Grindvíkingarnir og froðan Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 08:30 Eins og frægt að endemum er orðið hafa lánastofnanir landsins boðið Grindvíkingum greiðslufrystingu á húsnæðislánum sínu með þeim skilyrðum að vextir og verðbætur sem safnast yfir frystingartímann leggist á höfuðstól lánsins. Skiljanlega hefur þetta tilboð fallið í vægast sagt grýttan jarðveg, bæði hjá lánagreiðendum sem nú sjá óseljanlegar eignir sínar og heimili annað hvort ónýt eða í hættu og flestum þeim sómakæru einstaklingum öðrum sem telja að samfélagsleg ábyrgð skuli eiga við allt samfélagið. Í þeim hörmungum sem riðið hafa yfir hið áður blómlega og nú brotna samfélag á Suðurnesjum hefur það sýnt sig og sannað að á litlu landi erum við öll eitt. Samtakamátturinn hefur verið aðdáunarverður, ósérhlífni samfélagsins svo alger að við Grindvíkingar stöndum í andakt og eilífri þakkarskuld. Allir hafa lagst á eitt. Nema húsnæðislánastofnanir. Enn hanga þær á fyrra tilboði sínu eins og hundur á beini og til að bæta á skömmina heyrast nú frá fréttamiðlum mjálm úr horni þar sem vælt er um tilgang og ábyrgð fjármálastofnana og takmarkaðar samfélagslegar skyldur í lagalegu samhengi. Nú þegar rúm vika er liðin frá alrýmingu Grindavíkur og við íbúarnir erum enn í viðvarandi óvissu í hjólhýsinu á bílastæðinu hjá Nonna frænda, í sumarbústað verkalýðsfélagsins eða á stofugólfinu hjá mömmu berast okkur tíðindi í gegnum fréttamiðlana eftir fund formanna Verkalýðsfélags Grindavíkur og VR við forkálfa viðskiptabankanna þriggja. Skilaboðin eru þess efnis að fyrra boð hafi sennilega verið misskilið því, jú, eftir allt saman þá sé þetta nú bara byrjunin, sko.. við skulum bíða og sjá til, við erum að ræða málin og þetta verður örugglega allt bara ókei. Hér þarf að funda, og funda aftur. Þetta þarf að skoða, vega og meta, er þetta það besta fyrir Grindvíkinga í raun? Hvað með skattamálin? Og froðan vellur. Það er djúpstæð tilfinning undirritaðrar að hér sé verið viljandi að teygja lopann til þess eins að spila út tvisti með hálfgildings málamiðlun á fimmtudagsmorgun þegar efnt er til almennra mótmæla við höfuðstöðvar Landsbankans í þeirri von að kaupa sér frest og nokkra daga innkomu af vöxtum. Höfundur spyr: hver er tregðan? Eru lánveitendur svo skelfingu lostnir því þeir sjá fram á hrun bankakerfisins ef lán nokkurra sála úr sjávarþorpi suður með sjó eru fryst og vextir og verðbætur eru gefnir eftir? Ef svo er ætti ekki að vera mikið mál að redda þeim rúðustrikuðu blaði, blýanti og strokleðri. Eða eru bankarnir ef til vill óttaslegnir vegna þess að ”eftirgjöf” af þessu tagi hefur fordæmisgildi og bankastofnanir geti um ófyrirsjáanlega framtíð verið krafðar um að sinna einhverjum óþæginda samfélagslegum skyldum? Það þykir undirritaðri öllu líklegri ástæða. Annars er erfitt að átta sig á þessu, því af einhverri ástæðu sá enginn af bankastjórunum sér fært að mæta til viðtals í sjónvarpinu og svara spurningum eftir fund dagsins. Við heimilislausu og öll hin þurfum því að geta í eyðurnar. Vandamálin við að hysja upp um sig og girða í jakkafatabrók til að taka ákvörðun um þetta virðast í öllu falli vera umtalsverð. Ég býð fram aðstoð mína og hvatningu, því þó ég hafi ekki háskólagráðu í fjármálafræðum að flíka þá hampa ég leyfisbréfi frá heilbrigðisráðherra til að hysja upp um fólk, hvort heldur sem er Boss eða joggingbuxur úr Costco. Það tekur einn zoomfund fyrir brunch, eina siðferðilega rétta ákvörðun og smá kjarksnefil til að binda enda á þetta ástand og veita Grindvíkingum þann tíma og frið sem er þörf á til að ná áttum, sleikja sárin og verða fær um að taka raunhæfar ákvarðanir um framtíðina, laus við geðshræringu og ótta. Við þurfum ekki meira froðusnakk. Við þurfum aðgerðir- núna. Ég boða Grindvíkinga alla ásamt öðrum húsnæðislánagreiðendum og öllum öðrum sem misbýður yfirlæti og forkastanlegt samfélagslegt sinnuleysi til samstöðufundar við höfuðstöðvar Landsbankans við Hafnartorg, fimmtudaginn 23.nóvember, kl.14. Höfundur er tónlistarmaður úr Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Íslenskir bankar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Tvöfaldar hörmungar Grindvíkinga Falsörlætis tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga eru gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku . Við höfum öll sem komin eru vits og ára staðið frammi fyrir hruni , en nú eru Grindvíkingar á öllu verri stað þar sem eigur þeirra, húsnæði og lífsafkoma er í hættu og í mörgum tilvikum eru fasteignir verlausar með öllu, skemmdar, óseljanlegar vegna staðasetningar og náttúruvár hættu. 15. nóvember 2023 09:00 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og frægt að endemum er orðið hafa lánastofnanir landsins boðið Grindvíkingum greiðslufrystingu á húsnæðislánum sínu með þeim skilyrðum að vextir og verðbætur sem safnast yfir frystingartímann leggist á höfuðstól lánsins. Skiljanlega hefur þetta tilboð fallið í vægast sagt grýttan jarðveg, bæði hjá lánagreiðendum sem nú sjá óseljanlegar eignir sínar og heimili annað hvort ónýt eða í hættu og flestum þeim sómakæru einstaklingum öðrum sem telja að samfélagsleg ábyrgð skuli eiga við allt samfélagið. Í þeim hörmungum sem riðið hafa yfir hið áður blómlega og nú brotna samfélag á Suðurnesjum hefur það sýnt sig og sannað að á litlu landi erum við öll eitt. Samtakamátturinn hefur verið aðdáunarverður, ósérhlífni samfélagsins svo alger að við Grindvíkingar stöndum í andakt og eilífri þakkarskuld. Allir hafa lagst á eitt. Nema húsnæðislánastofnanir. Enn hanga þær á fyrra tilboði sínu eins og hundur á beini og til að bæta á skömmina heyrast nú frá fréttamiðlum mjálm úr horni þar sem vælt er um tilgang og ábyrgð fjármálastofnana og takmarkaðar samfélagslegar skyldur í lagalegu samhengi. Nú þegar rúm vika er liðin frá alrýmingu Grindavíkur og við íbúarnir erum enn í viðvarandi óvissu í hjólhýsinu á bílastæðinu hjá Nonna frænda, í sumarbústað verkalýðsfélagsins eða á stofugólfinu hjá mömmu berast okkur tíðindi í gegnum fréttamiðlana eftir fund formanna Verkalýðsfélags Grindavíkur og VR við forkálfa viðskiptabankanna þriggja. Skilaboðin eru þess efnis að fyrra boð hafi sennilega verið misskilið því, jú, eftir allt saman þá sé þetta nú bara byrjunin, sko.. við skulum bíða og sjá til, við erum að ræða málin og þetta verður örugglega allt bara ókei. Hér þarf að funda, og funda aftur. Þetta þarf að skoða, vega og meta, er þetta það besta fyrir Grindvíkinga í raun? Hvað með skattamálin? Og froðan vellur. Það er djúpstæð tilfinning undirritaðrar að hér sé verið viljandi að teygja lopann til þess eins að spila út tvisti með hálfgildings málamiðlun á fimmtudagsmorgun þegar efnt er til almennra mótmæla við höfuðstöðvar Landsbankans í þeirri von að kaupa sér frest og nokkra daga innkomu af vöxtum. Höfundur spyr: hver er tregðan? Eru lánveitendur svo skelfingu lostnir því þeir sjá fram á hrun bankakerfisins ef lán nokkurra sála úr sjávarþorpi suður með sjó eru fryst og vextir og verðbætur eru gefnir eftir? Ef svo er ætti ekki að vera mikið mál að redda þeim rúðustrikuðu blaði, blýanti og strokleðri. Eða eru bankarnir ef til vill óttaslegnir vegna þess að ”eftirgjöf” af þessu tagi hefur fordæmisgildi og bankastofnanir geti um ófyrirsjáanlega framtíð verið krafðar um að sinna einhverjum óþæginda samfélagslegum skyldum? Það þykir undirritaðri öllu líklegri ástæða. Annars er erfitt að átta sig á þessu, því af einhverri ástæðu sá enginn af bankastjórunum sér fært að mæta til viðtals í sjónvarpinu og svara spurningum eftir fund dagsins. Við heimilislausu og öll hin þurfum því að geta í eyðurnar. Vandamálin við að hysja upp um sig og girða í jakkafatabrók til að taka ákvörðun um þetta virðast í öllu falli vera umtalsverð. Ég býð fram aðstoð mína og hvatningu, því þó ég hafi ekki háskólagráðu í fjármálafræðum að flíka þá hampa ég leyfisbréfi frá heilbrigðisráðherra til að hysja upp um fólk, hvort heldur sem er Boss eða joggingbuxur úr Costco. Það tekur einn zoomfund fyrir brunch, eina siðferðilega rétta ákvörðun og smá kjarksnefil til að binda enda á þetta ástand og veita Grindvíkingum þann tíma og frið sem er þörf á til að ná áttum, sleikja sárin og verða fær um að taka raunhæfar ákvarðanir um framtíðina, laus við geðshræringu og ótta. Við þurfum ekki meira froðusnakk. Við þurfum aðgerðir- núna. Ég boða Grindvíkinga alla ásamt öðrum húsnæðislánagreiðendum og öllum öðrum sem misbýður yfirlæti og forkastanlegt samfélagslegt sinnuleysi til samstöðufundar við höfuðstöðvar Landsbankans við Hafnartorg, fimmtudaginn 23.nóvember, kl.14. Höfundur er tónlistarmaður úr Grindavík.
Tvöfaldar hörmungar Grindvíkinga Falsörlætis tilboð bankanna um að frysta húsnæðislán Grindvíkinga eru gagnsæ blekking til að nýta sér hörmungar sem nú dynja yfir heilt sveitarfélag og skara eld að sinni köku . Við höfum öll sem komin eru vits og ára staðið frammi fyrir hruni , en nú eru Grindvíkingar á öllu verri stað þar sem eigur þeirra, húsnæði og lífsafkoma er í hættu og í mörgum tilvikum eru fasteignir verlausar með öllu, skemmdar, óseljanlegar vegna staðasetningar og náttúruvár hættu. 15. nóvember 2023 09:00
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun