Hættum viðskiptum við Rapyd sem styður morð á saklausu fólki Björn B. Björnsson skrifar 19. nóvember 2023 13:30 Við horfum öll með hryllingi á svívirðilegar árásir Ísraelshers á varnarlaust fólk á Gasa og Vesturbakkanum þar sem vopnlaust fólk er drepið í þúsundavís og heimili, skólar og aðrir innviðir lagðir í rúst með sprengjuregni frá einu öflugasta herveldi heims. Almenningur á Íslandi styður kröfu um tafarlaust vopnahlé eins og almenningur í Bandaríkjunum og flestum löndum heims gerir. Það sama verður ekki sagt um þá sem almenningur kaus til að fara með völdin í sínu nafni. Valdhafarnir hafa slegið skjaldborg um Ísrael og í því skjóli heldur þessi hryllingur áfram eins og ekkert sé. En hvað getum við gert? Jú, við getum þrýst á yfirvöld á Íslandi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita landið viðskiptaþvingunum, eins og við gerðum réttilega við Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. En það er ólíklegt að ríkisstjórn Íslands geri nokkurn skapaðn hlut. Þá er komið að okkur. Við getum beitt ísraelsk fyrirtæki sem styðja manndrápin á Gasa þrýstingi með því að beina viðskiptum okkar annað. Hér er hlekkur á síðu með upplýsingum um fyrirtæki sem hvatt er til sniðgöngu á vegna þessa og ástæður þess að þau eru á listanum: https://boycott.thewitness.news Ísraelska fyrirtækið Rapyd er umsvifamikið í færsluhirðingu á Íslandi eftir að það keypti Valitor af Arion banka árið 2021. Fyrirtækið er með starfsemi í landránsbyggðum Ísraelsmanna sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. En ekki nóg með það. Fyrirtækið hefur lýst opinberlega stuðningi sínum við helförina sem nú stendur yfir á Gasa. Forstjóri og aðaleigandi fyrirtækisins segir engu skipta hver kostnaðurinn af stríðinu verði í drápum á óbreyttum borgurum. Takk fyrir. Viljum við senda þessum manni og fyrirtæki hans peninga í hvert skipti við notum posa? Ég segi nei takk. En til þess að við fáum ekki nafn þessa fyrirtækis upp á skjáinn í hvert sinn sem við notum posana þurfa þau fyrirtæki sem skipta við Rapyd að skipta um færsluhirði. Það eru íslensk fyrirtæki sem gera það sama og Rapyd svo það er ekkert vandamál að skipta. En til að það gerist þurfum við látum þau vita að við viljum ekki viðskipti við Rapyd. Hringjum í og skrifum fyrirtækjum sem skipta við Rapyd og hvetjum þau til að hætta þeim viðskiptum. Beinum viðskiptum okkar til fyrtækja sem ekki skipta við Rapyd og deilum upplýsingum um þessi fyrirtæki á samfélagsmiðlum. Þannig getum við þrýst á að gengdarlaus morð á börnum og saklausu fólki taki einhvern enda. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Greiðslumiðlun Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Við horfum öll með hryllingi á svívirðilegar árásir Ísraelshers á varnarlaust fólk á Gasa og Vesturbakkanum þar sem vopnlaust fólk er drepið í þúsundavís og heimili, skólar og aðrir innviðir lagðir í rúst með sprengjuregni frá einu öflugasta herveldi heims. Almenningur á Íslandi styður kröfu um tafarlaust vopnahlé eins og almenningur í Bandaríkjunum og flestum löndum heims gerir. Það sama verður ekki sagt um þá sem almenningur kaus til að fara með völdin í sínu nafni. Valdhafarnir hafa slegið skjaldborg um Ísrael og í því skjóli heldur þessi hryllingur áfram eins og ekkert sé. En hvað getum við gert? Jú, við getum þrýst á yfirvöld á Íslandi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita landið viðskiptaþvingunum, eins og við gerðum réttilega við Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. En það er ólíklegt að ríkisstjórn Íslands geri nokkurn skapaðn hlut. Þá er komið að okkur. Við getum beitt ísraelsk fyrirtæki sem styðja manndrápin á Gasa þrýstingi með því að beina viðskiptum okkar annað. Hér er hlekkur á síðu með upplýsingum um fyrirtæki sem hvatt er til sniðgöngu á vegna þessa og ástæður þess að þau eru á listanum: https://boycott.thewitness.news Ísraelska fyrirtækið Rapyd er umsvifamikið í færsluhirðingu á Íslandi eftir að það keypti Valitor af Arion banka árið 2021. Fyrirtækið er með starfsemi í landránsbyggðum Ísraelsmanna sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. En ekki nóg með það. Fyrirtækið hefur lýst opinberlega stuðningi sínum við helförina sem nú stendur yfir á Gasa. Forstjóri og aðaleigandi fyrirtækisins segir engu skipta hver kostnaðurinn af stríðinu verði í drápum á óbreyttum borgurum. Takk fyrir. Viljum við senda þessum manni og fyrirtæki hans peninga í hvert skipti við notum posa? Ég segi nei takk. En til þess að við fáum ekki nafn þessa fyrirtækis upp á skjáinn í hvert sinn sem við notum posana þurfa þau fyrirtæki sem skipta við Rapyd að skipta um færsluhirði. Það eru íslensk fyrirtæki sem gera það sama og Rapyd svo það er ekkert vandamál að skipta. En til að það gerist þurfum við látum þau vita að við viljum ekki viðskipti við Rapyd. Hringjum í og skrifum fyrirtækjum sem skipta við Rapyd og hvetjum þau til að hætta þeim viðskiptum. Beinum viðskiptum okkar til fyrtækja sem ekki skipta við Rapyd og deilum upplýsingum um þessi fyrirtæki á samfélagsmiðlum. Þannig getum við þrýst á að gengdarlaus morð á börnum og saklausu fólki taki einhvern enda. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar