Horfum fram á veginn Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar 24. nóvember 2023 11:31 Blikur eru á lofti í heimshagkerfinu. Stríðsátök fara vaxandi. Innanlands er við náttúruöflin að etja. Þegar kemur að efnahagslegri óvissu er því af nægu að taka um þessar mundir. Hvað verðbólguna varðar nefnir Seðlabankinn komandi kjaraviðræður sem veigamesta innlenda áhættuþáttinn. Í nýútgefnum Peningamálum Seðlabankans er víða komið inn á þátt kjaraviðræðna í verðbólguhorfum. Ljóst er að þær munu ráða nokkru um þróun verðbólguhorfa á næstunni. Segir m.a.: „virðist kjölfesta verðbólguvæntinga hafa laskast og framundan eru kjaraviðræður sem gætu sett horfur um áframhaldandi hjöðnun verðbólgu í uppnám.“ Þá kemur fram að kjarasamningar „muni skipta miklu máli fyrir verðbólguþróun á gildistíma sínum“. Í ritinu var einnig að finna sérstaka greiningu á áhrifum álagningarhlutfalls fyrirtækja á verðlag og niðurstaðan sú að álagning hafi haft lítil sem engin áhrif á verðbólguna að undanförnu. Sem þýði jafnframt að þar sem fyrirtæki hafi ekki aukið álagningarhlutfall sitt sé lítið svigrúm í rekstri til að taka við auknum kostnaðarhækkunum. Ef samið verði um „ríflegar“ launahækkanir í komandi samningum munu þær hækkanir því leiða til hærra verðlags, ef launahækkanirnar leiði til aukinnar eftirspurnar. Seinustu samningar hafi þegar verið kostnaðarsamir og launakostnaður á framleidda einingu hafi hækkað vel umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði bankans og útlit fyrir að svo verði áfram. Væntingar eru lykilatriði Að mati Seðlabankans hefur kjölfesta verðbólguvæntinga veikst sem þýðir að fólk hefur minni trú á því en áður að verðbólga fari aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Aukin tregða í verðbólgu getur komið til vegna þess að æ fleiri heimili og fyrirtæki móta væntingar sínar um framtíðarþróun verðbólgu út frá nýliðinni þróun hennar“. Sé það tilfellið geti verðbólguáhrif verið meiri og langvinnari en ella, sem kallar jafnframt á harðara viðbragð peningastefnu, þ.e. hærra vaxtastig. Atvinnurekendur undirbúa nú rekstraráætlanir fyrir næsta ár og þeim mun hærri sem verðbólguvæntingar eru þeim mun meiri áhrif mun það hafa á ákvarðanir þeirra um verðlag. Þar skipta væntingar þeirra um niðurstöður komandi kjarasamninga máli. Í þeim viðræðum er mikilvægt að aðilar horfi fram á veg, frekar en í baksýnisspegilinn. Ábyrgir langtímasamningar draga úr óvissu Þó áhrifaþættir verðbólgu séu margir, og sumir hverjir illviðráðanlegir, er nú tækifæri til að eyða einum helsta óvissuþætti sem snýr að innlendri verðbólgu. Þar sem niðurstöður kjaraviðræðna velta á samstarfi aðila vinnumarkaðarins ættum við að vera fullfær um að útrýma þessari óvissu. Hlutverk okkar er að ganga hið fyrsta frá ábyrgum og skynsamlegum langtímasamningum sem myndu stuðla að auknum fyrirsjáanleika á vinnumarkaði og hóflegri verðbólguvæntingum heimila og fyrirtækja. Dempun verðbólguvæntinga dregur úr verðbólgunni og stuðlar að lægra vaxtastigi, sem öllum þykir eftirsóknarvert. Til mikils væri að vinna að grípa það tækifæri. Eyðum óvissunni og horfum fram á veginn. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Hrefna Ingimundardóttir Kjaraviðræður 2023 Seðlabankinn Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Sjá meira
Blikur eru á lofti í heimshagkerfinu. Stríðsátök fara vaxandi. Innanlands er við náttúruöflin að etja. Þegar kemur að efnahagslegri óvissu er því af nægu að taka um þessar mundir. Hvað verðbólguna varðar nefnir Seðlabankinn komandi kjaraviðræður sem veigamesta innlenda áhættuþáttinn. Í nýútgefnum Peningamálum Seðlabankans er víða komið inn á þátt kjaraviðræðna í verðbólguhorfum. Ljóst er að þær munu ráða nokkru um þróun verðbólguhorfa á næstunni. Segir m.a.: „virðist kjölfesta verðbólguvæntinga hafa laskast og framundan eru kjaraviðræður sem gætu sett horfur um áframhaldandi hjöðnun verðbólgu í uppnám.“ Þá kemur fram að kjarasamningar „muni skipta miklu máli fyrir verðbólguþróun á gildistíma sínum“. Í ritinu var einnig að finna sérstaka greiningu á áhrifum álagningarhlutfalls fyrirtækja á verðlag og niðurstaðan sú að álagning hafi haft lítil sem engin áhrif á verðbólguna að undanförnu. Sem þýði jafnframt að þar sem fyrirtæki hafi ekki aukið álagningarhlutfall sitt sé lítið svigrúm í rekstri til að taka við auknum kostnaðarhækkunum. Ef samið verði um „ríflegar“ launahækkanir í komandi samningum munu þær hækkanir því leiða til hærra verðlags, ef launahækkanirnar leiði til aukinnar eftirspurnar. Seinustu samningar hafi þegar verið kostnaðarsamir og launakostnaður á framleidda einingu hafi hækkað vel umfram það sem samræmist verðbólgumarkmiði bankans og útlit fyrir að svo verði áfram. Væntingar eru lykilatriði Að mati Seðlabankans hefur kjölfesta verðbólguvæntinga veikst sem þýðir að fólk hefur minni trú á því en áður að verðbólga fari aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Aukin tregða í verðbólgu getur komið til vegna þess að æ fleiri heimili og fyrirtæki móta væntingar sínar um framtíðarþróun verðbólgu út frá nýliðinni þróun hennar“. Sé það tilfellið geti verðbólguáhrif verið meiri og langvinnari en ella, sem kallar jafnframt á harðara viðbragð peningastefnu, þ.e. hærra vaxtastig. Atvinnurekendur undirbúa nú rekstraráætlanir fyrir næsta ár og þeim mun hærri sem verðbólguvæntingar eru þeim mun meiri áhrif mun það hafa á ákvarðanir þeirra um verðlag. Þar skipta væntingar þeirra um niðurstöður komandi kjarasamninga máli. Í þeim viðræðum er mikilvægt að aðilar horfi fram á veg, frekar en í baksýnisspegilinn. Ábyrgir langtímasamningar draga úr óvissu Þó áhrifaþættir verðbólgu séu margir, og sumir hverjir illviðráðanlegir, er nú tækifæri til að eyða einum helsta óvissuþætti sem snýr að innlendri verðbólgu. Þar sem niðurstöður kjaraviðræðna velta á samstarfi aðila vinnumarkaðarins ættum við að vera fullfær um að útrýma þessari óvissu. Hlutverk okkar er að ganga hið fyrsta frá ábyrgum og skynsamlegum langtímasamningum sem myndu stuðla að auknum fyrirsjáanleika á vinnumarkaði og hóflegri verðbólguvæntingum heimila og fyrirtækja. Dempun verðbólguvæntinga dregur úr verðbólgunni og stuðlar að lægra vaxtastigi, sem öllum þykir eftirsóknarvert. Til mikils væri að vinna að grípa það tækifæri. Eyðum óvissunni og horfum fram á veginn. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun