Umfjöllun, viðtöl og myndir: Grindavík - Hamar 100-80 | Tvöfaldur Grindavíkursigur í Smáranum Smári Jökull Jónsson skrifar 18. nóvember 2023 18:40 Hart barist í Smáranum í dag. Vísir/Hulda Margrét Karlalið Grindavíkur mætti Hamri í seinni leik Grindavíkurtvíhöfðans í Smáranum í dag en fyrr í dag vann kvennalið Grindavíkur góðan sigur á Þór frá Akureyri. Grindvíkingar tóku afgerandi forskot eftir fyrsta leikhluta þar sem Hamarsmenn skoruðu aðeins tólf stig. Þá var svæðisvörn Hvergerðinga ekki að virka sem skyldi. Orkan í húsinu var mikil og leikmenn Grindavíkur nýttu sér hana vel. Hamarsmenn vöknuðu betur til lífsins í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 52-38 Grindavík í vil. Franck Kamgain skýtur að körfu Grindvíkinga en Ólafur Ólafsson verst.Vísir/Hulda Margrét Í síðari hálfleik komust Hamarsmenn í raun aldrei nálægt því að gera þetta að leik. Þeim tókst í nokkur skipti að koma muninum aðeins niður en Grindvíkingar svöruðu alltaf. Þegar Danero Thomas skoraði þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í níu stig í fjórða leikhluta svöruðu Grindvíkingar með 11-3 áhlaupi og kláruðu leiikinn. Á lokamínútunum skiptu bæði lið inn mönnum af bekknum og leikurinn fjaraði hægt og rólega út. Lokatölur 100-80 fyrir Grindavík sem náði þar með í tvo sigra í Smáranum í dag, bæði í Subway-deild karla og kvenna. Af hverju vann Grindavík? Einfalda svarið er að Grindavík er með meiri gæði í sínu liði en Hamar. Málið var hins vegar ekki svo einfalt í dag og í raun var ómögulegt að segja til um hvernig Grindvíkingar myndu mæta til leiks. Björn Ásgeir Ásgeirsson með boltann.Vísir/Hulda Margrét Þeir gerðu það hins vegar af myndarbrag. Stúkan var gul og blá og þrátt fyrir góða frammistöðu stuðningsmanna Hamars var tilfinningin sú að Suðurnesjamenn gætu ekki tapað með orkuna sem var í loftinu í Smáranum í dag. Þessir stóðu upp úr: DeAndre Kane var frábær í fyrri hálfleik og skoraði þá sextán stig. Hann var reyndar ansi nálægt því að fá tvær tæknivillur en Kristinn Óskarsson hefur líklega hugsað að þetta væri ekki dagurinn til að henda mönnum í sturtu fyrir tuð. Annars voru það margir sem lögðu í púkkið hjá Grindavík í dag. Dedrick Basile var góður að vanda, Ólafur skilaði sínu og Daniel Mortensen er ótrúlega seigur. DeAndre Kane reynir að koma boltanum yfir Ragnar Nathanaelsson.Vísir/Hulda Margrét Þá verður að minnast á Arnór Tristan Helgason. Drengurinn er 17 ára gamall og annan eins skemmtikraft hefur maður ekki séð í lengri tíma. Í dag tróð hann í tvígang þar sem hann greip boltannn í loftinu og tróð og á slík tilþrif verður að minnast á. Hvað gekk illa? Svæðisvörn Hamars gekk ekki vel í byrjun og í raun gekk fyrsti leikhlutinn illa hjá Hamri enda staðan að honum loknum 26-12. Skotin voru ekki að detta niður hjá Hamarsmönnum sem hittu frekar illa. Dedrick Basile með boltann en Björn Ásgeir Ásgerisson er til varnar.Vísir/Hulda Margrét Hvað gerist næst? Grindavík spilar næst Suðurnesjaslag við Keflavík. Leikurinn er heimaleikur Grindvíkinga en ekki hefur verið gefið út hvar leikurinn verður spilaður. Hamar mætir aftur í Smárann í næstu viku en í það skiptið verða það heimamenn í Blikum sem taka á móti þeim. Halldór: Held að örlögin hafi ekki verið með okkur í dag Halldór Karl Þórsson er þjálfari Hamars.Vísir/Hulda Margrét Halldór Þórsson þjálfari Hamars sagði að það hefði verið nokkuð augljóst að hans lið hafi verið nýbúið að ganga í gegnum breytingar. Liðið fékk Jalen Moore til liðs við sig á dögunum og sendi tvo erlenda leikmenn frá sér. „Stundum sýndum við kafla að þetta væri á réttri leið en síðan kemur hiksti í þetta sem ég held að sé eðlilegt miðað við að þetta er þriðji dagurinn eftir breytingarnar. Þeir sem hafa séð okkur áður sjá að þetta er allt annað sóknarlið núna. Miklu meiri hraði og miklu meira að keyra á körfuna,“ sagði Halldór í viðtali við Vísi eftir leik. Jalen Moore og Daniel Mortensen í baráttunni.Vísir/Hulda Margrét „Ég held að við höfum farið jafn mikið á vítalínuna og það sem við erum held ég búnir að fá allan veturinn. Þetta er allt annar taktur sem við þurfum að venjast og komast inn í. Síðan held ég að örlögin hafi ekki verið með okkur í dag. Við vorum að klikka á sniðskotum og fáum á okkur troðslur hinu megin. Auðvitað var þetta útaf lélegri vörn í hraðaupphlaupum en það hefður ekkert verið gígantískt vesen í dag. Síðan eru þeir að hitta spjaldið ofan í þrista og það var klárt mál að örlögin voru með Grindavík í dag.“ Hamarsmenn byrjuðu leikinn frekar illa og misstu Grindvíkinga fjórtán stig fram úr sér strax eftir fyrsta leikhlutann. „Við vorum að veðja á að byrja aðeins í svæði. Þeir eru með (Daniel) Mortensen í fimmunni sem er fjarki og Óli (Ólafur Ólafsson) þristur og þetta hentar okkur kannski ekkert sérstaklega vel. Svæðið virkaði ekki vel þarna í öðrum, virkaði aðeins í byrjun. Þeir mynduðu þennan mun í fyrsta leikhluta sem þeir héldu út leikinn.“ Franck Kamgain reynir að leika á DeAndre Kane.Vísir/Hulda Margrét „Við vorum ekki að hitta úr skotum og þeir síðan að refsa hinu megin. Þetta var jafn leikur eftir það. Við vorum alltaf að hóta að minnka muninn en þá kom þetta hikst sem ég talaði um. Menn eru að hlaupa nánast út í hvorn annan og við „speisum“ völlinn ekki rétt. Skotin duttu alls ekki með okkur í dag. Það var klárt mál að það var kominn nýr leikmaður inn sem tók mikið til sín. Svo endaði þetta þannig að við vorum búnir að vera að hóta, náum því ekki og þá brotnum við.“ Það var þéttsetinn bekkurinn í Smáranum í dag og mikil stemmning. Langflestir voru þar til að styðja Grindvíkinga en stuðningsmenn Hamars létu þó vel í sér heyra og sungu nánast allan tímann. „Það er ástæðan fyrir því að ég get haldið geðheilsunni að þeir séu að mæta og styðja við okkur og að fólk sé ennþá að styðja við okkur. Nú þurfum við að sjá hvernig við náum sigurleik og hvernig stemmningu við fáum þá. Þeir standa þvílíkt við bakið á okkur. Nú þurfum við að standa með þeim og koma með góða frammistöðu í næsta leik.“ Mortensen: Hefur fært okkur nær hver öðrum Daniel Mortensen er mikilvægur hlekkur í liði Grindavíkur.Vísir/Hulda Margrét Daniel Mortensen leikmaður Grindavíkur sagði að það hefði verið tilfinningaríkt að spila leikinn gegn Hamri í dag. „Þetta var frábært og það var gaman að spila. Þetta var tilfinningaríkt en magnað að spila fyrir framan allt þetta ótrúlega stuðningsfólk. Það var erfitt að byrja og tilfinningaríkt en skemmtilegt,“ sagði Mortensen í samtali við Vísi eftir leikinn í dag. Mortensen sagði atburði síðustu daga hafa styrkt liðið. „Ég held að þetta hafi fært okkur nær hver öðrum. Að vera þar fyrir hvern annan, hugsa um hvern annan og hjálpa ef einhver þarfnast einhvers sem tengist ekki körfuboltanum. Körfubolti er ekki það mikilvægasta en það er frábært að við gátum komið og spilað fyrir framan stuðnigsmenn og þeir skemmt sér vel.“ Mortensen skýtur að körfunni.Vísir/Hulda Margrét Kvennalið Grindavíkur mætti Þór frá Akureyri í Subway-deild kvenna áður en karlaliðið lék gegn Hamri. Stemmningin í Smáranum var frábær allan tímann og Daniel sagði að hann hafði viljað spila strax og kvennaleikurinn var búinn. „Þetta var mjög tilfinningaríkt með það í huga hvað allir eru að ganga í gegnum. Ég var hér á fyrri leiknum hjá kvennaliðinu. Ég var spenntur að spila og vildi bara byrja strax. Það var erfitt að bíða og undirbúa sig því ég vildi byrja strax. Það var frábært að komast af stað og ná í sigur,“ sagði Mortensen að lokum. Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir úr leiknum. Fleiri myndir frá magnaðri Grindavíkurstemmningu í Smáranum birtast hér á Vísi í fyrramálið. Jalen Moore lék sinn fyrsta leik fyrir Hamar í dag.Vísir/Hulda Margrét Jalen Moore og DeAndre Kane berjast.Vísir/Hulda Margrét Ragnar grípur boltann með tilþrifum.Vísir/Hulda Margrét DeAndre Kane átti eitthvað vantalað við Kristin Óskarsson á tímabili.Vísir/Hulda Margrét Vísir/Hulda Margrét Kane fékk sér pásu á bekknum til að ná sér niður.Vísir/Hulda Margrét Valur Orri Valsson með boltann.Vísir/Hulda Margrét Kristófer Breki Gylfason með knöttinn.Vísir/Hulda Margrét Subway-deild karla UMF Grindavík Hamar
Karlalið Grindavíkur mætti Hamri í seinni leik Grindavíkurtvíhöfðans í Smáranum í dag en fyrr í dag vann kvennalið Grindavíkur góðan sigur á Þór frá Akureyri. Grindvíkingar tóku afgerandi forskot eftir fyrsta leikhluta þar sem Hamarsmenn skoruðu aðeins tólf stig. Þá var svæðisvörn Hvergerðinga ekki að virka sem skyldi. Orkan í húsinu var mikil og leikmenn Grindavíkur nýttu sér hana vel. Hamarsmenn vöknuðu betur til lífsins í öðrum leikhluta en staðan í hálfleik var 52-38 Grindavík í vil. Franck Kamgain skýtur að körfu Grindvíkinga en Ólafur Ólafsson verst.Vísir/Hulda Margrét Í síðari hálfleik komust Hamarsmenn í raun aldrei nálægt því að gera þetta að leik. Þeim tókst í nokkur skipti að koma muninum aðeins niður en Grindvíkingar svöruðu alltaf. Þegar Danero Thomas skoraði þriggja stiga körfu og minnkaði muninn í níu stig í fjórða leikhluta svöruðu Grindvíkingar með 11-3 áhlaupi og kláruðu leiikinn. Á lokamínútunum skiptu bæði lið inn mönnum af bekknum og leikurinn fjaraði hægt og rólega út. Lokatölur 100-80 fyrir Grindavík sem náði þar með í tvo sigra í Smáranum í dag, bæði í Subway-deild karla og kvenna. Af hverju vann Grindavík? Einfalda svarið er að Grindavík er með meiri gæði í sínu liði en Hamar. Málið var hins vegar ekki svo einfalt í dag og í raun var ómögulegt að segja til um hvernig Grindvíkingar myndu mæta til leiks. Björn Ásgeir Ásgeirsson með boltann.Vísir/Hulda Margrét Þeir gerðu það hins vegar af myndarbrag. Stúkan var gul og blá og þrátt fyrir góða frammistöðu stuðningsmanna Hamars var tilfinningin sú að Suðurnesjamenn gætu ekki tapað með orkuna sem var í loftinu í Smáranum í dag. Þessir stóðu upp úr: DeAndre Kane var frábær í fyrri hálfleik og skoraði þá sextán stig. Hann var reyndar ansi nálægt því að fá tvær tæknivillur en Kristinn Óskarsson hefur líklega hugsað að þetta væri ekki dagurinn til að henda mönnum í sturtu fyrir tuð. Annars voru það margir sem lögðu í púkkið hjá Grindavík í dag. Dedrick Basile var góður að vanda, Ólafur skilaði sínu og Daniel Mortensen er ótrúlega seigur. DeAndre Kane reynir að koma boltanum yfir Ragnar Nathanaelsson.Vísir/Hulda Margrét Þá verður að minnast á Arnór Tristan Helgason. Drengurinn er 17 ára gamall og annan eins skemmtikraft hefur maður ekki séð í lengri tíma. Í dag tróð hann í tvígang þar sem hann greip boltannn í loftinu og tróð og á slík tilþrif verður að minnast á. Hvað gekk illa? Svæðisvörn Hamars gekk ekki vel í byrjun og í raun gekk fyrsti leikhlutinn illa hjá Hamri enda staðan að honum loknum 26-12. Skotin voru ekki að detta niður hjá Hamarsmönnum sem hittu frekar illa. Dedrick Basile með boltann en Björn Ásgeir Ásgerisson er til varnar.Vísir/Hulda Margrét Hvað gerist næst? Grindavík spilar næst Suðurnesjaslag við Keflavík. Leikurinn er heimaleikur Grindvíkinga en ekki hefur verið gefið út hvar leikurinn verður spilaður. Hamar mætir aftur í Smárann í næstu viku en í það skiptið verða það heimamenn í Blikum sem taka á móti þeim. Halldór: Held að örlögin hafi ekki verið með okkur í dag Halldór Karl Þórsson er þjálfari Hamars.Vísir/Hulda Margrét Halldór Þórsson þjálfari Hamars sagði að það hefði verið nokkuð augljóst að hans lið hafi verið nýbúið að ganga í gegnum breytingar. Liðið fékk Jalen Moore til liðs við sig á dögunum og sendi tvo erlenda leikmenn frá sér. „Stundum sýndum við kafla að þetta væri á réttri leið en síðan kemur hiksti í þetta sem ég held að sé eðlilegt miðað við að þetta er þriðji dagurinn eftir breytingarnar. Þeir sem hafa séð okkur áður sjá að þetta er allt annað sóknarlið núna. Miklu meiri hraði og miklu meira að keyra á körfuna,“ sagði Halldór í viðtali við Vísi eftir leik. Jalen Moore og Daniel Mortensen í baráttunni.Vísir/Hulda Margrét „Ég held að við höfum farið jafn mikið á vítalínuna og það sem við erum held ég búnir að fá allan veturinn. Þetta er allt annar taktur sem við þurfum að venjast og komast inn í. Síðan held ég að örlögin hafi ekki verið með okkur í dag. Við vorum að klikka á sniðskotum og fáum á okkur troðslur hinu megin. Auðvitað var þetta útaf lélegri vörn í hraðaupphlaupum en það hefður ekkert verið gígantískt vesen í dag. Síðan eru þeir að hitta spjaldið ofan í þrista og það var klárt mál að örlögin voru með Grindavík í dag.“ Hamarsmenn byrjuðu leikinn frekar illa og misstu Grindvíkinga fjórtán stig fram úr sér strax eftir fyrsta leikhlutann. „Við vorum að veðja á að byrja aðeins í svæði. Þeir eru með (Daniel) Mortensen í fimmunni sem er fjarki og Óli (Ólafur Ólafsson) þristur og þetta hentar okkur kannski ekkert sérstaklega vel. Svæðið virkaði ekki vel þarna í öðrum, virkaði aðeins í byrjun. Þeir mynduðu þennan mun í fyrsta leikhluta sem þeir héldu út leikinn.“ Franck Kamgain reynir að leika á DeAndre Kane.Vísir/Hulda Margrét „Við vorum ekki að hitta úr skotum og þeir síðan að refsa hinu megin. Þetta var jafn leikur eftir það. Við vorum alltaf að hóta að minnka muninn en þá kom þetta hikst sem ég talaði um. Menn eru að hlaupa nánast út í hvorn annan og við „speisum“ völlinn ekki rétt. Skotin duttu alls ekki með okkur í dag. Það var klárt mál að það var kominn nýr leikmaður inn sem tók mikið til sín. Svo endaði þetta þannig að við vorum búnir að vera að hóta, náum því ekki og þá brotnum við.“ Það var þéttsetinn bekkurinn í Smáranum í dag og mikil stemmning. Langflestir voru þar til að styðja Grindvíkinga en stuðningsmenn Hamars létu þó vel í sér heyra og sungu nánast allan tímann. „Það er ástæðan fyrir því að ég get haldið geðheilsunni að þeir séu að mæta og styðja við okkur og að fólk sé ennþá að styðja við okkur. Nú þurfum við að sjá hvernig við náum sigurleik og hvernig stemmningu við fáum þá. Þeir standa þvílíkt við bakið á okkur. Nú þurfum við að standa með þeim og koma með góða frammistöðu í næsta leik.“ Mortensen: Hefur fært okkur nær hver öðrum Daniel Mortensen er mikilvægur hlekkur í liði Grindavíkur.Vísir/Hulda Margrét Daniel Mortensen leikmaður Grindavíkur sagði að það hefði verið tilfinningaríkt að spila leikinn gegn Hamri í dag. „Þetta var frábært og það var gaman að spila. Þetta var tilfinningaríkt en magnað að spila fyrir framan allt þetta ótrúlega stuðningsfólk. Það var erfitt að byrja og tilfinningaríkt en skemmtilegt,“ sagði Mortensen í samtali við Vísi eftir leikinn í dag. Mortensen sagði atburði síðustu daga hafa styrkt liðið. „Ég held að þetta hafi fært okkur nær hver öðrum. Að vera þar fyrir hvern annan, hugsa um hvern annan og hjálpa ef einhver þarfnast einhvers sem tengist ekki körfuboltanum. Körfubolti er ekki það mikilvægasta en það er frábært að við gátum komið og spilað fyrir framan stuðnigsmenn og þeir skemmt sér vel.“ Mortensen skýtur að körfunni.Vísir/Hulda Margrét Kvennalið Grindavíkur mætti Þór frá Akureyri í Subway-deild kvenna áður en karlaliðið lék gegn Hamri. Stemmningin í Smáranum var frábær allan tímann og Daniel sagði að hann hafði viljað spila strax og kvennaleikurinn var búinn. „Þetta var mjög tilfinningaríkt með það í huga hvað allir eru að ganga í gegnum. Ég var hér á fyrri leiknum hjá kvennaliðinu. Ég var spenntur að spila og vildi bara byrja strax. Það var erfitt að bíða og undirbúa sig því ég vildi byrja strax. Það var frábært að komast af stað og ná í sigur,“ sagði Mortensen að lokum. Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir úr leiknum. Fleiri myndir frá magnaðri Grindavíkurstemmningu í Smáranum birtast hér á Vísi í fyrramálið. Jalen Moore lék sinn fyrsta leik fyrir Hamar í dag.Vísir/Hulda Margrét Jalen Moore og DeAndre Kane berjast.Vísir/Hulda Margrét Ragnar grípur boltann með tilþrifum.Vísir/Hulda Margrét DeAndre Kane átti eitthvað vantalað við Kristin Óskarsson á tímabili.Vísir/Hulda Margrét Vísir/Hulda Margrét Kane fékk sér pásu á bekknum til að ná sér niður.Vísir/Hulda Margrét Valur Orri Valsson með boltann.Vísir/Hulda Margrét Kristófer Breki Gylfason með knöttinn.Vísir/Hulda Margrét
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum