Hættum viðskiptum við Rapyd sem styður morð á saklausu fólki Björn B. Björnsson skrifar 19. nóvember 2023 13:30 Við horfum öll með hryllingi á svívirðilegar árásir Ísraelshers á varnarlaust fólk á Gasa og Vesturbakkanum þar sem vopnlaust fólk er drepið í þúsundavís og heimili, skólar og aðrir innviðir lagðir í rúst með sprengjuregni frá einu öflugasta herveldi heims. Almenningur á Íslandi styður kröfu um tafarlaust vopnahlé eins og almenningur í Bandaríkjunum og flestum löndum heims gerir. Það sama verður ekki sagt um þá sem almenningur kaus til að fara með völdin í sínu nafni. Valdhafarnir hafa slegið skjaldborg um Ísrael og í því skjóli heldur þessi hryllingur áfram eins og ekkert sé. En hvað getum við gert? Jú, við getum þrýst á yfirvöld á Íslandi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita landið viðskiptaþvingunum, eins og við gerðum réttilega við Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. En það er ólíklegt að ríkisstjórn Íslands geri nokkurn skapaðn hlut. Þá er komið að okkur. Við getum beitt ísraelsk fyrirtæki sem styðja manndrápin á Gasa þrýstingi með því að beina viðskiptum okkar annað. Hér er hlekkur á síðu með upplýsingum um fyrirtæki sem hvatt er til sniðgöngu á vegna þessa og ástæður þess að þau eru á listanum: https://boycott.thewitness.news Ísraelska fyrirtækið Rapyd er umsvifamikið í færsluhirðingu á Íslandi eftir að það keypti Valitor af Arion banka árið 2021. Fyrirtækið er með starfsemi í landránsbyggðum Ísraelsmanna sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. En ekki nóg með það. Fyrirtækið hefur lýst opinberlega stuðningi sínum við helförina sem nú stendur yfir á Gasa. Forstjóri og aðaleigandi fyrirtækisins segir engu skipta hver kostnaðurinn af stríðinu verði í drápum á óbreyttum borgurum. Takk fyrir. Viljum við senda þessum manni og fyrirtæki hans peninga í hvert skipti við notum posa? Ég segi nei takk. En til þess að við fáum ekki nafn þessa fyrirtækis upp á skjáinn í hvert sinn sem við notum posana þurfa þau fyrirtæki sem skipta við Rapyd að skipta um færsluhirði. Það eru íslensk fyrirtæki sem gera það sama og Rapyd svo það er ekkert vandamál að skipta. En til að það gerist þurfum við látum þau vita að við viljum ekki viðskipti við Rapyd. Hringjum í og skrifum fyrirtækjum sem skipta við Rapyd og hvetjum þau til að hætta þeim viðskiptum. Beinum viðskiptum okkar til fyrtækja sem ekki skipta við Rapyd og deilum upplýsingum um þessi fyrirtæki á samfélagsmiðlum. Þannig getum við þrýst á að gengdarlaus morð á börnum og saklausu fólki taki einhvern enda. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Greiðslumiðlun Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Við horfum öll með hryllingi á svívirðilegar árásir Ísraelshers á varnarlaust fólk á Gasa og Vesturbakkanum þar sem vopnlaust fólk er drepið í þúsundavís og heimili, skólar og aðrir innviðir lagðir í rúst með sprengjuregni frá einu öflugasta herveldi heims. Almenningur á Íslandi styður kröfu um tafarlaust vopnahlé eins og almenningur í Bandaríkjunum og flestum löndum heims gerir. Það sama verður ekki sagt um þá sem almenningur kaus til að fara með völdin í sínu nafni. Valdhafarnir hafa slegið skjaldborg um Ísrael og í því skjóli heldur þessi hryllingur áfram eins og ekkert sé. En hvað getum við gert? Jú, við getum þrýst á yfirvöld á Íslandi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og beita landið viðskiptaþvingunum, eins og við gerðum réttilega við Rússa eftir innrás þeirra í Úkraínu. En það er ólíklegt að ríkisstjórn Íslands geri nokkurn skapaðn hlut. Þá er komið að okkur. Við getum beitt ísraelsk fyrirtæki sem styðja manndrápin á Gasa þrýstingi með því að beina viðskiptum okkar annað. Hér er hlekkur á síðu með upplýsingum um fyrirtæki sem hvatt er til sniðgöngu á vegna þessa og ástæður þess að þau eru á listanum: https://boycott.thewitness.news Ísraelska fyrirtækið Rapyd er umsvifamikið í færsluhirðingu á Íslandi eftir að það keypti Valitor af Arion banka árið 2021. Fyrirtækið er með starfsemi í landránsbyggðum Ísraelsmanna sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. En ekki nóg með það. Fyrirtækið hefur lýst opinberlega stuðningi sínum við helförina sem nú stendur yfir á Gasa. Forstjóri og aðaleigandi fyrirtækisins segir engu skipta hver kostnaðurinn af stríðinu verði í drápum á óbreyttum borgurum. Takk fyrir. Viljum við senda þessum manni og fyrirtæki hans peninga í hvert skipti við notum posa? Ég segi nei takk. En til þess að við fáum ekki nafn þessa fyrirtækis upp á skjáinn í hvert sinn sem við notum posana þurfa þau fyrirtæki sem skipta við Rapyd að skipta um færsluhirði. Það eru íslensk fyrirtæki sem gera það sama og Rapyd svo það er ekkert vandamál að skipta. En til að það gerist þurfum við látum þau vita að við viljum ekki viðskipti við Rapyd. Hringjum í og skrifum fyrirtækjum sem skipta við Rapyd og hvetjum þau til að hætta þeim viðskiptum. Beinum viðskiptum okkar til fyrtækja sem ekki skipta við Rapyd og deilum upplýsingum um þessi fyrirtæki á samfélagsmiðlum. Þannig getum við þrýst á að gengdarlaus morð á börnum og saklausu fólki taki einhvern enda. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun