafræði, líffræði, starfsfólk sem sendir skilaboð til blóðgjafa, tryggir að nóg sé til af kexi og nasli og skipuleggur blóðsöfnun víða um land. Saman myndum við keðju sem má engan hlekk missa. Því okkar hlutverk er að tryggja öryggi blóðgjafanna, gæði blóðhlutanna, gæðaeftirlit, góða þjónustu og fagmennsku í hvívetna. Auk blóðsöfnunar sinnum við meðal annars blóðhlutavinnslu og afgreiðslu blóðhluta, ásamt því að veita mikilvæga þjónustu á sviði vefjaflokkunar fyrir þega og gjafa vegna líffæraígræðslu og þjónustu sem tengist blóðmyndandi stofnfrumumeðferð. Við störfum eftir ströngum gæðastöðlum en Blóðbankinn var brautryðjandi í gæðavottaðri heilbrigðisþjónustu á Íslandi og hefur verið með alþjóðlega ISO-9001-gæðavottun sinnar starfsemi frá árinu 2000. Mikilvægi Blóðbankans mun síst fara minnkandi á komandi árum. Með fólksfjölgun, hækkandi meðalaldri og gróskumikilli ferðaþjónustu eykst þörf fyrir blóðhluta í heilbrigðisþjónustu. Við þurfum því öll að leggjast á árarnar: heilbrigðisyfirvöld með framsækinni stefnumótun sem miðar að því að tryggja endurnýjun blóðgjafa, hið ómetanlega Blóðgjafafélag og blóðgjafar með sínu óeigingjarna starfi og síðan við í Blóðbankanum og á Landspítala sem berum ábyrgð á blóðbankaþjónustunni. Þakklæti til blóðgjafa Í dag hugsum við fyrst og fremst til allra þeirra sem notið hafa góðs af blóðbankaþjónustunni og þeirra sem gera hana mögulega. Þessi stóri skari Íslendinga og aðfluttra Íslendinga sem leggja frá sér skóflu, haka, blýant, tölvu, bók, ryksugu eða önnur verk og leggja leið sína í Blóðbankann til að gefa blóð. Þau liggja ekki við hlið þeirra sem njóta góðs af, en gefa engu að síður og bjarga þannig lífum fólks sem þau vita engin deili á. Þetta eru hetjur hvunndagsins, sjálfboðaliðar sem eru einn af hornsteinum íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Við fögnum í Blóðbankanum og þökkum öllu því framsækna fólki sem hefur átt þátt í stofnun og rekstri Blóðbankans í sjötíu ár. Til hamingju með daginn! Höfundur er yfirlæknir Blóðbankans.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun