Að Háma í sig pening Júlíus Viggó Ólafsson skrifar 15. nóvember 2023 14:00 Háma er allt of dýr. Það veit hver stúdent sem að hefur a) verslað í Hámu, og b) verslað í öðrum verslunum á Íslandi. Í kosningabaráttunni í vor gerði Vaka verðsamanburð á Hámu og Bakkanum, sjoppunni á Eyrarbakka. Bakkinn rekur sig á viðskiptum fólks sem mætir til þess að dæla sér dýrindis ÓB bensíni og stekkur inn til að kaupa sér kannski eina sykurlausa appelsín og Eitt sett. Til samanburðar hefur Háma tryggð viðskipti við þúsundir stúdenta á hverjum degi, er þar að auki ekki rekin í hagnaðarskyni og er undanþegin tekjuskatti og útsvari. Því kom það okkur verulega á óvart að það er töluvert dýrara að versla í Hámu en í sjoppunni á Eyrarbakka. Til samanburðar kostaði Nocco 370 krónur á Eyrarbakka en 415 krónur í Hámu, Hleðsla 315 krónur á Eyrarbakka en 435 krónur í Hámu og skyrdolla 290 krónur á Eyrarbakka en 375 krónur í Hámu. Maður spyr sig: Hvernig stendur eiginlega á þessu? Háma er rekin af Félagsstofnun stúdenta (FS) sem allir stúdentar Háskóla Íslands eiga aðild að, lögum samkvæmt. FS lýsir sér svohljóðandi á heimasíðu sinni: FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði stúdenta. Gildi FS eru: Góð þjónusta – Virk samvinna – Jákvæð upplifun – Markviss árangur. Við í Vöku vildum kanna af hverju í ósköpunum hin óhagnaðardrifna Háma væri svona rosalega dýr, svo við báðum um að fá ársreikninga FS í hendurnar til að rýna í tölurnar. Þá kom í ljós að FS aðskilur ekki rekstur sinn í ársreikningum sínum. FS er nefnilega í gríðarlega fjölbreyttum rekstri, en stofnunin rekur Stúdentagarða, Hámu, Bóksöluna (og Bókakaffið), Stúdentakjallarann, tvo leikskóla, Salatbarinn, Kaupfélag stúdenta (?) og Student Hostel (???). Í ársreikningum FS eru allar þessar mismunandi rekstrareiningar samandregnar í eitt. Hvað þýðir það? Það þýðir að tekjur og gjöld allra mismunandi rekstrareininga FS blandast saman í einn graut svo það er engin leið að greina í sundur hvað gengur vel og hvað gengur illa. Það gæti alveg eins verið peningatætari staðsettur inni í horni á skrifstofu FS sem tætir í sig 20% af öllum tekjum stofnunarinnar og við myndum engan veginn geta komist að því. Því lagði Vaka fram tillögu á stúdentaráðsfundi þann 19. október um að SHÍ myndi beita sér fyrir því að FS birti ársreikninga sína á vefsíðu sinni og að þeir væru sundurliðaðir eftir rekstrareiningum. Okkar skoðun er sú að þar sem stúdentar við HÍ eru lögum samkvæmt aðilar að FS þá eigi þeir rétt á að fá grunnupplýsingar um hvernig peningum þeirra er varið innan stofnunarinnar. Vinir okkar í Röskvu voru þó ekki sammála okkur. Þeir töldu slíkt gagnsæi ekki nauðsynlegt og vildu ekki að allir stúdentar hefðu aðgang að þessum upplýsingum. En gott og vel, Vaka vann að praktískri málamiðlun á fundinum. Vaka fékk það í gegn að SHÍ mun beita sér fyrir því að samandregnu ársreikningarnir verði birtir á heimasíðu FS, en að sundurliðaðir ársreikningar verði gerðir aðgengilegir stúdentaráðsliðum á skrifstofu SHÍ í pappírsformi. Það þýðir að þú sem almennur stúdent munt ekki hafa aðgang að þessum upplýsingum eins og Vaka vildi, en stúdentaráðsliðar geta samt komist í þær. Þetta er auðvitað ekki alveg gagnsæið sem Vaka fór fram á, en þó áfangasigur. Fulltrúar Vöku munu fylgja þessari samþykkt eftir og sjá til þess að þessir sundurliðuðu ársreikningarnir skili sér á skrifstofu SHÍ. Og þegar sundurliðaðir ársreikningar eru komnir á skrifstofu SHÍ munu fulltrúar Vöku liggja yfir þeim til þess að finna hvar vandamálin í rekstri FS kunna að vera og vinna áfram í áttina að bættum kjörum og þjónustu fyrir stúdenta. Því við vitum ekki nákvæmlega hvað er að, en við vitum að það er vissulega eitthvað að. Það þarf að endurskoða rekstur FS, og þar sem að FS er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun þá á hagræðing í rekstri hennar að skila sér beint í betri kjörum fyrir stúdenta, hvort sem það sé í formi lægri leigu á Stúdentagörðum, lægra verði í Hámu, betri þjónustu eða lægra verði annars staðar í þjónustu FS. Höfundur er meðlimur í stúdentaráði fyri Vöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Fjármál heimilisins Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Háma er allt of dýr. Það veit hver stúdent sem að hefur a) verslað í Hámu, og b) verslað í öðrum verslunum á Íslandi. Í kosningabaráttunni í vor gerði Vaka verðsamanburð á Hámu og Bakkanum, sjoppunni á Eyrarbakka. Bakkinn rekur sig á viðskiptum fólks sem mætir til þess að dæla sér dýrindis ÓB bensíni og stekkur inn til að kaupa sér kannski eina sykurlausa appelsín og Eitt sett. Til samanburðar hefur Háma tryggð viðskipti við þúsundir stúdenta á hverjum degi, er þar að auki ekki rekin í hagnaðarskyni og er undanþegin tekjuskatti og útsvari. Því kom það okkur verulega á óvart að það er töluvert dýrara að versla í Hámu en í sjoppunni á Eyrarbakka. Til samanburðar kostaði Nocco 370 krónur á Eyrarbakka en 415 krónur í Hámu, Hleðsla 315 krónur á Eyrarbakka en 435 krónur í Hámu og skyrdolla 290 krónur á Eyrarbakka en 375 krónur í Hámu. Maður spyr sig: Hvernig stendur eiginlega á þessu? Háma er rekin af Félagsstofnun stúdenta (FS) sem allir stúdentar Háskóla Íslands eiga aðild að, lögum samkvæmt. FS lýsir sér svohljóðandi á heimasíðu sinni: FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði stúdenta. Gildi FS eru: Góð þjónusta – Virk samvinna – Jákvæð upplifun – Markviss árangur. Við í Vöku vildum kanna af hverju í ósköpunum hin óhagnaðardrifna Háma væri svona rosalega dýr, svo við báðum um að fá ársreikninga FS í hendurnar til að rýna í tölurnar. Þá kom í ljós að FS aðskilur ekki rekstur sinn í ársreikningum sínum. FS er nefnilega í gríðarlega fjölbreyttum rekstri, en stofnunin rekur Stúdentagarða, Hámu, Bóksöluna (og Bókakaffið), Stúdentakjallarann, tvo leikskóla, Salatbarinn, Kaupfélag stúdenta (?) og Student Hostel (???). Í ársreikningum FS eru allar þessar mismunandi rekstrareiningar samandregnar í eitt. Hvað þýðir það? Það þýðir að tekjur og gjöld allra mismunandi rekstrareininga FS blandast saman í einn graut svo það er engin leið að greina í sundur hvað gengur vel og hvað gengur illa. Það gæti alveg eins verið peningatætari staðsettur inni í horni á skrifstofu FS sem tætir í sig 20% af öllum tekjum stofnunarinnar og við myndum engan veginn geta komist að því. Því lagði Vaka fram tillögu á stúdentaráðsfundi þann 19. október um að SHÍ myndi beita sér fyrir því að FS birti ársreikninga sína á vefsíðu sinni og að þeir væru sundurliðaðir eftir rekstrareiningum. Okkar skoðun er sú að þar sem stúdentar við HÍ eru lögum samkvæmt aðilar að FS þá eigi þeir rétt á að fá grunnupplýsingar um hvernig peningum þeirra er varið innan stofnunarinnar. Vinir okkar í Röskvu voru þó ekki sammála okkur. Þeir töldu slíkt gagnsæi ekki nauðsynlegt og vildu ekki að allir stúdentar hefðu aðgang að þessum upplýsingum. En gott og vel, Vaka vann að praktískri málamiðlun á fundinum. Vaka fékk það í gegn að SHÍ mun beita sér fyrir því að samandregnu ársreikningarnir verði birtir á heimasíðu FS, en að sundurliðaðir ársreikningar verði gerðir aðgengilegir stúdentaráðsliðum á skrifstofu SHÍ í pappírsformi. Það þýðir að þú sem almennur stúdent munt ekki hafa aðgang að þessum upplýsingum eins og Vaka vildi, en stúdentaráðsliðar geta samt komist í þær. Þetta er auðvitað ekki alveg gagnsæið sem Vaka fór fram á, en þó áfangasigur. Fulltrúar Vöku munu fylgja þessari samþykkt eftir og sjá til þess að þessir sundurliðuðu ársreikningarnir skili sér á skrifstofu SHÍ. Og þegar sundurliðaðir ársreikningar eru komnir á skrifstofu SHÍ munu fulltrúar Vöku liggja yfir þeim til þess að finna hvar vandamálin í rekstri FS kunna að vera og vinna áfram í áttina að bættum kjörum og þjónustu fyrir stúdenta. Því við vitum ekki nákvæmlega hvað er að, en við vitum að það er vissulega eitthvað að. Það þarf að endurskoða rekstur FS, og þar sem að FS er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun þá á hagræðing í rekstri hennar að skila sér beint í betri kjörum fyrir stúdenta, hvort sem það sé í formi lægri leigu á Stúdentagörðum, lægra verði í Hámu, betri þjónustu eða lægra verði annars staðar í þjónustu FS. Höfundur er meðlimur í stúdentaráði fyri Vöku.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun