Afturför í viðhorfum til leiðtogakvenna en Ísland á toppnum Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2023 20:10 Michelle Harrison forstjóri rannsóknarfyrirtækisins Kantar í Bretlandi segir konur um allan heim geta lært mikið af baráttuaðferðum kvenna á Íslandi. Stöð 2/Einar Afturför hefur orðið í viðhorfi almennings til kvenna í leiðtoga- og stjórnunarstöðum á heimsvísu samkvæmt rannsókn sem unnin var fyrr Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík. Norðurlöndin og þá Ísland sérstaklega skera sig úr í jákvæðum viðhorfum til kvenna í leiðtogastörfum. Sjötta heimsþingi leiðtogakvenna lauk í Hörpu nú síðdegis. Á þinginu voru kynntar niðurstöður rannsóknar á viðhorfum almennings í fjölda ríkja til kvenna í leiðtogastörfum, eða Reykjavík Index. Michelle Harrison forstjóri Kantar í Bretlandi sem vinnur rannsóknina segir sláandi mun á viðhorfunum á Norðurlöndunum annars vegar og í G7 ríkjunum hins vegar. Michelle Harrison segir sláandi að viðhorfum ungsfólks innan G7 ríkjanna til kvenna í leiðtogastörfum fari hnignandi.Stöð 2/Einar „Þannig að þetta er þversagnarkennd niðurstaða. Í G7 ríkjunum fer ástandið hnignandi. Þar fara fordómar gagnvart konum í leiðtogastörfum vaxandi," segir Harrison. Af hundrað stigum mögulegum trónir Ísland efst með 89 stig og hin Norðurlöndin eru ekki langt undan. En lægst mælast Ítalía, Þýskaland og Bandaríkin með 66 til 68 stig. Harrison segir fordómana sérstaklega vera að aukast á meðal ungs fólks sem væri mikil vonbrigði. Hér sést munurinn á viðhorfum fólks milli landa til kvenna í leiðtogastörfum. Ísland skorar 89 stig af 100 mögulegum. Ítalía er neðst með 66 stig.Kantar UK „Ungt fólk í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada og raunar þvert yfir G7 ríkin styðja jafnrétti kynjanna til leiðtogastarfa minna en foreldrar þeirra. Sláandi staðreynd," segir Harrison. Skýringanna mætti leita á nokkrum stöðum eins og efnahagsþrengingum, vexti populisma og hvernig samfélagsmiðlar miðuðu skilaboðum til ungs fólks. Ríki heims gætu margt lært af þróun mála á Íslandi, þar sem mikið hefði áunnist en konur teldu samt hægt að gera meira. „Það sem við lærum að þessu er að sagan mun ekki sjá um þetta af sjálfri sér. Við verðum að vinna að þessum málum á hverjum degi. Og íslenskar konur veita okkur innblástur í þessum efnum," segir Harrison. Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi borgarstjóri og ráðherra átti veg og vanda að stofnun Heimsþings leiðtogakvenna sem nú var haldið í sjötta sinn í Hörpu.Stöð 2/Sigurjón Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi borgarstjóri og ráðherra sem var aðaldriffjöðrin í stofnun heimsþingsins, sem að þessu sinni var haldið undir kjörorðunum aðgerðir og lausnir, er ánægð með þingið. „Það er búið að ganga ótrúlega vel að eiga þetta samtal við 500 konur hér. Við lögðum áherslu á aðgerðir og lausnir og mér finnst það vera að skila sér í því að við erum komin miklu lengra í samtalinu en bara í gær. Og það er mikil ánægja hjá gestunum að við séum raunverulega að nálgast það þannig og bjóða upp á leiðir og lausnir sem hafa virkað hér á landi og munu vonandi virka annars staðar,” segir Hanna Birna. Viðtalið við Michelle Harrison má sjá í heild sinni á spilaranum hér fyrir neðan: Heimsþing kvenleiðtoga Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. 13. nóvember 2023 19:38 Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29 Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 13. nóvember 2023 09:34 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Sjötta heimsþingi leiðtogakvenna lauk í Hörpu nú síðdegis. Á þinginu voru kynntar niðurstöður rannsóknar á viðhorfum almennings í fjölda ríkja til kvenna í leiðtogastörfum, eða Reykjavík Index. Michelle Harrison forstjóri Kantar í Bretlandi sem vinnur rannsóknina segir sláandi mun á viðhorfunum á Norðurlöndunum annars vegar og í G7 ríkjunum hins vegar. Michelle Harrison segir sláandi að viðhorfum ungsfólks innan G7 ríkjanna til kvenna í leiðtogastörfum fari hnignandi.Stöð 2/Einar „Þannig að þetta er þversagnarkennd niðurstaða. Í G7 ríkjunum fer ástandið hnignandi. Þar fara fordómar gagnvart konum í leiðtogastörfum vaxandi," segir Harrison. Af hundrað stigum mögulegum trónir Ísland efst með 89 stig og hin Norðurlöndin eru ekki langt undan. En lægst mælast Ítalía, Þýskaland og Bandaríkin með 66 til 68 stig. Harrison segir fordómana sérstaklega vera að aukast á meðal ungs fólks sem væri mikil vonbrigði. Hér sést munurinn á viðhorfum fólks milli landa til kvenna í leiðtogastörfum. Ísland skorar 89 stig af 100 mögulegum. Ítalía er neðst með 66 stig.Kantar UK „Ungt fólk í Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada og raunar þvert yfir G7 ríkin styðja jafnrétti kynjanna til leiðtogastarfa minna en foreldrar þeirra. Sláandi staðreynd," segir Harrison. Skýringanna mætti leita á nokkrum stöðum eins og efnahagsþrengingum, vexti populisma og hvernig samfélagsmiðlar miðuðu skilaboðum til ungs fólks. Ríki heims gætu margt lært af þróun mála á Íslandi, þar sem mikið hefði áunnist en konur teldu samt hægt að gera meira. „Það sem við lærum að þessu er að sagan mun ekki sjá um þetta af sjálfri sér. Við verðum að vinna að þessum málum á hverjum degi. Og íslenskar konur veita okkur innblástur í þessum efnum," segir Harrison. Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi borgarstjóri og ráðherra átti veg og vanda að stofnun Heimsþings leiðtogakvenna sem nú var haldið í sjötta sinn í Hörpu.Stöð 2/Sigurjón Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi borgarstjóri og ráðherra sem var aðaldriffjöðrin í stofnun heimsþingsins, sem að þessu sinni var haldið undir kjörorðunum aðgerðir og lausnir, er ánægð með þingið. „Það er búið að ganga ótrúlega vel að eiga þetta samtal við 500 konur hér. Við lögðum áherslu á aðgerðir og lausnir og mér finnst það vera að skila sér í því að við erum komin miklu lengra í samtalinu en bara í gær. Og það er mikil ánægja hjá gestunum að við séum raunverulega að nálgast það þannig og bjóða upp á leiðir og lausnir sem hafa virkað hér á landi og munu vonandi virka annars staðar,” segir Hanna Birna. Viðtalið við Michelle Harrison má sjá í heild sinni á spilaranum hér fyrir neðan:
Heimsþing kvenleiðtoga Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. 13. nóvember 2023 19:38 Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29 Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 13. nóvember 2023 09:34 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Sjá meira
Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd með sláandi erindi á heimsþingi kvenleiðtoga í Reykjavík Heimsþing leiðtogakvenna hófst í Reykjavík í morgun undir kjörorðinu aðgerðir og lausnir. Kvikmyndaleikkonan Ashley Judd greindi frá sláandi reynslu sinni af kynferðisofbeldi allt frá unga aldri til Hollywood. Konan sem var sendiherra Afganistan í Bandaríkjunum segir konur þar enn berjast fyrir tilverurétt sínum. 13. nóvember 2023 19:38
Heimsþing kvenleiðtoga í Reykjavík horfir til aðgerða og lausna Rúmlega fimm hundruð kvenleiðtogar frá um áttatíu löndum taka þátt í sjötta Heimsþing kvenleiðtoga sem hófst í Hörpu í morgun. Fjöldi þekktra kvenna tekur þátt í þinginu, þeirra á meðal Ashley Judd kvikmyndaleikkona. Stjórnarformaður þingsins og stofnandi segir það snúast um aðgerðir og lausnir að þessu sinni. 13. nóvember 2023 11:29
Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Heimsþing kvenleiðtoga hefst í dag í Hörpu og taka yfir fimm hundruð kvenleiðtogar frá áttatíu löndum þátt í ár. Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er nú haldið í sjötta sinn í samstarfi Women Political Leaders (WPL), ríkisstjórn Íslands, Alþingi og með stuðningi fjölmargra íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari Heimsþings kvenleiðtoga. 13. nóvember 2023 09:34