Aflagjald í sjókvíeldi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 10:31 Fyrir nokkrum dögum féll dómur í Héraðsdómi Vestfjarða, þar sem Arnarlax var sýknað af kröfu Vesturbyggðar um greiðslu á hækkuðu aflagjaldi fyrir löndun á eldislaxi í höfnum sveitarfélagsins. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að eldisfiskur væri ekki sjávarafli og félli ekki undir ákvæði 17. greinar laga um hafnarlög og þar með ekki lagastoð fyrir aflagjöldum á eldisfisk úr sjókvíeldi. Sveitarfélög þurfa vissu Þetta setur sveitarfélög sem hýsa sjókvíeldi í verulega vonda stöðu. Sveitarfélögin hafa byggt upp innviði til að mæta nýrri og stækkandi atvinnugrein og hafa verið tilbúin að gera sitt við að móta þá umgjörð sem þarf til þess að vaxa með. Hér er um að ræða uppbyggingu við hafnarsvæði og einnig uppbyggingu vegna fjölgunar íbúa og styrkingar grunnþjónustukjarna, svo sem grunn- og leikskóla. Í mörg ár hafa sveitarfélögin kallað eftir meiri skýrleika í lögum og reglum og að stjórnvöld fari í að yfirfara laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu um þetta efni í nokkur þing í röð. Sú tillaga felur einfaldlega í sér að fela innviðaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og matvælaráðherra að skipa starfshóp til þess að yfirfara laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi. Sú vinna hefur þegar farið af stað, þar skal nefna að nú hafa stjórnvöld viðkennt að núverandi skipting fiskeldissjóðsins sé ekki til þess að fallin mæta þörf sveitarfélaga fyrir þeirri uppbyggingu sem þau þurfa að ráðast í, auk þess sem lítil vissa er hjá sveitarfélögum um hve mikilla tekna er að vænta þar sem sveitarfélögin sækja hvert fyrir sig í sjóðinn og örðugt að áætla tekjur fram í tímann. Því hafa komið fram nýjar tillögur um skiptingu fiskeldisgjaldsins, hvort þær eru fullnægjandi verður tíminn að leiða í ljós en alla vega einnar messu virði að máta þær við. Leikreglur verða að vera skýrar Það er erfitt að byggja upp traust þegar leikreglur eru ekki skýrar, bæði fyrir sveitarfélögin og fyrirtækin. Það er þó vilji beggja aðila og því verða stjórnvöld að haska sér við verkið. Á vorþingi 2021 kom innviðaráðherra fram með frumvarp um breytingu á hafnarlögum. Þar voru tillögur sem byggja undir að sveitarfélög gætu sett inn í sína gjaldskrá aflagjöld af eldisfiski. Það náði ekki fram að ganga. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er boðað að hafnarlögin verði aftur á dagskrá á næstu vikum og er það vel þar sem þetta verður ávarpað. Vonandi verður unnið með þau hratt og vel í gengum þingið. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Sjókvíaeldi Fiskeldi Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum féll dómur í Héraðsdómi Vestfjarða, þar sem Arnarlax var sýknað af kröfu Vesturbyggðar um greiðslu á hækkuðu aflagjaldi fyrir löndun á eldislaxi í höfnum sveitarfélagsins. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að eldisfiskur væri ekki sjávarafli og félli ekki undir ákvæði 17. greinar laga um hafnarlög og þar með ekki lagastoð fyrir aflagjöldum á eldisfisk úr sjókvíeldi. Sveitarfélög þurfa vissu Þetta setur sveitarfélög sem hýsa sjókvíeldi í verulega vonda stöðu. Sveitarfélögin hafa byggt upp innviði til að mæta nýrri og stækkandi atvinnugrein og hafa verið tilbúin að gera sitt við að móta þá umgjörð sem þarf til þess að vaxa með. Hér er um að ræða uppbyggingu við hafnarsvæði og einnig uppbyggingu vegna fjölgunar íbúa og styrkingar grunnþjónustukjarna, svo sem grunn- og leikskóla. Í mörg ár hafa sveitarfélögin kallað eftir meiri skýrleika í lögum og reglum og að stjórnvöld fari í að yfirfara laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu um þetta efni í nokkur þing í röð. Sú tillaga felur einfaldlega í sér að fela innviðaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og matvælaráðherra að skipa starfshóp til þess að yfirfara laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis með hliðsjón af gjaldtöku af fiskeldi. Sú vinna hefur þegar farið af stað, þar skal nefna að nú hafa stjórnvöld viðkennt að núverandi skipting fiskeldissjóðsins sé ekki til þess að fallin mæta þörf sveitarfélaga fyrir þeirri uppbyggingu sem þau þurfa að ráðast í, auk þess sem lítil vissa er hjá sveitarfélögum um hve mikilla tekna er að vænta þar sem sveitarfélögin sækja hvert fyrir sig í sjóðinn og örðugt að áætla tekjur fram í tímann. Því hafa komið fram nýjar tillögur um skiptingu fiskeldisgjaldsins, hvort þær eru fullnægjandi verður tíminn að leiða í ljós en alla vega einnar messu virði að máta þær við. Leikreglur verða að vera skýrar Það er erfitt að byggja upp traust þegar leikreglur eru ekki skýrar, bæði fyrir sveitarfélögin og fyrirtækin. Það er þó vilji beggja aðila og því verða stjórnvöld að haska sér við verkið. Á vorþingi 2021 kom innviðaráðherra fram með frumvarp um breytingu á hafnarlögum. Þar voru tillögur sem byggja undir að sveitarfélög gætu sett inn í sína gjaldskrá aflagjöld af eldisfiski. Það náði ekki fram að ganga. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er boðað að hafnarlögin verði aftur á dagskrá á næstu vikum og er það vel þar sem þetta verður ávarpað. Vonandi verður unnið með þau hratt og vel í gengum þingið. Höfundur er þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun