Piqué var í meira en áratug í sambandi með tónlistarkonunni Shakiru, eiga þau saman tvo syni. Það flosnaði upp úr sambandi þeirra eftir að í ljós kom að Piqué hafði haldið framhjá eiginkonu sinni. Samdi Shakira lagið Bzrp Music Sessions, Vol. 53 um sambandsslitin.
Lagið, sem er í raun ein stór gagnrýni á Piqué, kom út í janúar á þessu ári og hefur notið gríðarlegra vinsælda. Hefur það slegið ýmis met og var á endanum tilnefnt til Latin Grammy-verðlauna.
„Ég er tveggja 22 ára stelpna virði,“ segir Shakira í laginu en Piqué er í dag í sambandi með hinni 23 ára gömlu Clara Chia. Þá segir hún að Piqué hafi skipt Ferrari út fyrir Twingo.
Sergio Ramos presented Shakira with the Song of the Year award at the Latin Grammy Awards in Seville. pic.twitter.com/5vPuTMaRFe
— ESPN FC (@ESPNFC) November 17, 2023
Shakira fór á endanum með sigur af hólmi á Latin Grammu-verðlaunum og til að nudda Piqué enn frekar upp úr því hversu vinsælt lagið er þá var Sergio Ramos mættur að veita verðlaunin en athöfnin var að þessu sinni haldin í Seville þar sem Ramos spilar nú.
¡Felicidades! @bizarrap @shakira Canción del Año #LatinGRAMMY pic.twitter.com/ZfDG7Ojn1M
— The Latin Recording Academy / Latin GRAMMYs (@LatinGRAMMYs) November 17, 2023
Shakira þakkaði stuðningsfólki sínu fyrir að koma henni í gegnum þennan erfiða tíma og tileinkaði spænsku þjóðinni verðlaunin en söngkonan er frá Kólumbíu.