Vill Ísland útrýma kynbundnu ofbeldi og afnema alla mismunun gegn konum? Tatjana Latinovic skrifar 29. nóvember 2023 09:00 Viljum við það? Ef svo er, þá þurfa íslensk stjórnvöld að sýna vilja í verki og lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, kvennasáttmálann svokallaða (CEDAW). Kvennasáttmálinn var undirritaður af íslenskum stjórnvöldum árið 1980. Sáttmálinn var svo staðfestur fimm árum síðar eftir mikinn þrýsting frá kvennahreyfingunni. Í dag, 43 árum eftir undirritun, hefur kvennasáttmálinn þó ekki enn verið innleiddur á Íslandi. Kvenréttindafélag Íslands hefur alla tíð lagt þunga áherslu á mikilvægi þess að innleiða kvennasáttmálann, núna síðast í áskorun sem aðalfundur félagsins sendi frá sér í vor. Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna var sett á laggirnar til að fylgja framkvæmd kvennasáttmálans eftir í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Aðildarríkin skila skýrslu um framkvæmd sáttmálans og svo eru fulltrúar þeirra kallaðir fyrir nefndina til að gera munnlega grein fyrir framkvæmd og innleiðingu sáttmálans. Þá gefst fulltrúum grasrótarinnar færi á að skila svokallaðri skuggaskýrslu til nefndarinnar og hefur Kvenréttindafélag Íslands gegnt lykilhlutverki í gerð slíkra skýrslna í gegnum árin. Athugasemdir Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda - útrýma þarf kynbundnu ofbeldi Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér lokaathugasemdir við níundu reglubundnu skýrslu Íslands í maí á þessu ári. Þó svo að nefndin lýsi ánægju með margt um stöðu jafnréttismála á Íslandi, þá bendir hún líka á atriði sem valda sannarlega áhyggjum og standa í vegi fyrir að raunverulegt jafnrétti náist hér á landi. Nefndin leggur til að íslensk stjórnvöld taki skýr skref í að útrýma kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði, fari í átak til að útrýma kynbundnu ofbeldi og útrýma fordómum gegn fólki með fötlun, hinsegin fólki, fólki af erlendum uppruna og öðrum jaðarhópum. Grundvallarathugasemd nefndarinnar er sú að íslensk stjórnvöld virðast ekki ætla sér að lögfesta samninginn. Segir nefndin að “vanræksla aðildarríkisins að lögfesta samninginn kunni að hafa skaðleg áhrif hvað varðar að konur og stúlkur fái notið til fulls réttinda sinna samkvæmt samningnum.” Það þarf pólitískan vilja til að setja kvenréttindi á dagskrá. Það þarf pólitískan vilja til að setja aðgerðir til að uppræta kynbundið ofbeldi í forgang, pólitískan vilja til að fjármagna að fullu úrræði til að uppræta kynbundið ofbeldi. Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld að sýna þennan vilja í verki með því að lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum, tafarlaust! Hundrað þúsund konur og kvár mættu á útifund við Arnarhól á Kvennaverkfallsdegi 24. október síðastliðinn og lásu upp yfirlýsingu með 19 kröfum til stjórnvalda og samfélagsins alls. Ef stjórnvöld vinna af festu til að verða að þessum kröfum mun næsta skýrsla þjóðarinnar til Kvennanefndar sameinuðu þjóðanna líta mun betur út. Við í Kvenréttindafélagi Íslands krefjumst þess að stjórnvöld geri kröfur kvennaverkfallsins um útrýmingu kynbundins og kynferðislegs ofbeldis að forgangsmáli og bendum á að alþjóð fylgist með. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Tatjana Latinovic Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Viljum við það? Ef svo er, þá þurfa íslensk stjórnvöld að sýna vilja í verki og lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, kvennasáttmálann svokallaða (CEDAW). Kvennasáttmálinn var undirritaður af íslenskum stjórnvöldum árið 1980. Sáttmálinn var svo staðfestur fimm árum síðar eftir mikinn þrýsting frá kvennahreyfingunni. Í dag, 43 árum eftir undirritun, hefur kvennasáttmálinn þó ekki enn verið innleiddur á Íslandi. Kvenréttindafélag Íslands hefur alla tíð lagt þunga áherslu á mikilvægi þess að innleiða kvennasáttmálann, núna síðast í áskorun sem aðalfundur félagsins sendi frá sér í vor. Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna var sett á laggirnar til að fylgja framkvæmd kvennasáttmálans eftir í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Aðildarríkin skila skýrslu um framkvæmd sáttmálans og svo eru fulltrúar þeirra kallaðir fyrir nefndina til að gera munnlega grein fyrir framkvæmd og innleiðingu sáttmálans. Þá gefst fulltrúum grasrótarinnar færi á að skila svokallaðri skuggaskýrslu til nefndarinnar og hefur Kvenréttindafélag Íslands gegnt lykilhlutverki í gerð slíkra skýrslna í gegnum árin. Athugasemdir Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda - útrýma þarf kynbundnu ofbeldi Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér lokaathugasemdir við níundu reglubundnu skýrslu Íslands í maí á þessu ári. Þó svo að nefndin lýsi ánægju með margt um stöðu jafnréttismála á Íslandi, þá bendir hún líka á atriði sem valda sannarlega áhyggjum og standa í vegi fyrir að raunverulegt jafnrétti náist hér á landi. Nefndin leggur til að íslensk stjórnvöld taki skýr skref í að útrýma kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði, fari í átak til að útrýma kynbundnu ofbeldi og útrýma fordómum gegn fólki með fötlun, hinsegin fólki, fólki af erlendum uppruna og öðrum jaðarhópum. Grundvallarathugasemd nefndarinnar er sú að íslensk stjórnvöld virðast ekki ætla sér að lögfesta samninginn. Segir nefndin að “vanræksla aðildarríkisins að lögfesta samninginn kunni að hafa skaðleg áhrif hvað varðar að konur og stúlkur fái notið til fulls réttinda sinna samkvæmt samningnum.” Það þarf pólitískan vilja til að setja kvenréttindi á dagskrá. Það þarf pólitískan vilja til að setja aðgerðir til að uppræta kynbundið ofbeldi í forgang, pólitískan vilja til að fjármagna að fullu úrræði til að uppræta kynbundið ofbeldi. Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld að sýna þennan vilja í verki með því að lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum, tafarlaust! Hundrað þúsund konur og kvár mættu á útifund við Arnarhól á Kvennaverkfallsdegi 24. október síðastliðinn og lásu upp yfirlýsingu með 19 kröfum til stjórnvalda og samfélagsins alls. Ef stjórnvöld vinna af festu til að verða að þessum kröfum mun næsta skýrsla þjóðarinnar til Kvennanefndar sameinuðu þjóðanna líta mun betur út. Við í Kvenréttindafélagi Íslands krefjumst þess að stjórnvöld geri kröfur kvennaverkfallsins um útrýmingu kynbundins og kynferðislegs ofbeldis að forgangsmáli og bendum á að alþjóð fylgist með. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun