Að eignast fyrirbura Steinunn Helga Sigurðardóttir skrifar 17. nóvember 2023 08:00 Þegar þú gengur með barn ertu með ákveðna hugmynd um hvernig meðgangan verður. Þú ert með mynd í huganum hvernig fæðingin verður og sérð jafnvel fyrir þér hvernig það verður að sitja heima með nýfætt barn á brjósti, sem er svo fallegt og hlýtt og lyktar svo vel. Hvað gerist þegar meðgangan endar ekki eins og þú hafðir ímyndað þér, en þú færð samt barn. Barn sem er alls ekki tilbúið. Þú gengur kannski aðeins rétt rúma hálfa meðgöngu, vonandi þó aðeins lengra, en svo gerist eitthvað og barnið þarf að komast út til að eiga möguleika til lífs. Allt sem þú hafðir ímyndað þér, brotnar og er horfið. Þú kemur inn í heim sem er algjörlega hulinn. Þú ert komin í veruleika sem er ekki mikið talað um, enda vill maður að enginn þurfi að upplifa þennan heim. Velkomin á Vökudeildina með litla fyrirburann þinn. Á Vökudeildinni er frábært starfsfólk sem tekur á móti þeim sem mættu alltof snemma í heiminn. Hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir þar sinna litlu krílunum og gæta þeirra rosalega vel og á faglegan hátt. En hvað með foreldrana? Starfsfólk Vökunar reyna að passa líka uppá brotna foreldrana og gera það mjög vel, en pínulitlu manneskjurnar eru alltaf í fyrsta sæti. Það er engin ein leið til takast á við að eiga fyrirbura. Þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir og við sem fullorðið fólk höfum misjafna færni til að takast á við þær áskoranir sem bíða á Vökudeildinni og þegar heim er komið. Það er mjög sárt og erfitt að sitja vikum saman og horfa á barnið sitt berjast, upplifa ólýsanlegt bjargarleysi á meðan aðrir hugsa að mestu um litla barnið þitt og þú ert á hliðarlínunni. En svo kemur hræðslan og allar aðrar tilfinningarnar, því þú vilt að aðrir hugsi um litlu manneskjuna þína, því þú kannt ekki að hugsa um barn sem er 4 merkur (1kg) með öndunarstuðning og allskonar tæki og tól. Árlega fæðast rúmlega 13 milljónir barna fyrir tímann, eða fyrir 37. viku meðgöngunnar, en það gerir um eitt af hverjum tíu fæddum börnum. Lífslíkur þeirra eru misjafnar eftir staðsetningu í heiminum og við á Íslandi erum svo heppin að búa að mjög góðri nýburagjörgæslu og lífslíkur því almennt góðar hérlendis. Það getur hver sem er eignast fyrirbura og í raun er ekki alltaf vitað hvað veldur því að barn drífur sig fyrr í heiminn. Oft er sýking, sjúkdómar eða aðrir utanaðkomandi valdar sem koma til, en oftast sitja foreldrar uppi með lítil svör og pínulitla mannveru í hitakassa. Það er eiginlega ómögulegt að taka saman og lýsa hvernig er að vera á Vökudeild, því það upplifir enginn það sama. Meðferðin fer eftir meðgöngulengd og það eru krílin sem stjórna, þau ráða ferðinni. Við hin fljótum bara með og reynum að fara ekki yfirum á meðan. Árlegur dagur fyrirbura er nú haldinn í 15. sinn til að auka vitund fólks á fyrirburafæðingum og þeim krefjandi verkefnum og hindrunum sem fyrirburarnir og foreldrar þeirra þurfa að takast á við. Margir sem fæðast of snemma lifa með ýmsar fatlanir, námsörðugleika, ADHD, skerta sjón, takmarkaða heyrn o.fl. Árið 2008 var stofnað Félag Fyrirburaforeldra á Íslandi sem nú er verið að blása lífi í til að standa við bakið á foreldrum sem þurfa að fara í gegnum þessa lífsreynslu með börnunum sínum. ”Þetta lagast, þetta mun batna, þetta verður allt í lagi”. Maður veit það. En það er ógerlegt að meðtaka þær upplýsingar á meðan þessu stendur. Til heiðurs allra fyrirbura á Íslandi sem eru sannkallaðar hetjur og foreldra þeirra, til hamingju með alþjóðlegan dag fyrirbura, 17. nóvember 2023. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrirburamóðir, eignaðist tvíbura eftir 28 vikna meðgöngu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar þú gengur með barn ertu með ákveðna hugmynd um hvernig meðgangan verður. Þú ert með mynd í huganum hvernig fæðingin verður og sérð jafnvel fyrir þér hvernig það verður að sitja heima með nýfætt barn á brjósti, sem er svo fallegt og hlýtt og lyktar svo vel. Hvað gerist þegar meðgangan endar ekki eins og þú hafðir ímyndað þér, en þú færð samt barn. Barn sem er alls ekki tilbúið. Þú gengur kannski aðeins rétt rúma hálfa meðgöngu, vonandi þó aðeins lengra, en svo gerist eitthvað og barnið þarf að komast út til að eiga möguleika til lífs. Allt sem þú hafðir ímyndað þér, brotnar og er horfið. Þú kemur inn í heim sem er algjörlega hulinn. Þú ert komin í veruleika sem er ekki mikið talað um, enda vill maður að enginn þurfi að upplifa þennan heim. Velkomin á Vökudeildina með litla fyrirburann þinn. Á Vökudeildinni er frábært starfsfólk sem tekur á móti þeim sem mættu alltof snemma í heiminn. Hjúkrunarfræðingarnir og læknarnir þar sinna litlu krílunum og gæta þeirra rosalega vel og á faglegan hátt. En hvað með foreldrana? Starfsfólk Vökunar reyna að passa líka uppá brotna foreldrana og gera það mjög vel, en pínulitlu manneskjurnar eru alltaf í fyrsta sæti. Það er engin ein leið til takast á við að eiga fyrirbura. Þeir eru misjafnir eins og þeir eru margir og við sem fullorðið fólk höfum misjafna færni til að takast á við þær áskoranir sem bíða á Vökudeildinni og þegar heim er komið. Það er mjög sárt og erfitt að sitja vikum saman og horfa á barnið sitt berjast, upplifa ólýsanlegt bjargarleysi á meðan aðrir hugsa að mestu um litla barnið þitt og þú ert á hliðarlínunni. En svo kemur hræðslan og allar aðrar tilfinningarnar, því þú vilt að aðrir hugsi um litlu manneskjuna þína, því þú kannt ekki að hugsa um barn sem er 4 merkur (1kg) með öndunarstuðning og allskonar tæki og tól. Árlega fæðast rúmlega 13 milljónir barna fyrir tímann, eða fyrir 37. viku meðgöngunnar, en það gerir um eitt af hverjum tíu fæddum börnum. Lífslíkur þeirra eru misjafnar eftir staðsetningu í heiminum og við á Íslandi erum svo heppin að búa að mjög góðri nýburagjörgæslu og lífslíkur því almennt góðar hérlendis. Það getur hver sem er eignast fyrirbura og í raun er ekki alltaf vitað hvað veldur því að barn drífur sig fyrr í heiminn. Oft er sýking, sjúkdómar eða aðrir utanaðkomandi valdar sem koma til, en oftast sitja foreldrar uppi með lítil svör og pínulitla mannveru í hitakassa. Það er eiginlega ómögulegt að taka saman og lýsa hvernig er að vera á Vökudeild, því það upplifir enginn það sama. Meðferðin fer eftir meðgöngulengd og það eru krílin sem stjórna, þau ráða ferðinni. Við hin fljótum bara með og reynum að fara ekki yfirum á meðan. Árlegur dagur fyrirbura er nú haldinn í 15. sinn til að auka vitund fólks á fyrirburafæðingum og þeim krefjandi verkefnum og hindrunum sem fyrirburarnir og foreldrar þeirra þurfa að takast á við. Margir sem fæðast of snemma lifa með ýmsar fatlanir, námsörðugleika, ADHD, skerta sjón, takmarkaða heyrn o.fl. Árið 2008 var stofnað Félag Fyrirburaforeldra á Íslandi sem nú er verið að blása lífi í til að standa við bakið á foreldrum sem þurfa að fara í gegnum þessa lífsreynslu með börnunum sínum. ”Þetta lagast, þetta mun batna, þetta verður allt í lagi”. Maður veit það. En það er ógerlegt að meðtaka þær upplýsingar á meðan þessu stendur. Til heiðurs allra fyrirbura á Íslandi sem eru sannkallaðar hetjur og foreldra þeirra, til hamingju með alþjóðlegan dag fyrirbura, 17. nóvember 2023. Höfundur er hjúkrunarfræðingur og fyrirburamóðir, eignaðist tvíbura eftir 28 vikna meðgöngu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun