Vill Ísland útrýma kynbundnu ofbeldi og afnema alla mismunun gegn konum? Tatjana Latinovic skrifar 29. nóvember 2023 09:00 Viljum við það? Ef svo er, þá þurfa íslensk stjórnvöld að sýna vilja í verki og lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, kvennasáttmálann svokallaða (CEDAW). Kvennasáttmálinn var undirritaður af íslenskum stjórnvöldum árið 1980. Sáttmálinn var svo staðfestur fimm árum síðar eftir mikinn þrýsting frá kvennahreyfingunni. Í dag, 43 árum eftir undirritun, hefur kvennasáttmálinn þó ekki enn verið innleiddur á Íslandi. Kvenréttindafélag Íslands hefur alla tíð lagt þunga áherslu á mikilvægi þess að innleiða kvennasáttmálann, núna síðast í áskorun sem aðalfundur félagsins sendi frá sér í vor. Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna var sett á laggirnar til að fylgja framkvæmd kvennasáttmálans eftir í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Aðildarríkin skila skýrslu um framkvæmd sáttmálans og svo eru fulltrúar þeirra kallaðir fyrir nefndina til að gera munnlega grein fyrir framkvæmd og innleiðingu sáttmálans. Þá gefst fulltrúum grasrótarinnar færi á að skila svokallaðri skuggaskýrslu til nefndarinnar og hefur Kvenréttindafélag Íslands gegnt lykilhlutverki í gerð slíkra skýrslna í gegnum árin. Athugasemdir Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda - útrýma þarf kynbundnu ofbeldi Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér lokaathugasemdir við níundu reglubundnu skýrslu Íslands í maí á þessu ári. Þó svo að nefndin lýsi ánægju með margt um stöðu jafnréttismála á Íslandi, þá bendir hún líka á atriði sem valda sannarlega áhyggjum og standa í vegi fyrir að raunverulegt jafnrétti náist hér á landi. Nefndin leggur til að íslensk stjórnvöld taki skýr skref í að útrýma kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði, fari í átak til að útrýma kynbundnu ofbeldi og útrýma fordómum gegn fólki með fötlun, hinsegin fólki, fólki af erlendum uppruna og öðrum jaðarhópum. Grundvallarathugasemd nefndarinnar er sú að íslensk stjórnvöld virðast ekki ætla sér að lögfesta samninginn. Segir nefndin að “vanræksla aðildarríkisins að lögfesta samninginn kunni að hafa skaðleg áhrif hvað varðar að konur og stúlkur fái notið til fulls réttinda sinna samkvæmt samningnum.” Það þarf pólitískan vilja til að setja kvenréttindi á dagskrá. Það þarf pólitískan vilja til að setja aðgerðir til að uppræta kynbundið ofbeldi í forgang, pólitískan vilja til að fjármagna að fullu úrræði til að uppræta kynbundið ofbeldi. Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld að sýna þennan vilja í verki með því að lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum, tafarlaust! Hundrað þúsund konur og kvár mættu á útifund við Arnarhól á Kvennaverkfallsdegi 24. október síðastliðinn og lásu upp yfirlýsingu með 19 kröfum til stjórnvalda og samfélagsins alls. Ef stjórnvöld vinna af festu til að verða að þessum kröfum mun næsta skýrsla þjóðarinnar til Kvennanefndar sameinuðu þjóðanna líta mun betur út. Við í Kvenréttindafélagi Íslands krefjumst þess að stjórnvöld geri kröfur kvennaverkfallsins um útrýmingu kynbundins og kynferðislegs ofbeldis að forgangsmáli og bendum á að alþjóð fylgist með. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Tatjana Latinovic Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Viljum við það? Ef svo er, þá þurfa íslensk stjórnvöld að sýna vilja í verki og lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum, kvennasáttmálann svokallaða (CEDAW). Kvennasáttmálinn var undirritaður af íslenskum stjórnvöldum árið 1980. Sáttmálinn var svo staðfestur fimm árum síðar eftir mikinn þrýsting frá kvennahreyfingunni. Í dag, 43 árum eftir undirritun, hefur kvennasáttmálinn þó ekki enn verið innleiddur á Íslandi. Kvenréttindafélag Íslands hefur alla tíð lagt þunga áherslu á mikilvægi þess að innleiða kvennasáttmálann, núna síðast í áskorun sem aðalfundur félagsins sendi frá sér í vor. Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna var sett á laggirnar til að fylgja framkvæmd kvennasáttmálans eftir í aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna. Aðildarríkin skila skýrslu um framkvæmd sáttmálans og svo eru fulltrúar þeirra kallaðir fyrir nefndina til að gera munnlega grein fyrir framkvæmd og innleiðingu sáttmálans. Þá gefst fulltrúum grasrótarinnar færi á að skila svokallaðri skuggaskýrslu til nefndarinnar og hefur Kvenréttindafélag Íslands gegnt lykilhlutverki í gerð slíkra skýrslna í gegnum árin. Athugasemdir Sameinuðu þjóðanna til íslenskra stjórnvalda - útrýma þarf kynbundnu ofbeldi Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér lokaathugasemdir við níundu reglubundnu skýrslu Íslands í maí á þessu ári. Þó svo að nefndin lýsi ánægju með margt um stöðu jafnréttismála á Íslandi, þá bendir hún líka á atriði sem valda sannarlega áhyggjum og standa í vegi fyrir að raunverulegt jafnrétti náist hér á landi. Nefndin leggur til að íslensk stjórnvöld taki skýr skref í að útrýma kynbundnum launamun og kynskiptum vinnumarkaði, fari í átak til að útrýma kynbundnu ofbeldi og útrýma fordómum gegn fólki með fötlun, hinsegin fólki, fólki af erlendum uppruna og öðrum jaðarhópum. Grundvallarathugasemd nefndarinnar er sú að íslensk stjórnvöld virðast ekki ætla sér að lögfesta samninginn. Segir nefndin að “vanræksla aðildarríkisins að lögfesta samninginn kunni að hafa skaðleg áhrif hvað varðar að konur og stúlkur fái notið til fulls réttinda sinna samkvæmt samningnum.” Það þarf pólitískan vilja til að setja kvenréttindi á dagskrá. Það þarf pólitískan vilja til að setja aðgerðir til að uppræta kynbundið ofbeldi í forgang, pólitískan vilja til að fjármagna að fullu úrræði til að uppræta kynbundið ofbeldi. Kvenréttindafélag Íslands hvetur íslensk stjórnvöld að sýna þennan vilja í verki með því að lögfesta og innleiða samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum, tafarlaust! Hundrað þúsund konur og kvár mættu á útifund við Arnarhól á Kvennaverkfallsdegi 24. október síðastliðinn og lásu upp yfirlýsingu með 19 kröfum til stjórnvalda og samfélagsins alls. Ef stjórnvöld vinna af festu til að verða að þessum kröfum mun næsta skýrsla þjóðarinnar til Kvennanefndar sameinuðu þjóðanna líta mun betur út. Við í Kvenréttindafélagi Íslands krefjumst þess að stjórnvöld geri kröfur kvennaverkfallsins um útrýmingu kynbundins og kynferðislegs ofbeldis að forgangsmáli og bendum á að alþjóð fylgist með. Höfundur er formaður Kvenréttindafélags Íslands. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar