Hvetja almenning til að tilkynna auglýsingar á útlensku til stjórnvalda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2023 18:16 Lilja Dögg og Þórunn Anna Árnadóttir, forstjóri Neytendastofu, undirrituðu yfirlýsinguna í húsakynnum Neytendastofu í dag. Stjórnarráðið Menningarráðherra og Neytendastofa hafa sent frá sér viljayfirlýsingu um átaksverkefni þar sem herör er skorin upp gegn auglýsingaefni sem ekki er á íslensku. Almenningur er hvattur til að tilkynna auglýsingaefni á öðrum málum en íslensku. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins í dag. Þar segir að átakið miði að því að auka vitund fyrirtækja og almennings um íslenskuákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá sé almenningur hvattur til að tilkynna auglýsingaefni sem ekki er á íslensku til Neytendastofu. Slíkar tilkynningar verði settar í forgang. „Með viljayfirlýsingunni er komið á samstarfi sem miðar að því að auka vitund fyrirtækja og almennings um að auglýsingar skuli vera á íslensku. Með þessu viljum við hvetja almenning til að tilkynna allt auglýsingaefni sem er ekki á íslensku til Neytendastofu, hvort sem um er að ræða skilti á gangvegi fyrir utan veitingastaði og verslanir, auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum,“ er haft eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningunni. Liður í að halda í íslenskar rætur og menningu Þá er vísað til ákvæða laga um eftirlit með viðskiptaháttum, þar sem fram kemur að auglýsingar sem eiga að höfða til íslenskra neytenda eigi að vera á íslensku. „Frá árinu 2005 hefur Neytendastofa átta sinnum tekið fyrir mál sem varða ákvæðið og hefur öllum þeim málum lokið með ábendingum stofnunarinnar til viðkomandi fyrirtækis sem lagaði auglýsingar sínar í kjölfarið,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni er vísað á hlekk sem fer með lesandann á vefsvæði Neytendastofu, þar sem hægt er að senda nafnlausa tilkynningu til stofnunarinnar. „Enskan hefur verið að sækja á og við verðum vör við það á hverjum degi þegar við göngum til dæmis um miðbæinn að hún verður sífellt ágengari í okkar daglega lífi. Við erum held ég öll sammála um að við viljum og verðum að halda í tungumálið okkar og þetta er liður í að halda í okkar rætur og menningu,“ segir Lilja. Boðar nýja löggjöf Í tilkynningunni kemur einnig fram að heildarendskoðun á lagabálkinum sé hafin innan menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Frumvarp að nýjum markaðssetningarlögum verði lagt fyrir Alþingi í febrúar. Þar verði horfti sérstaklega til þess að skýra ákvæðið sem kveður á um að auglýsingaefni skili vera á íslensku, og því veitt aukin vigt. „Það þarf að vera ljóst að ákvæði um að auglýsingaefni sem ætlað er íslenskum neytendum skuli vera á íslensku sé ekki í lögunum upp á punt heldur er því ætlað að vera virkt í framkvæmd. Ákvæðið er ekki alveg nógu skýrt að mínu mati í dag. Þar er til dæmis óljóst hvað við er átt með því að auglýsing höfði til íslenskra neytenda. Einnig eru mjög rýrar leiðbeiningar í lögskýringargögnum og tækifæri til úrbóta að þessu leyti,“ er haft eftir Lilju. Markmiðið með því að skýra ákvæði laganna sé að veita Neytendastofu sem eftirlitsstjórnvaldi betri leiðbeiningar um hvernig móta eigi ákvæðið í framkvæmd, svo sem með túlkun vafatilvika sem óhjákvæmilega koma upp. Þar megi nefna sem dæmi auglýsingar sem stíla inn á bæði straum ferðamanna en er einnig beint að íslenskum neytendum. „Í slíkum tilvikum er óeðlilegt að auglýsingin sé eingöngu á erlendu tungumáli. Þegar upp koma vafamál hvað þetta varðar er það Neytendastofu að skera úr um hvort hún grípi til ráðstafana. En það er okkar hlutverk að móta stefnuna og tryggja að löggjöfin sé nægilega skýr til að Neytendastofa geti sinnt sínu hlutverki,“ er haft eftir Lilju. Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins í dag. Þar segir að átakið miði að því að auka vitund fyrirtækja og almennings um íslenskuákvæði laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Þá sé almenningur hvattur til að tilkynna auglýsingaefni sem ekki er á íslensku til Neytendastofu. Slíkar tilkynningar verði settar í forgang. „Með viljayfirlýsingunni er komið á samstarfi sem miðar að því að auka vitund fyrirtækja og almennings um að auglýsingar skuli vera á íslensku. Með þessu viljum við hvetja almenning til að tilkynna allt auglýsingaefni sem er ekki á íslensku til Neytendastofu, hvort sem um er að ræða skilti á gangvegi fyrir utan veitingastaði og verslanir, auglýsingar á samfélagsmiðlum eða í fjölmiðlum,“ er haft eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningunni. Liður í að halda í íslenskar rætur og menningu Þá er vísað til ákvæða laga um eftirlit með viðskiptaháttum, þar sem fram kemur að auglýsingar sem eiga að höfða til íslenskra neytenda eigi að vera á íslensku. „Frá árinu 2005 hefur Neytendastofa átta sinnum tekið fyrir mál sem varða ákvæðið og hefur öllum þeim málum lokið með ábendingum stofnunarinnar til viðkomandi fyrirtækis sem lagaði auglýsingar sínar í kjölfarið,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningunni er vísað á hlekk sem fer með lesandann á vefsvæði Neytendastofu, þar sem hægt er að senda nafnlausa tilkynningu til stofnunarinnar. „Enskan hefur verið að sækja á og við verðum vör við það á hverjum degi þegar við göngum til dæmis um miðbæinn að hún verður sífellt ágengari í okkar daglega lífi. Við erum held ég öll sammála um að við viljum og verðum að halda í tungumálið okkar og þetta er liður í að halda í okkar rætur og menningu,“ segir Lilja. Boðar nýja löggjöf Í tilkynningunni kemur einnig fram að heildarendskoðun á lagabálkinum sé hafin innan menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Frumvarp að nýjum markaðssetningarlögum verði lagt fyrir Alþingi í febrúar. Þar verði horfti sérstaklega til þess að skýra ákvæðið sem kveður á um að auglýsingaefni skili vera á íslensku, og því veitt aukin vigt. „Það þarf að vera ljóst að ákvæði um að auglýsingaefni sem ætlað er íslenskum neytendum skuli vera á íslensku sé ekki í lögunum upp á punt heldur er því ætlað að vera virkt í framkvæmd. Ákvæðið er ekki alveg nógu skýrt að mínu mati í dag. Þar er til dæmis óljóst hvað við er átt með því að auglýsing höfði til íslenskra neytenda. Einnig eru mjög rýrar leiðbeiningar í lögskýringargögnum og tækifæri til úrbóta að þessu leyti,“ er haft eftir Lilju. Markmiðið með því að skýra ákvæði laganna sé að veita Neytendastofu sem eftirlitsstjórnvaldi betri leiðbeiningar um hvernig móta eigi ákvæðið í framkvæmd, svo sem með túlkun vafatilvika sem óhjákvæmilega koma upp. Þar megi nefna sem dæmi auglýsingar sem stíla inn á bæði straum ferðamanna en er einnig beint að íslenskum neytendum. „Í slíkum tilvikum er óeðlilegt að auglýsingin sé eingöngu á erlendu tungumáli. Þegar upp koma vafamál hvað þetta varðar er það Neytendastofu að skera úr um hvort hún grípi til ráðstafana. En það er okkar hlutverk að móta stefnuna og tryggja að löggjöfin sé nægilega skýr til að Neytendastofa geti sinnt sínu hlutverki,“ er haft eftir Lilju.
Íslensk tunga Auglýsinga- og markaðsmál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent