Kynbundið ofbeldi og þjóðarmorð Katrín Harðardóttir skrifar 26. nóvember 2023 14:30 Hvernig stendur á tvískinnungi í málefnum Palestínu? Hvað veldur þögn valdhafa og almennings nú þegar átakalínur skerpast og það er deginum ljósara hvað á sér stað fyrir botni Miðjarðarhafsins? Hvað er eiginlega í gangi í Utanríkisráðuneytinu? Það er ekki erfitt að verða sér úti um upplýsingar og sjá í gegnum lygarnar sem okkur eru færðar á borð af ráðandi miðlum, þar á meðal okkar eigin miðlum sem virðast oftar en ekki beinþýða upp úr áróðursmaskínu Bandaríkjanna og Ísraels. Hvernig stendur á því að allar þær konur sem fylktu liði í þúsundatali fyrir rétt rúmlega mánuði síðan mæta ekki í kröfugöngur, öskrandi á Alþingi vegna systra þeirra sem liggja nú í fjöldagröfum, syrgja látin börn sín og sefa þau börn sem eftir eru, undir komandi vetri við hungur og húsarústir? En þögninni hafa þó fylgt aðgerðir hér heima, til dæmis var fjölskylda fatlaðs manns send úr landi. Það er vægast sagt sérstakur gjörningur í ljósi þess að margar þessara sömu kvenna mættu galvaskar á fjöldafund til þess að krefjast viðurkenningar á þriðju vakt kvenna. Þar mátti til dæmis sjá forsætisráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra sem virðast ekki sjá dómgreindarleysið í því að skilja manninn einanskilja fólk eitt eftir í samfélagi sem reiðir sig á óformlegan stuðning fjölskyldunnar. Bar þá í bakkafullan lækinn þegar átta barna, einstæð móðir frá Palestínu var send á götuna á Spáni. Hvers virði er femínísk paradís ef hún getur ekki skotið skjólshúsi yfir einstæða móður frá hernumdu ríki? Eurovision hefur kennt okkur að Ísrael er svo sannarlega hluti Evrópu, en hvað með Palestínu? Við höfum lifað svo lengi við brenglaða orðræðu að við höfum ekki hugmynd um þá menningarlegu fjölbreytni sem álfan hefur að geyma. Í Palestínu eru ekki teknar myndir af konum sem eru ekki huldar, af virðingu við þær. Af þessum sökum fáum við ekki alla myndina af því hvað er að gerast og hefur gerst á undanförnum vikum. En það kynbundna ofbeldi sem á sér stað í öllum stríðum er einnig staðreynd í þjóðarmorðinu á Gaza og þeim kerfisbundnu þjóðarhreinsunum sem eiga sér stað út um alla Palestínu. Þessar upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum sem standa bæði ráðafólki, almenningi og fréttamiðlum til boða. Ríkisstjórnin og við sem þjóð, sem hampar sér af mannúð og femínískum gildum, er samsek um þjóðarmorð ef hún lætur ekki heyra í sér á alþjóðlegum grundvelli og slítur viðskipta - og stjórnmálasambandi við Ísrael. Ef við flykkjumst ekki öll út á götu og mótmælum, þá erum við samsek. Þarf fólk að vera á launum til að mæta? Eða er palestínska þjóðin ekki rétt á litinn? Höfundur er baráttukona fyrir mannréttindum, femínisti og þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Hvernig stendur á tvískinnungi í málefnum Palestínu? Hvað veldur þögn valdhafa og almennings nú þegar átakalínur skerpast og það er deginum ljósara hvað á sér stað fyrir botni Miðjarðarhafsins? Hvað er eiginlega í gangi í Utanríkisráðuneytinu? Það er ekki erfitt að verða sér úti um upplýsingar og sjá í gegnum lygarnar sem okkur eru færðar á borð af ráðandi miðlum, þar á meðal okkar eigin miðlum sem virðast oftar en ekki beinþýða upp úr áróðursmaskínu Bandaríkjanna og Ísraels. Hvernig stendur á því að allar þær konur sem fylktu liði í þúsundatali fyrir rétt rúmlega mánuði síðan mæta ekki í kröfugöngur, öskrandi á Alþingi vegna systra þeirra sem liggja nú í fjöldagröfum, syrgja látin börn sín og sefa þau börn sem eftir eru, undir komandi vetri við hungur og húsarústir? En þögninni hafa þó fylgt aðgerðir hér heima, til dæmis var fjölskylda fatlaðs manns send úr landi. Það er vægast sagt sérstakur gjörningur í ljósi þess að margar þessara sömu kvenna mættu galvaskar á fjöldafund til þess að krefjast viðurkenningar á þriðju vakt kvenna. Þar mátti til dæmis sjá forsætisráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra sem virðast ekki sjá dómgreindarleysið í því að skilja manninn einanskilja fólk eitt eftir í samfélagi sem reiðir sig á óformlegan stuðning fjölskyldunnar. Bar þá í bakkafullan lækinn þegar átta barna, einstæð móðir frá Palestínu var send á götuna á Spáni. Hvers virði er femínísk paradís ef hún getur ekki skotið skjólshúsi yfir einstæða móður frá hernumdu ríki? Eurovision hefur kennt okkur að Ísrael er svo sannarlega hluti Evrópu, en hvað með Palestínu? Við höfum lifað svo lengi við brenglaða orðræðu að við höfum ekki hugmynd um þá menningarlegu fjölbreytni sem álfan hefur að geyma. Í Palestínu eru ekki teknar myndir af konum sem eru ekki huldar, af virðingu við þær. Af þessum sökum fáum við ekki alla myndina af því hvað er að gerast og hefur gerst á undanförnum vikum. En það kynbundna ofbeldi sem á sér stað í öllum stríðum er einnig staðreynd í þjóðarmorðinu á Gaza og þeim kerfisbundnu þjóðarhreinsunum sem eiga sér stað út um alla Palestínu. Þessar upplýsingar má finna á samfélagsmiðlum sem standa bæði ráðafólki, almenningi og fréttamiðlum til boða. Ríkisstjórnin og við sem þjóð, sem hampar sér af mannúð og femínískum gildum, er samsek um þjóðarmorð ef hún lætur ekki heyra í sér á alþjóðlegum grundvelli og slítur viðskipta - og stjórnmálasambandi við Ísrael. Ef við flykkjumst ekki öll út á götu og mótmælum, þá erum við samsek. Þarf fólk að vera á launum til að mæta? Eða er palestínska þjóðin ekki rétt á litinn? Höfundur er baráttukona fyrir mannréttindum, femínisti og þýðandi.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun