Fjarnám sem valkostur = farsæld fyrir alla nemendur Björn Gísli Erlingsson skrifar 17. nóvember 2023 15:00 Fyrir stuttu var umfjöllun um menntamál í Kveik í ríkissjónvarpinu. Þar kom m.a. fram að íslenska skólakerfið hafi lítið þróast í gegnum árin. Nemendur sitja þétt saman í kennslustofunni, misjafnlega móttækir fyrir því sem kennarinn hefur fram að færa. Sumir virðast vera að hugsa um eitthvað allt annað og aðrir á nálum yfir því að þeir verði „teknir upp“ og látnir svara næstu spurningu. Umsjónarmanni Kveiks varð líka tíðrætt um áherslur á utanbókarlærdóm í skólum og að lítið hafi breyst öldum saman í þessum efnum. Ekki hefur rannsóknarteymi Kveiks farið víða að þessu sinni þar sem ekki var fjallað neitt um þær aðferðir sem kennarar eru að þróa út um allt land á borð við verkefnamiðað nám, leiðsagnarmat og nú að undanförnu eru kennarar að kynna sér gervigreind og hvernig hún mun breyta skólastarfi í nánustu framtíð. Þó eru jú blikur á lofti og nauðsynlegt að gera betur. Nýlegar tölur sýna Evrópumet Íslendinga í brottfalli drengja úr námi á aldrinum 18-24 ára. Drengir sem einmitt passa mögulega ekki nægilega vel inn í skólakerfið. Já, nemendahópurinn er misjafnlega samansettur. Það sem hentar einum, hentar öðrum ekki eins vel. Sem betur fer hefur mikið gerst á síðustu árum í átt til einstaklingsmiðaðrar kennslu, lokaprófum hefur fækkað og í staðinn komið áður nefnt verkefnamiðað nám og leiðsagnarnám þar sem vinna nemandans er í aðalhlutverki. Ein leið til að koma til móts við misjafnar þarfir nemenda er fjarnám. Þakklátir nemendur Það er fjölbreyttur hópur nemenda sem sækir fjarnám í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Á 25 ára ferli mínum sem kennari í ME hef ég kennt nemendum sem af ýmsum ástæðum kjósa fjarnám eða þurfa þess vegna ýmiskonar aðstæðna í lífi þeirra. Töluvert er um að nemendur sem eiga við veikindi að stríða, andleg sem líkamleg, sæki í fjarnám. Nýbakaðar ungar mæður sem eiga ekki heiman gengt, ungir íþróttamenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku út í heimi, aðrir koma fögum ekki inn í stundaskrá og taka því áfanga í fjarnámi til að seinka ekki útskrift, iðnaðarmenn sem vantar einn til tvo áfanga til að klára svo þeir sem passa ekki inn í „kassann“ að sitja á skólabekk. Þá er algengt að nemendur sem hrökkluðust úr námi snúi aftur með þessum möguleika. Það er gefandi að kenna þessu fólki og fá fullt af þökkum fyrir að bjóða upp á slíka kennslu. Með nýjustu kennsluforritum er hægt að halda uppi fjölbreyttri kennslu til þessa hóps. Það er einmitt það sem nemendur okkar hrósa okkur meðal annars fyrir, fjölbreytni í kennsluaðferðum í stað sjálfnáms með stóru lokaprófi eins og fjarnám áður var. Lengi hefur verið boðið upp á fjarnám við ME sem þýðir að við skólann starfar fólk sem hefur áratuga reynslu á þessu sviði og margir leggja mikinn metnað í kennsluna enda hefur orðspor skólans vegna þessa verið gott. Menntastefna = sparnaður Frá því að ég byrjaði að kenna hefur stefna stjórnvalda snúist um hvernig hægt sé að hagræða sem mest og spara í skólakerfinu en minna fer fyrir fjármagni í nýsköpun og þróun nýrra aðferða. Það má segja að helstu innspýtingar fjármagns inn í framhaldsskólakerfið sé fengið með verkföllum kennara sem hefur a.m.k. orðið til þess að þeir þurfa ekki að vinna aðra vinnu og getað nýtt krafta sína einvörðu í kennsluna. Fjármögnun fjarkennslu í framhaldsskólum snýst einmitt um þetta hvort ríkið viðurkenni gæði fjarnáms og farsæld líka fyrir þá nemendur sem passa ekki inn í „kassann“, skólastofuna. Skemmst er líka að minnast hvað allir rómuðu fjarnámið á tímum Covid-19 faraldursins og væri því ekki gagnlegt að halda áfram að þróa þá tækni sem menn kynntust þar? Fjarkennsla = fjarvinna => Byggðastefna Byggðastefna er fyrirbæri sem reglulega heyrist á meðal þingmanna á Alþingi að minnsta kosti rétt fyrir kosningar. Eitt sem talið er góð byggðastefna er að fjölga háskólamenntuðu fólki út á landi meðal annars með ýmiskonar fjarvinnu sem fólk getur unnið hvar sem er. Stytting náms til stúdentsprófs fyrir nokkrum árum var ein af þeim aðgerðum sem virkuðu í öfuga átt við þá stefnu. Nemendum fækkaði um u.þ.b. fjórðung í framhaldsskólum sem hafði fyrir vikið neikvæð áhrif á reksturinn. Skólastofur voru illa nýttar og erfitt varð að fylla upp í vinnuskyldu kennara. Í ME hefur tekist að halda í horfinu með því að bjóða upp á blöndu af stað- og fjarnámi. Flestir námshópar eru því blandaðir og jafnvel nokkrir kenndir alveg í fjarkennslu. Vandamálið við þetta er að ef vel á að vera kostar þetta meiri vinnu fyrir kennarann. Af hverju dýrara? Vandamálið við fjarnámið er að það kostar aukavinnu fyrir kennarann. Hann þarf að svara tölvupósti, gera sérstök verkefni sem henta fjarnemendum, setja upp fjarkennsluforrit, taka upp kennslumyndbönd og fleira. Nokkrir skólar hafa greitt kennurum sérstaklega fyrir þessa vinnu og með því þróað þessa frábæru leið til að koma til móts við nemendur og minnka brottfall úr námi. Árum saman hafa skólastjórnendur ME og kennarar talað yfir daufum eyrum stjórnmálamanna um að veita fjármagni til fjarkennslu. Allir sem heimsækja okkur eru mjög uppveðraðir yfir þeirri vinnu sem fram fer í þessum efnum en lítið virðist koma úr því. Nei, ríkið hefur þvert á móti dregið úr greiðslum vegna fjarnema um 30% þar sem þeir slíta ekki gólfum stofnunarinnar né eyða klósettpappír. Jú, þeir benda líka á að þessir nemendur þurfi ekki á annarri þjónustu að halda. Þjónustu á borð við námsráðgjöf, aðstoð vegna tölvumála og fl. Staðreyndin er samt allt önnur því talverður tími námsráðgjafa fer í mál fjarnema í ME og ófáir tímar kerfisstjóra fer í skráningu og vandamál vegna tölvumála fjarnemenda. Þá er sérstakur fjarnámsstjóri í (50-75% starfshlutfalli)? við skólann. Fjarnám sem farsæld nemenda Í þessari grein hef ég reynt að sýna fram á að fjarnám sé vaxandi valkostur fyrir fjölda nemenda sem af einhverjum ástæðum á erfitt með að sækja nám í staðnámi. Víða um land eru skólar sem hafa reynt að halda í horfinu eftir styttingu framhaldsskólans með því að bjóða upp á fjarnám til að halda í þann mannauð sem þar er. Það hljóta því allir að hagnast á því að stjórnvöld viðurkenni þessa þróunarvinnu skólanna og greiði fyrir það auka álag sem kennarar leggja á sig til að koma til móts við þennan nemendahóp. Um leið hlúa að þessum skólum á landsbyggðinni og auka menntun þjóðarinnar. Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu var umfjöllun um menntamál í Kveik í ríkissjónvarpinu. Þar kom m.a. fram að íslenska skólakerfið hafi lítið þróast í gegnum árin. Nemendur sitja þétt saman í kennslustofunni, misjafnlega móttækir fyrir því sem kennarinn hefur fram að færa. Sumir virðast vera að hugsa um eitthvað allt annað og aðrir á nálum yfir því að þeir verði „teknir upp“ og látnir svara næstu spurningu. Umsjónarmanni Kveiks varð líka tíðrætt um áherslur á utanbókarlærdóm í skólum og að lítið hafi breyst öldum saman í þessum efnum. Ekki hefur rannsóknarteymi Kveiks farið víða að þessu sinni þar sem ekki var fjallað neitt um þær aðferðir sem kennarar eru að þróa út um allt land á borð við verkefnamiðað nám, leiðsagnarmat og nú að undanförnu eru kennarar að kynna sér gervigreind og hvernig hún mun breyta skólastarfi í nánustu framtíð. Þó eru jú blikur á lofti og nauðsynlegt að gera betur. Nýlegar tölur sýna Evrópumet Íslendinga í brottfalli drengja úr námi á aldrinum 18-24 ára. Drengir sem einmitt passa mögulega ekki nægilega vel inn í skólakerfið. Já, nemendahópurinn er misjafnlega samansettur. Það sem hentar einum, hentar öðrum ekki eins vel. Sem betur fer hefur mikið gerst á síðustu árum í átt til einstaklingsmiðaðrar kennslu, lokaprófum hefur fækkað og í staðinn komið áður nefnt verkefnamiðað nám og leiðsagnarnám þar sem vinna nemandans er í aðalhlutverki. Ein leið til að koma til móts við misjafnar þarfir nemenda er fjarnám. Þakklátir nemendur Það er fjölbreyttur hópur nemenda sem sækir fjarnám í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Á 25 ára ferli mínum sem kennari í ME hef ég kennt nemendum sem af ýmsum ástæðum kjósa fjarnám eða þurfa þess vegna ýmiskonar aðstæðna í lífi þeirra. Töluvert er um að nemendur sem eiga við veikindi að stríða, andleg sem líkamleg, sæki í fjarnám. Nýbakaðar ungar mæður sem eiga ekki heiman gengt, ungir íþróttamenn sem eru að stíga sín fyrstu skref í atvinnumennsku út í heimi, aðrir koma fögum ekki inn í stundaskrá og taka því áfanga í fjarnámi til að seinka ekki útskrift, iðnaðarmenn sem vantar einn til tvo áfanga til að klára svo þeir sem passa ekki inn í „kassann“ að sitja á skólabekk. Þá er algengt að nemendur sem hrökkluðust úr námi snúi aftur með þessum möguleika. Það er gefandi að kenna þessu fólki og fá fullt af þökkum fyrir að bjóða upp á slíka kennslu. Með nýjustu kennsluforritum er hægt að halda uppi fjölbreyttri kennslu til þessa hóps. Það er einmitt það sem nemendur okkar hrósa okkur meðal annars fyrir, fjölbreytni í kennsluaðferðum í stað sjálfnáms með stóru lokaprófi eins og fjarnám áður var. Lengi hefur verið boðið upp á fjarnám við ME sem þýðir að við skólann starfar fólk sem hefur áratuga reynslu á þessu sviði og margir leggja mikinn metnað í kennsluna enda hefur orðspor skólans vegna þessa verið gott. Menntastefna = sparnaður Frá því að ég byrjaði að kenna hefur stefna stjórnvalda snúist um hvernig hægt sé að hagræða sem mest og spara í skólakerfinu en minna fer fyrir fjármagni í nýsköpun og þróun nýrra aðferða. Það má segja að helstu innspýtingar fjármagns inn í framhaldsskólakerfið sé fengið með verkföllum kennara sem hefur a.m.k. orðið til þess að þeir þurfa ekki að vinna aðra vinnu og getað nýtt krafta sína einvörðu í kennsluna. Fjármögnun fjarkennslu í framhaldsskólum snýst einmitt um þetta hvort ríkið viðurkenni gæði fjarnáms og farsæld líka fyrir þá nemendur sem passa ekki inn í „kassann“, skólastofuna. Skemmst er líka að minnast hvað allir rómuðu fjarnámið á tímum Covid-19 faraldursins og væri því ekki gagnlegt að halda áfram að þróa þá tækni sem menn kynntust þar? Fjarkennsla = fjarvinna => Byggðastefna Byggðastefna er fyrirbæri sem reglulega heyrist á meðal þingmanna á Alþingi að minnsta kosti rétt fyrir kosningar. Eitt sem talið er góð byggðastefna er að fjölga háskólamenntuðu fólki út á landi meðal annars með ýmiskonar fjarvinnu sem fólk getur unnið hvar sem er. Stytting náms til stúdentsprófs fyrir nokkrum árum var ein af þeim aðgerðum sem virkuðu í öfuga átt við þá stefnu. Nemendum fækkaði um u.þ.b. fjórðung í framhaldsskólum sem hafði fyrir vikið neikvæð áhrif á reksturinn. Skólastofur voru illa nýttar og erfitt varð að fylla upp í vinnuskyldu kennara. Í ME hefur tekist að halda í horfinu með því að bjóða upp á blöndu af stað- og fjarnámi. Flestir námshópar eru því blandaðir og jafnvel nokkrir kenndir alveg í fjarkennslu. Vandamálið við þetta er að ef vel á að vera kostar þetta meiri vinnu fyrir kennarann. Af hverju dýrara? Vandamálið við fjarnámið er að það kostar aukavinnu fyrir kennarann. Hann þarf að svara tölvupósti, gera sérstök verkefni sem henta fjarnemendum, setja upp fjarkennsluforrit, taka upp kennslumyndbönd og fleira. Nokkrir skólar hafa greitt kennurum sérstaklega fyrir þessa vinnu og með því þróað þessa frábæru leið til að koma til móts við nemendur og minnka brottfall úr námi. Árum saman hafa skólastjórnendur ME og kennarar talað yfir daufum eyrum stjórnmálamanna um að veita fjármagni til fjarkennslu. Allir sem heimsækja okkur eru mjög uppveðraðir yfir þeirri vinnu sem fram fer í þessum efnum en lítið virðist koma úr því. Nei, ríkið hefur þvert á móti dregið úr greiðslum vegna fjarnema um 30% þar sem þeir slíta ekki gólfum stofnunarinnar né eyða klósettpappír. Jú, þeir benda líka á að þessir nemendur þurfi ekki á annarri þjónustu að halda. Þjónustu á borð við námsráðgjöf, aðstoð vegna tölvumála og fl. Staðreyndin er samt allt önnur því talverður tími námsráðgjafa fer í mál fjarnema í ME og ófáir tímar kerfisstjóra fer í skráningu og vandamál vegna tölvumála fjarnemenda. Þá er sérstakur fjarnámsstjóri í (50-75% starfshlutfalli)? við skólann. Fjarnám sem farsæld nemenda Í þessari grein hef ég reynt að sýna fram á að fjarnám sé vaxandi valkostur fyrir fjölda nemenda sem af einhverjum ástæðum á erfitt með að sækja nám í staðnámi. Víða um land eru skólar sem hafa reynt að halda í horfinu eftir styttingu framhaldsskólans með því að bjóða upp á fjarnám til að halda í þann mannauð sem þar er. Það hljóta því allir að hagnast á því að stjórnvöld viðurkenni þessa þróunarvinnu skólanna og greiði fyrir það auka álag sem kennarar leggja á sig til að koma til móts við þennan nemendahóp. Um leið hlúa að þessum skólum á landsbyggðinni og auka menntun þjóðarinnar. Höfundur er framhaldsskólakennari.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun