Skammsýni í leikskólamálum – VR efnir til málþings Halla Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2023 07:01 Nokkur sveitarfélög hafa nú riðið á vaðið með að stytta leikskóladag barna í sex klukkustundir. Hin æskilega samfélagsbreyting væri að sjálfsögðu sex klukkustunda vinnudagur sem síðan gæti leitt til styttri leikskóladags og meiri samvista barna og foreldra. Hér er byrjað á vitlausum enda. Venjulegt launafólk stendur frammi fyrir því vali að taka á sig aukinn kostnað við leikskólagjöld eða minnka starfshlutfall sitt, sem í langflestum tilfellum kemur í hlut kvenna. Efstu lög samfélagsins hafa einn valmöguleika til viðbótar, sem er að útbúa eitt af aukaherbergjunum til að hýsa au-pair. Útreikningurinn er nokkuð einfaldur: upphæð vasapeninga fyrir au-pair er ámóta há og leikskólagjöldin fyrir leikskólavist umfram sex klukkustundir. Hér er því á ferðinni kunnuglegt stef í íslensku samfélagi, það er að tekjutap ratar til lægri tekjuhópa og ávinningur til hærri tekjuhópa. Hlutverk leikskólastigsins er margþætt. Í lögum um leikskóla er undirstrikað uppeldis- og menntunarhlutverk leikskólans, sem hefur síðustu þrjá áratugi verið skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Þetta er mikilvægasta hlutverk leikskólans, ásamt því að vera jöfnunartæki þar sem börn með mismunandi bakgrunn og úr ólíkum samfélagshópum koma saman og hljóta sambærilega menntun og umönnun. Sínu lögbundna hlutverki á leikskólinn oft erfitt með að sinna vegna vanbúnaðar, sem birtist aftur í skorti á fagmenntuðu fólki, óásættanlegu húsnæði og mönnunarvanda. Fortíðarljóminn? Leikskólar spruttu upp úr dagheimilum sem voru sett á laggirnar sem félagslegt úrræði, ekki síst fyrir börn einstæðra mæðra og annarra vinnandi kvenna, meðal annars þeirra sem sinntu menntun og heilbrigðisþjónustu. Í umræðum um leikskóla má stundum skynja ákveðna afturhvarfsþrá, þar sem skóladagur var stuttur og lítil börn nutu umönnunar mæðra sinna. En afturhvarf til tíma þar sem fjárhagslegt sjálfstæði var konum oft illmögulegt er ekki vænlegur valkostur fyrir 21. öldina. Því til viðbótar má benda á að það var ekki svo að meirihluti íslenskra barna hafi á tímum fyrir leikskóla og dagheimila notið umönnunar móður sinnar heima fyrir. Þvert á móti hafa íslenskar alþýðukonur í gegnum aldirnar búið við vinnuþrælkun, bæði á almennum vinnumarkaði og utan hans í heimilisstörfum og störfum fyrir aðra sem ekki voru reiknuð inn í opinberar hagtölur. Fjöldi barna gekk sjálfala, ung börn báru ábyrgð á yngri systkinum og þegar skólar voru tvísetnir voru lítil börn (sú sem þetta ritar meðtalin) með lykil um hálsinn til að bjarga sér að loknum skóladegi. Dagvistun skiptir líka máli Með stofnun leikskólans var ekki tekin ákvörðun um að dagvistun ungra barna væri óþörf í íslensku samfélagi, það hlutverk kom í hlut leikskóla, rétt eins og á hinum Norðurlöndum. Það er skiljanlegt að stjórnendur og starfsfólk leikskóla séu miður hrifin af því að skólastofnanir séu málaðar upp sem einhvers konar barnagæsluþjónusta fyrir atvinnulíf og kynjajafnréttistæki fyrir karllægt samfélag. En þeir gegna engu að síður því hlutverki líka og breytingar á framboði á þjónustu leikskóla hafa bein áhrif á möguleika foreldra barna, sérstaklega mæðra, til að stunda atvinnu og sjá fyrir sér. Vandi leikskólastigsins verður ekki leystur með einhliða ákvörðunum um að skera niður þjónustu og færa kostnaðinn á herðar barnafólks, sem er í viðkvæmri fjárhagslegri stöðu fyrir. Velferð barna verður ekki skilin frá velferð foreldra þeirra, alveg sama hvernig teningunum er snúið. Útgjöldin ráða mestu Leikskólarekstur er stór útgjaldaliður sveitarfélaga, sem aftur hafa takmarkaða tekjustofna. Útgjöldin ráða mestu um þá stefnumótun sem nú ryður sér til rúms um styttri leikskóladag Því vandann mætti takast á við með því að búa almennilega að leikskólastiginu. Það er ekki stundafjöldi í leikskóla sem hefur mest áhrif á velferð barna, heldur hvernig aðbúnaður þeirra er meðan þau dvelja í leikskólanum. Að sama skapi er ekki hægt að halda því fram að styttri leikskóladagur verði sjálfkrafa til þess að börn njóti meiri umönnunar foreldra sinna. Langfæstar fjölskyldur geta brugðist við styttingu með gæðastundum fjölskyldunnar. Þvert á móti setur styttingin meiri fjárhagslega og tímapressu á fjölskyldur, sem nóg er fyrir, og mesta á þær fjölskyldur sem síst skyldi. Og jafnvel þótt sumt fólk hafi efni á því að minnka við sig vinnu þá eru hlutastörf sem nema innan við sex klukkustundum á dag ekki á hverju strái, þannig er vinnumarkaðurinn einfaldlega ekki skipulagður. Rétt er að taka fram að þótt starfsfólk hins opinbera njóti góðrar vinnustyttingar, sem er vel, þá er ekki það sama að segja um launafólk á almennum vinnumarkaði. En jafnvel tveir foreldrar í opinberum störfum geta ekki unnið fulla vinnu í kringum sex stunda leikskóladag. Leikskólar varða líka vinnumarkaðinn Í umræðunni um styttingu leikskólans hafa sjónarmið sem varða vinnumarkaðinn verið nokkuð fjarri.. Á morgunverðarfundi VR, sem haldinn verður fimmtudaginn 23. nóvember nk., verður sjónum beint að áhrifum á launafólk, en einnig fjallað um stefnumótun í leikskólamálum út frá ólíkum hliðum. Fundurinn er öllum opinn og ung börn sem ekki hafa leikskólapláss eða aðra dagvistun eru sértaklega velkomin ásamt foreldrum sínum. Nánari upplýsingar um fundinn má finna á heimasíðu VR, www.vr.is. Ákvarðanir um leikskólamál er ekki hægt að taka í tómarúmi. Þær hafa keðjuverkandi áhrif um allt samfélag. Sú skammsýni sem er nú að ryðja sér til rúms er ekki byggð á stoðum almennrar velferðar og menntunar, heldur þvert á móti er hér á ferðinni gamalkunn niðurskurðarstefna í nýjum búningi. Markmiðið er að minnka opinbera þjónustu og draga úr útgjöldum. Þessi skammsýna nálgun má ekki verða að almennri stefnu. Höfundur á sæti í stjórn VR og er foreldri barns á leikskólaaldri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Stéttarfélög Sveitarstjórnarmál Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nokkur sveitarfélög hafa nú riðið á vaðið með að stytta leikskóladag barna í sex klukkustundir. Hin æskilega samfélagsbreyting væri að sjálfsögðu sex klukkustunda vinnudagur sem síðan gæti leitt til styttri leikskóladags og meiri samvista barna og foreldra. Hér er byrjað á vitlausum enda. Venjulegt launafólk stendur frammi fyrir því vali að taka á sig aukinn kostnað við leikskólagjöld eða minnka starfshlutfall sitt, sem í langflestum tilfellum kemur í hlut kvenna. Efstu lög samfélagsins hafa einn valmöguleika til viðbótar, sem er að útbúa eitt af aukaherbergjunum til að hýsa au-pair. Útreikningurinn er nokkuð einfaldur: upphæð vasapeninga fyrir au-pair er ámóta há og leikskólagjöldin fyrir leikskólavist umfram sex klukkustundir. Hér er því á ferðinni kunnuglegt stef í íslensku samfélagi, það er að tekjutap ratar til lægri tekjuhópa og ávinningur til hærri tekjuhópa. Hlutverk leikskólastigsins er margþætt. Í lögum um leikskóla er undirstrikað uppeldis- og menntunarhlutverk leikskólans, sem hefur síðustu þrjá áratugi verið skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Þetta er mikilvægasta hlutverk leikskólans, ásamt því að vera jöfnunartæki þar sem börn með mismunandi bakgrunn og úr ólíkum samfélagshópum koma saman og hljóta sambærilega menntun og umönnun. Sínu lögbundna hlutverki á leikskólinn oft erfitt með að sinna vegna vanbúnaðar, sem birtist aftur í skorti á fagmenntuðu fólki, óásættanlegu húsnæði og mönnunarvanda. Fortíðarljóminn? Leikskólar spruttu upp úr dagheimilum sem voru sett á laggirnar sem félagslegt úrræði, ekki síst fyrir börn einstæðra mæðra og annarra vinnandi kvenna, meðal annars þeirra sem sinntu menntun og heilbrigðisþjónustu. Í umræðum um leikskóla má stundum skynja ákveðna afturhvarfsþrá, þar sem skóladagur var stuttur og lítil börn nutu umönnunar mæðra sinna. En afturhvarf til tíma þar sem fjárhagslegt sjálfstæði var konum oft illmögulegt er ekki vænlegur valkostur fyrir 21. öldina. Því til viðbótar má benda á að það var ekki svo að meirihluti íslenskra barna hafi á tímum fyrir leikskóla og dagheimila notið umönnunar móður sinnar heima fyrir. Þvert á móti hafa íslenskar alþýðukonur í gegnum aldirnar búið við vinnuþrælkun, bæði á almennum vinnumarkaði og utan hans í heimilisstörfum og störfum fyrir aðra sem ekki voru reiknuð inn í opinberar hagtölur. Fjöldi barna gekk sjálfala, ung börn báru ábyrgð á yngri systkinum og þegar skólar voru tvísetnir voru lítil börn (sú sem þetta ritar meðtalin) með lykil um hálsinn til að bjarga sér að loknum skóladegi. Dagvistun skiptir líka máli Með stofnun leikskólans var ekki tekin ákvörðun um að dagvistun ungra barna væri óþörf í íslensku samfélagi, það hlutverk kom í hlut leikskóla, rétt eins og á hinum Norðurlöndum. Það er skiljanlegt að stjórnendur og starfsfólk leikskóla séu miður hrifin af því að skólastofnanir séu málaðar upp sem einhvers konar barnagæsluþjónusta fyrir atvinnulíf og kynjajafnréttistæki fyrir karllægt samfélag. En þeir gegna engu að síður því hlutverki líka og breytingar á framboði á þjónustu leikskóla hafa bein áhrif á möguleika foreldra barna, sérstaklega mæðra, til að stunda atvinnu og sjá fyrir sér. Vandi leikskólastigsins verður ekki leystur með einhliða ákvörðunum um að skera niður þjónustu og færa kostnaðinn á herðar barnafólks, sem er í viðkvæmri fjárhagslegri stöðu fyrir. Velferð barna verður ekki skilin frá velferð foreldra þeirra, alveg sama hvernig teningunum er snúið. Útgjöldin ráða mestu Leikskólarekstur er stór útgjaldaliður sveitarfélaga, sem aftur hafa takmarkaða tekjustofna. Útgjöldin ráða mestu um þá stefnumótun sem nú ryður sér til rúms um styttri leikskóladag Því vandann mætti takast á við með því að búa almennilega að leikskólastiginu. Það er ekki stundafjöldi í leikskóla sem hefur mest áhrif á velferð barna, heldur hvernig aðbúnaður þeirra er meðan þau dvelja í leikskólanum. Að sama skapi er ekki hægt að halda því fram að styttri leikskóladagur verði sjálfkrafa til þess að börn njóti meiri umönnunar foreldra sinna. Langfæstar fjölskyldur geta brugðist við styttingu með gæðastundum fjölskyldunnar. Þvert á móti setur styttingin meiri fjárhagslega og tímapressu á fjölskyldur, sem nóg er fyrir, og mesta á þær fjölskyldur sem síst skyldi. Og jafnvel þótt sumt fólk hafi efni á því að minnka við sig vinnu þá eru hlutastörf sem nema innan við sex klukkustundum á dag ekki á hverju strái, þannig er vinnumarkaðurinn einfaldlega ekki skipulagður. Rétt er að taka fram að þótt starfsfólk hins opinbera njóti góðrar vinnustyttingar, sem er vel, þá er ekki það sama að segja um launafólk á almennum vinnumarkaði. En jafnvel tveir foreldrar í opinberum störfum geta ekki unnið fulla vinnu í kringum sex stunda leikskóladag. Leikskólar varða líka vinnumarkaðinn Í umræðunni um styttingu leikskólans hafa sjónarmið sem varða vinnumarkaðinn verið nokkuð fjarri.. Á morgunverðarfundi VR, sem haldinn verður fimmtudaginn 23. nóvember nk., verður sjónum beint að áhrifum á launafólk, en einnig fjallað um stefnumótun í leikskólamálum út frá ólíkum hliðum. Fundurinn er öllum opinn og ung börn sem ekki hafa leikskólapláss eða aðra dagvistun eru sértaklega velkomin ásamt foreldrum sínum. Nánari upplýsingar um fundinn má finna á heimasíðu VR, www.vr.is. Ákvarðanir um leikskólamál er ekki hægt að taka í tómarúmi. Þær hafa keðjuverkandi áhrif um allt samfélag. Sú skammsýni sem er nú að ryðja sér til rúms er ekki byggð á stoðum almennrar velferðar og menntunar, heldur þvert á móti er hér á ferðinni gamalkunn niðurskurðarstefna í nýjum búningi. Markmiðið er að minnka opinbera þjónustu og draga úr útgjöldum. Þessi skammsýna nálgun má ekki verða að almennri stefnu. Höfundur á sæti í stjórn VR og er foreldri barns á leikskólaaldri
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun