Gott að geta gefið til baka: „Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2023 23:01 Jón Páll Haraldsson er skólastjóri Laugalækjarskóla. Vísir/Egill Skólastjóri Laugarlækjaskóla segir gott að geta gefið til baka til Grindvíkinga, en hann bjó sjálfur í Grindavík sem unglingur. Elstu bekkir grunnskólanemenda úr bænum fá aðstöðu til náms í skólanum. Nemendur ætla að taka vel á móti jafnöldrum sínum í Grindavík. „Við erum svona að reyna að átta okkur á því. Það sér auðvitað enginn langt fram í tímann á þessari stundu, en við erum svo heppin að við eigum hér tvær stofur sem eru að koma úr viðgerð. Þær fá Grindvíkingarnir og við vonum að þau rýmist sem mest þar, og svo ætlum við að reyna að rýma aðeins meira til,“ segir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, en 9. og 10. bekkur úr Grindavík fá aðstöðu í skólanum. Rætt var við Jón Pál í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þá að kennarar og annað starfsfólk komi til með að fylgja nemendahópunum áfram og sinna störfum sínum innan skólans. Þá hefur aðstaða einnig verið tryggð fyrir aðra árganga grunnskólabarna úr Grindavík, en 1. og 2. bekkur mun fá inn í Hvassaleitisskóla, 3. og 4. bekkur í Tónabæ og kennsla 5. til 8. bekkjar fer fram í Ármúla 30. Taka vel á móti jafnöldrum sínum Saga Davíðsdóttir, formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla, segir aðstæður eðlilega erfiðar fyrir unglinga frá Grindavík. Þeir muni fá hlýlegar móttökur í skólanum. „Við erum með rosalega gott skólastarf hérna og ég veit að allir nemendur eru rosalega undirbúnir í að taka vel á móti þeim. Bjóða þau velkomin í skólastarfið og félagslífið,“ sagði Saga. Ari Ólafsson varaformaður tók í sama streng. „Síðan er jólaball sem þau mega auðvitað mæta á. Við ætlum bara að láta þeim líða vel,“ sagði Ari. Gott að geta gefið til baka Jón Páll segir skólastarfið að mestu munu fara fram með hefðbundnum hætti. „Allavega hjá okkar krökkum, og svo eru þau að átta sig á því, skilst mér, hvað þau gera. Ég held að fyrstu dagarnir verði svolítið meira uppbrot hjá þeim, bara að sjá hvernig þetta gengur.“ Jón Páll segir sérstaklega ánægjulegt fyrir sig persónulega að vera í aðstöðu til að rétta Grindvíkingum hjálparhönd. „Það var nefnilega þannig að þegar ég var á þeirra aldri [unglinganna] þá flutti ég til Grindavíkur, og Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák. Þannig að það er gott að geta tekið eitthvað til baka,“ sagði Jón Páll. Grindavík Reykjavík Skóla - og menntamál Eldgos og jarðhræringar Grunnskólar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
„Við erum svona að reyna að átta okkur á því. Það sér auðvitað enginn langt fram í tímann á þessari stundu, en við erum svo heppin að við eigum hér tvær stofur sem eru að koma úr viðgerð. Þær fá Grindvíkingarnir og við vonum að þau rýmist sem mest þar, og svo ætlum við að reyna að rýma aðeins meira til,“ segir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, en 9. og 10. bekkur úr Grindavík fá aðstöðu í skólanum. Rætt var við Jón Pál í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir þá að kennarar og annað starfsfólk komi til með að fylgja nemendahópunum áfram og sinna störfum sínum innan skólans. Þá hefur aðstaða einnig verið tryggð fyrir aðra árganga grunnskólabarna úr Grindavík, en 1. og 2. bekkur mun fá inn í Hvassaleitisskóla, 3. og 4. bekkur í Tónabæ og kennsla 5. til 8. bekkjar fer fram í Ármúla 30. Taka vel á móti jafnöldrum sínum Saga Davíðsdóttir, formaður nemendaráðs Laugalækjarskóla, segir aðstæður eðlilega erfiðar fyrir unglinga frá Grindavík. Þeir muni fá hlýlegar móttökur í skólanum. „Við erum með rosalega gott skólastarf hérna og ég veit að allir nemendur eru rosalega undirbúnir í að taka vel á móti þeim. Bjóða þau velkomin í skólastarfið og félagslífið,“ sagði Saga. Ari Ólafsson varaformaður tók í sama streng. „Síðan er jólaball sem þau mega auðvitað mæta á. Við ætlum bara að láta þeim líða vel,“ sagði Ari. Gott að geta gefið til baka Jón Páll segir skólastarfið að mestu munu fara fram með hefðbundnum hætti. „Allavega hjá okkar krökkum, og svo eru þau að átta sig á því, skilst mér, hvað þau gera. Ég held að fyrstu dagarnir verði svolítið meira uppbrot hjá þeim, bara að sjá hvernig þetta gengur.“ Jón Páll segir sérstaklega ánægjulegt fyrir sig persónulega að vera í aðstöðu til að rétta Grindvíkingum hjálparhönd. „Það var nefnilega þannig að þegar ég var á þeirra aldri [unglinganna] þá flutti ég til Grindavíkur, og Grindvíkingar tóku afskaplega vel á móti skrýtnum strák. Þannig að það er gott að geta tekið eitthvað til baka,“ sagði Jón Páll.
Grindavík Reykjavík Skóla - og menntamál Eldgos og jarðhræringar Grunnskólar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira