Úrræði fyrir grindvísk skólabörn tekin í gagnið í næstu viku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2023 14:00 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Stjórnsýsla bæjarins er komin með aðsetur í ráðhúsi Reykjavíkur, svo áfram megi reka sveitarfélagið. Vísir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að fyrstu formlegu úrræði grindvískra skólabarna verði tekin í gagnið í skólum í Reykjavík á miðvikudaginn. Þetta segir hann á upplýsingafundi Almannavarna sem haldinn var í Skógarhlíð í dag. „Við erum að reyna að bæta upplýsingagjöf eins og við mögulega getum. Aðeins talandi um fræðslumálin þá fór mikil vinna í gang strax síðustu helgi á vegum fræðslusviðsins okkar og kennara, skólastjóra í grunnskólum og leikskólum að reyna að halda óskiptu skólahaldi fyrir börnin og ég get sagt frá því að fyrstu formlegu úrræðin verða tekin í gagnið í skólum Reykjavíkurborgar hér á miðvikudaginn kemur.“ Eðlilegt að skólinn sé ekki í forgangi Hann segir einnig að verið sé að reyna að koma leikskólamálum í réttan farveg. Hann segist einnig vita að eðlilegt sé að fólk setji ekki skólann í forgang þegar það veit ekki hver búsetuúrræði þeirra verði næstu vikurnar. „Sama er að segja um leikskólamálin, við erum að reyna er að koma þeim í réttan farveg. Það er eðlilegt að fólk sem ekki veit um framtíð sína eða búsetuúrræði næstu vikurnar sé ekki endilega að setja það í forgang að setja börnin sín í skóla núna, ef þau verða kannski tekin upp eftir stuttan tíma og færð annað. En þetta er allt gert með hagsmuni barnanna í huga.“ Atvinnurekendur komi sér fyrir á höfuðborgarsvæðinu Fannar segir að Grindavíkurbær sé komin í þéttara samband við grindvísk fyrirtæki og að mikilvægt sé að þau geti haldið sem minnst skertri starfsemi áfram í nærliggjandi sveitarfélögum. „Eitt af því sem veldur auðvitað fólki áhyggjum fjárhagslega er að missa vinnuna sína. Þá rofni ráðningarsamband við vinnuveitendur. Ríkisstjórnin hefur brugðist vel við því. Við erum núna komin í þéttara samband við fyrirtækin og erum að fá tilboð frá ýmsum aðilum um að atvinnurekendur í Grindavík geti komið sér fyrir hérna á höfuðborgarsvæðinu og haldið sem minnst skertri starfsemi áfram. Það er einn af þessum lykilþáttum sem skipta máli og við erum að fá góða aðstoð við.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
„Við erum að reyna að bæta upplýsingagjöf eins og við mögulega getum. Aðeins talandi um fræðslumálin þá fór mikil vinna í gang strax síðustu helgi á vegum fræðslusviðsins okkar og kennara, skólastjóra í grunnskólum og leikskólum að reyna að halda óskiptu skólahaldi fyrir börnin og ég get sagt frá því að fyrstu formlegu úrræðin verða tekin í gagnið í skólum Reykjavíkurborgar hér á miðvikudaginn kemur.“ Eðlilegt að skólinn sé ekki í forgangi Hann segir einnig að verið sé að reyna að koma leikskólamálum í réttan farveg. Hann segist einnig vita að eðlilegt sé að fólk setji ekki skólann í forgang þegar það veit ekki hver búsetuúrræði þeirra verði næstu vikurnar. „Sama er að segja um leikskólamálin, við erum að reyna er að koma þeim í réttan farveg. Það er eðlilegt að fólk sem ekki veit um framtíð sína eða búsetuúrræði næstu vikurnar sé ekki endilega að setja það í forgang að setja börnin sín í skóla núna, ef þau verða kannski tekin upp eftir stuttan tíma og færð annað. En þetta er allt gert með hagsmuni barnanna í huga.“ Atvinnurekendur komi sér fyrir á höfuðborgarsvæðinu Fannar segir að Grindavíkurbær sé komin í þéttara samband við grindvísk fyrirtæki og að mikilvægt sé að þau geti haldið sem minnst skertri starfsemi áfram í nærliggjandi sveitarfélögum. „Eitt af því sem veldur auðvitað fólki áhyggjum fjárhagslega er að missa vinnuna sína. Þá rofni ráðningarsamband við vinnuveitendur. Ríkisstjórnin hefur brugðist vel við því. Við erum núna komin í þéttara samband við fyrirtækin og erum að fá tilboð frá ýmsum aðilum um að atvinnurekendur í Grindavík geti komið sér fyrir hérna á höfuðborgarsvæðinu og haldið sem minnst skertri starfsemi áfram. Það er einn af þessum lykilþáttum sem skipta máli og við erum að fá góða aðstoð við.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira