45.000 strætóferðir Davíð Þorláksson skrifar 22. nóvember 2023 09:01 Höfuðborgarsvæðið hefur lengi þróast eftir áherslum sem ýta undir bílaumferð með dreifðri byggð og einsleitum íbúðahverfum í stækkandi jaðri. Slíkt umhverfi er mikil áskorun fyrir góðar samgöngur. Með Borgarlínunni færum við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu upp á nýtt stig með áherslu á skjóta, góða og áreiðanlega þjónustu. Hún ekur að mestu í sérrými með forgangi á gatnamótum, tíðni ferða eykst og ferðatíminn styttist. Það sem er mikilvægast: Hún verður sniðin að þörfum notenda. Margar ferðir Á hverjum virkum degi eru farnar yfir 45.000 ferðir með almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi fjöldi ferða er sambærilegur við þann fjölda sem ferðast með bílum á degi hverjum eftir Miklubraut við Klambratún. Um 31% íbúa höfuðborgarsvæðisins notar strætó skv. ferðavenjukönnun Gallup frá 2022 og 14% íbúa á strætókort. Um 19% íbúa höfuðborgarsvæðisins, eða um 47.000 manns, hafa aðgang að Strætó í innan við 400 m fjarlægð frá heimili með a.m.k 10 mínútna tíðni á álagstímum. Með tilkomu Borgarlínunnar og nýs leiðanets verður hlutfallið 66%. Þeim sem njóta þessarar auknu og öruggu tíðni fjölgar því úr 47.000 íbúum í 160.000 - 200.000 íbúa þegar leiðarkerfinu hefur verið breytt. Með uppbyggingu innviða Borgarlínunnar styttist ferðatími farþega jafnt og þétt. Þá er einnig ljóst að stór og vaxandi hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins vill ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en í bíl. Í könnun Maskínu frá 2021 voru rúmlega 50% svarenda sem vildu ferðast með öðrum hætti en í bíl til og frá vinnu. Fyrsta lota Borgarlínu Sérrými fyrstu lota Borgarlínunnar munu strax hafa jákvæð áhrif á allar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það tengir meginleiðir um Ártúnshöfða og Kópavog við miðborg Reykjavíkur. Fyrsta lota mun því liggja um megin atvinnu- og þjónustusvæði höfuðborgarsvæðisins þar sem einna mest umferð er, og tafir hvað mestar, og mun strax hafa mikil áhrif á allt leiðakerfi almenningsvagna í sveitarfélögunum sex á svæðinu. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Borgarlína Samgöngur Strætó Reykjavík Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið hefur lengi þróast eftir áherslum sem ýta undir bílaumferð með dreifðri byggð og einsleitum íbúðahverfum í stækkandi jaðri. Slíkt umhverfi er mikil áskorun fyrir góðar samgöngur. Með Borgarlínunni færum við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu upp á nýtt stig með áherslu á skjóta, góða og áreiðanlega þjónustu. Hún ekur að mestu í sérrými með forgangi á gatnamótum, tíðni ferða eykst og ferðatíminn styttist. Það sem er mikilvægast: Hún verður sniðin að þörfum notenda. Margar ferðir Á hverjum virkum degi eru farnar yfir 45.000 ferðir með almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Þessi fjöldi ferða er sambærilegur við þann fjölda sem ferðast með bílum á degi hverjum eftir Miklubraut við Klambratún. Um 31% íbúa höfuðborgarsvæðisins notar strætó skv. ferðavenjukönnun Gallup frá 2022 og 14% íbúa á strætókort. Um 19% íbúa höfuðborgarsvæðisins, eða um 47.000 manns, hafa aðgang að Strætó í innan við 400 m fjarlægð frá heimili með a.m.k 10 mínútna tíðni á álagstímum. Með tilkomu Borgarlínunnar og nýs leiðanets verður hlutfallið 66%. Þeim sem njóta þessarar auknu og öruggu tíðni fjölgar því úr 47.000 íbúum í 160.000 - 200.000 íbúa þegar leiðarkerfinu hefur verið breytt. Með uppbyggingu innviða Borgarlínunnar styttist ferðatími farþega jafnt og þétt. Þá er einnig ljóst að stór og vaxandi hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins vill ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en í bíl. Í könnun Maskínu frá 2021 voru rúmlega 50% svarenda sem vildu ferðast með öðrum hætti en í bíl til og frá vinnu. Fyrsta lota Borgarlínu Sérrými fyrstu lota Borgarlínunnar munu strax hafa jákvæð áhrif á allar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Það tengir meginleiðir um Ártúnshöfða og Kópavog við miðborg Reykjavíkur. Fyrsta lota mun því liggja um megin atvinnu- og þjónustusvæði höfuðborgarsvæðisins þar sem einna mest umferð er, og tafir hvað mestar, og mun strax hafa mikil áhrif á allt leiðakerfi almenningsvagna í sveitarfélögunum sex á svæðinu. Höfundur er framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun