Datt niður stiga og fær níutíu milljónir króna Árni Sæberg skrifar 19. nóvember 2023 15:01 Dómurinn var kveðinn upp í Landsrétti á föstudaginn. Vísir/Vilhelm Karlmanni, sem féll niður stiga á skemmtistað árið 2016 og hlaut 75 prósent varanlega örorku af, hefur verið dæmd 91 milljón króna í skaða- og miskabætur. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp á föstudag. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms. Maðurinn hafði höfðað mál til heimtu bóta úr hendi Varðar og TM, sem veitt höfðu annars vegar eiganda húsnæðis skemmtistaðarins og hins vegar rekstraraðila hans ábyrgðartryggingu. Í dómi héraðsdóms er atvikum lýst svo að maðurinn hafi verið ásamt vini sínum á skemmtistaðnum að fagna því að vera nánast búinn með meistararitgerð sína í ótilgreindu háskólanámi. Félagarnir hafi verið á leið niður stigann þegar vinurinn hrasaði og maðurinn féll um hann og lenti með hnakkann neðst í stiganum. Maðurinn hafi hlotið alvarleg meiðsli á höfði og varanleg örorka hans hafi verið metin 75 prósent og varanlegur miski fjörutíu stig. Slysið rakið til ófullnægjandi aðbúnaðar Í dóminum segir að tekist hafi verið á um það hvort slysið hafi mátt rekja til ófullnægjandi aðbúnaðar stigans og slæmrar lýsingar við hann eða eigin sakar mannsins. Tryggingarfélögin höfnuðu bótaskyldu á þeim grundvelli að um óhappatilvik hafi verið að ræða og að slysið hafi mátt rekja til ölvunar mannanna tveggja. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert hafi verið sannað um að mennirnir tveir hafi verið svo ölvaðir að það hafi getað leitt til slyssins. Aftur á móti hafi dómkvaddur matsmaður metið það sem svo að aðbúnaður stigans hafi verið ófullnægjandi. Á grundvelli mælinga matsmanns sló Landsréttur því föstu að stiginn hefði frá öndverðu farið í bága við ákvæði byggingarsamþykktar frá árinu 1945, sem var í gildi þegar húsið var byggt, en einnig ákvæði síðari reglugerða. Taldi Landsréttur að sá annmarki á stiganum, auk ófullnægjandi lýsingar, hefði verið megin orsök slyssins. Enn fremur var talið í ljós leitt að rekstraraðili skemmtistaðarins hefði búið yfir vitneskju um að stiginn væri varhugaverður. Eigandi fasteignarinnar og rekstraraðili staðarins voru því taldir bera bótaábyrgð gagnvart manninum og tryggingarfélögunum tveimur gert að greiða honum bætur óskipt. Miðað við meðallaun háskólamenntaðra Þá var einnig tekist á um útreikning bóta en maðurinn fór fram á það að við útreikninginn yrði miðað við meðallaun þeirra sem lokið hafa meistaraprófi í þeirri grein sem hann stundaði á slysdag. Hann hafi sem áður segir verið að fagna því að vera svo gott sem búinn að skrifa ritgerðina og systir hans hafi annast lokafrágang hennar og skilað henni. Bæði hérðasdómur og Landsréttur féllust á þennan málatilbúnað mannsins og dæmdu honum því bætur í samræmi við það. Maðurinn gerði kröfu um bætur upp á 96 milljónir króna en þær voru lækkaðar í 91 milljón króna með vísan til rangs útreiknings. Þá var tryggingarfélögunum gert að greiða málskostnað mannsins, 7,1 milljón króna í héraði og 1,5 milljónir í Landsrétti, sem rennur í ríkissjóð vegna gjafsóknar mannsins. Tryggingar Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp á föstudag. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms. Maðurinn hafði höfðað mál til heimtu bóta úr hendi Varðar og TM, sem veitt höfðu annars vegar eiganda húsnæðis skemmtistaðarins og hins vegar rekstraraðila hans ábyrgðartryggingu. Í dómi héraðsdóms er atvikum lýst svo að maðurinn hafi verið ásamt vini sínum á skemmtistaðnum að fagna því að vera nánast búinn með meistararitgerð sína í ótilgreindu háskólanámi. Félagarnir hafi verið á leið niður stigann þegar vinurinn hrasaði og maðurinn féll um hann og lenti með hnakkann neðst í stiganum. Maðurinn hafi hlotið alvarleg meiðsli á höfði og varanleg örorka hans hafi verið metin 75 prósent og varanlegur miski fjörutíu stig. Slysið rakið til ófullnægjandi aðbúnaðar Í dóminum segir að tekist hafi verið á um það hvort slysið hafi mátt rekja til ófullnægjandi aðbúnaðar stigans og slæmrar lýsingar við hann eða eigin sakar mannsins. Tryggingarfélögin höfnuðu bótaskyldu á þeim grundvelli að um óhappatilvik hafi verið að ræða og að slysið hafi mátt rekja til ölvunar mannanna tveggja. Í dómi héraðsdóms segir að ekkert hafi verið sannað um að mennirnir tveir hafi verið svo ölvaðir að það hafi getað leitt til slyssins. Aftur á móti hafi dómkvaddur matsmaður metið það sem svo að aðbúnaður stigans hafi verið ófullnægjandi. Á grundvelli mælinga matsmanns sló Landsréttur því föstu að stiginn hefði frá öndverðu farið í bága við ákvæði byggingarsamþykktar frá árinu 1945, sem var í gildi þegar húsið var byggt, en einnig ákvæði síðari reglugerða. Taldi Landsréttur að sá annmarki á stiganum, auk ófullnægjandi lýsingar, hefði verið megin orsök slyssins. Enn fremur var talið í ljós leitt að rekstraraðili skemmtistaðarins hefði búið yfir vitneskju um að stiginn væri varhugaverður. Eigandi fasteignarinnar og rekstraraðili staðarins voru því taldir bera bótaábyrgð gagnvart manninum og tryggingarfélögunum tveimur gert að greiða honum bætur óskipt. Miðað við meðallaun háskólamenntaðra Þá var einnig tekist á um útreikning bóta en maðurinn fór fram á það að við útreikninginn yrði miðað við meðallaun þeirra sem lokið hafa meistaraprófi í þeirri grein sem hann stundaði á slysdag. Hann hafi sem áður segir verið að fagna því að vera svo gott sem búinn að skrifa ritgerðina og systir hans hafi annast lokafrágang hennar og skilað henni. Bæði hérðasdómur og Landsréttur féllust á þennan málatilbúnað mannsins og dæmdu honum því bætur í samræmi við það. Maðurinn gerði kröfu um bætur upp á 96 milljónir króna en þær voru lækkaðar í 91 milljón króna með vísan til rangs útreiknings. Þá var tryggingarfélögunum gert að greiða málskostnað mannsins, 7,1 milljón króna í héraði og 1,5 milljónir í Landsrétti, sem rennur í ríkissjóð vegna gjafsóknar mannsins.
Tryggingar Dómsmál Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira