Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2023 20:01 Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu ræddi brunann í Stangarhyl í Árbæ í kvöldfréttum. vísir/Steingrímur Dúi Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans Sex manns voru í húsinu þegar eldurinn kom upp. Eldsupptök liggja ekki fyrir, en eru til rannsóknar. Eldurinn var kröftugur þegar slökkvilið bar að garði. „Það var mjög þykkur og svartur reykur, krefjandi aðstæður og mikið uppnám á vettvangi,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu ári sem eldur kemur upp í atvinnu- eða iðnaðarhúsnæði þar sem fólk býr. Í síðasta mánuði lést karlmaður á sjötugsaldri eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða. Maðurinn bjó í húsinu. Í fréttum okkar lýsti sonur mannsins slæmum aðstæðum sem faðir hans bjó við. Samskipti eigenda við slökkvilið voru þó til fyrirmyndar, að sögn Jóns Viðars. Í ágúst kom upp eldur í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Tólf manns voru með fasta búsetu í húsinu, sem var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkvliðs yfir húsnæði þar sem fara þyrfti yfir brunavarnir. Jón Viðar Matthíassonvísir/steingrímur dúi Í febrúar kom upp eldur á áfangaheimilinu Betra lífi í Vatnagörðum, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Viku áður hafði slökkviliðið gert úttekt á húsnæðinu og komist að þeirri niðurstöðu að brotalamir á brunavörnum hússins hafi varðað við lög. Húsið þar sem eldurinn kom upp í morgun var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, þar sem flóttaleiðir voru til að mynda ekki fullnægjandi. Jón Viðar segir mikla og góða vinnu hafa farið af stað eftir brunann við Bræðraborgarstíg í júní 2020, þar sem þrjú létust. „Og ég finn að það er skilningur stjórnvalda og allra að gera eitthvað, og skerpa lögin.“ Skýrari löggjöf muni þó ekki ein og sér koma málunum í betra horf. „Það sem er náttúrulega lykilatriði er að eigandi húsnæðis verður bara að vita að það er ábyrgðarhlutverk að leigja,“ segir Jón Viðar. vísir/Steingrímur Dúi Óljós viðurlög Viðurlög séu óljós þegar manntjón hljótist af bruna í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Dæmi séu um að eigendur hafi fengið sektir eða skilorðsbundna fangelsisdóma. Þó geti verið erfitt að sækja slík mál. Heldurðu að svona tilfellum myndi ef til vill fækka ef refsiábyrgð yrði aukin í svona málum? „Við fundum það eftir þá dóma sem féllu fyrir nokkrum árum síðan að þá voru menn meira á tánum, voru að leita til okkar og koma með alls konar lausnir til bóta. Þannig að allt þetta hefur jákvæð áhrif, já.“ Bruni í Stangarhyl Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Bruni á Hvaleyrarbraut Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slysavarnir Leigumarkaður Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
Sex manns voru í húsinu þegar eldurinn kom upp. Eldsupptök liggja ekki fyrir, en eru til rannsóknar. Eldurinn var kröftugur þegar slökkvilið bar að garði. „Það var mjög þykkur og svartur reykur, krefjandi aðstæður og mikið uppnám á vettvangi,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu ári sem eldur kemur upp í atvinnu- eða iðnaðarhúsnæði þar sem fólk býr. Í síðasta mánuði lést karlmaður á sjötugsaldri eftir að eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Funahöfða. Maðurinn bjó í húsinu. Í fréttum okkar lýsti sonur mannsins slæmum aðstæðum sem faðir hans bjó við. Samskipti eigenda við slökkvilið voru þó til fyrirmyndar, að sögn Jóns Viðars. Í ágúst kom upp eldur í iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. Tólf manns voru með fasta búsetu í húsinu, sem var ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og var á lista slökkvliðs yfir húsnæði þar sem fara þyrfti yfir brunavarnir. Jón Viðar Matthíassonvísir/steingrímur dúi Í febrúar kom upp eldur á áfangaheimilinu Betra lífi í Vatnagörðum, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Viku áður hafði slökkviliðið gert úttekt á húsnæðinu og komist að þeirri niðurstöðu að brotalamir á brunavörnum hússins hafi varðað við lög. Húsið þar sem eldurinn kom upp í morgun var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði, þar sem flóttaleiðir voru til að mynda ekki fullnægjandi. Jón Viðar segir mikla og góða vinnu hafa farið af stað eftir brunann við Bræðraborgarstíg í júní 2020, þar sem þrjú létust. „Og ég finn að það er skilningur stjórnvalda og allra að gera eitthvað, og skerpa lögin.“ Skýrari löggjöf muni þó ekki ein og sér koma málunum í betra horf. „Það sem er náttúrulega lykilatriði er að eigandi húsnæðis verður bara að vita að það er ábyrgðarhlutverk að leigja,“ segir Jón Viðar. vísir/Steingrímur Dúi Óljós viðurlög Viðurlög séu óljós þegar manntjón hljótist af bruna í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Dæmi séu um að eigendur hafi fengið sektir eða skilorðsbundna fangelsisdóma. Þó geti verið erfitt að sækja slík mál. Heldurðu að svona tilfellum myndi ef til vill fækka ef refsiábyrgð yrði aukin í svona málum? „Við fundum það eftir þá dóma sem féllu fyrir nokkrum árum síðan að þá voru menn meira á tánum, voru að leita til okkar og koma með alls konar lausnir til bóta. Þannig að allt þetta hefur jákvæð áhrif, já.“
Bruni í Stangarhyl Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Bruni á Funahöfða Bruni á Hvaleyrarbraut Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Reykjavík Slysavarnir Leigumarkaður Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fleiri fréttir Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira