Ísland á meðal efstu liða í spám veðbanka fyrir EM Aron Guðmundsson skrifar 28. nóvember 2023 08:01 Það mun mæða mikið á Ómari Inga Magnússyni á komandi stórmóti með íslenska landsliðinu Vísir/Hulda Margrét Nú þegar rétt rúmur mánuður er til stefnu þar til að flautað verður til leiks á Evrópumótinu í handbolta eru spár veðbanka fyrir mótið teknar að birtast. Mótið fer fram í Þýskalandi í þetta sinn og er Ísland á meðal þátttökuþjóða. Um er að ræða fyrsta stórmót liðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Hingað til hefur liðið leikið tvo leiki undir hans stjórn, æfingarleiki gegn Færeyjum hér heima og unnust þeir báðir. Ísland endaði í 6.sæti á síðasta Evrópumóti, sem haldið var í Ungverjalandi og Slóvakíu árið 2022 og miðað við spár veðbanka má búast við svipaðri niðurstöðu á komandi Evrópumóti. Snorri Steinn hefur farið á fjölmörg stórmót í gegnum tíðina en núna er hann á leið á sitt fyrsta stórmót sem landsliðsþjálfari.Vísir/Hulda Margrét Veðbankarnir Unibet og Boylesports spá því báðir að Ísland, sem verður í riðli með Serbíu, Ungverjalandi og Svartfjallalandi, muni enda í 6. sæti mótsins. Líklegast þykir að ríkjandi heimsmeistarar Danmerkur muni hrifsa til sín Evrópumeistaratitilinn af nágrönnunum frá Svíþjóð og standa uppi sem meistarar að afloknum úrslitaleik EM 2024 þann 28. janúar á næsta ári. Svíum er spáð öðru sæti, Spánverjum þriðja, Frökkum fjórða og Þjóðverjum, sem leika á heimavelli, fimmta sæti. Nokkuð stórt bil er svo í stuðlunum frá Íslandi í 6. sæti og niður í Noreg í 7. sæti. Skeinuhættir Ungverjar Riðill Íslands á Evrópumótinu er spilaður í Munchen og hefur íslenska landsliðið leik gegn Serbíu þann 12. janúar. Veðbankar hafa trú á því að Serbar muni enda í níunda sæti á mótinu. Þann 14. janúar tekur við leikur gegn Svartfellingum sem er ekki spáð sérstöku gengi á mótinu, raunar er liðið á meðal þeirra sex liða sem spáð er lakasta genginu samkvæmt veðbönkum. Tveimur dögum síðar, nánar tiltekið þann 16. janúar munu Strákarnir okkar mæta Ungverjum sem er það lið í riðlinum, á eftir Íslandi, sem spáð er bestu gengi á mótinu. Veðbankar hafa trú á því að Ungverjar, sem enduðu í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu í Póllandi og Svíþjóð í upphafi þessa árs, muni enda í áttunda sæti á EM í Þýskalandi. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Um er að ræða fyrsta stórmót liðsins undir stjórn landsliðsþjálfarans Snorra Steins Guðjónssonar. Hingað til hefur liðið leikið tvo leiki undir hans stjórn, æfingarleiki gegn Færeyjum hér heima og unnust þeir báðir. Ísland endaði í 6.sæti á síðasta Evrópumóti, sem haldið var í Ungverjalandi og Slóvakíu árið 2022 og miðað við spár veðbanka má búast við svipaðri niðurstöðu á komandi Evrópumóti. Snorri Steinn hefur farið á fjölmörg stórmót í gegnum tíðina en núna er hann á leið á sitt fyrsta stórmót sem landsliðsþjálfari.Vísir/Hulda Margrét Veðbankarnir Unibet og Boylesports spá því báðir að Ísland, sem verður í riðli með Serbíu, Ungverjalandi og Svartfjallalandi, muni enda í 6. sæti mótsins. Líklegast þykir að ríkjandi heimsmeistarar Danmerkur muni hrifsa til sín Evrópumeistaratitilinn af nágrönnunum frá Svíþjóð og standa uppi sem meistarar að afloknum úrslitaleik EM 2024 þann 28. janúar á næsta ári. Svíum er spáð öðru sæti, Spánverjum þriðja, Frökkum fjórða og Þjóðverjum, sem leika á heimavelli, fimmta sæti. Nokkuð stórt bil er svo í stuðlunum frá Íslandi í 6. sæti og niður í Noreg í 7. sæti. Skeinuhættir Ungverjar Riðill Íslands á Evrópumótinu er spilaður í Munchen og hefur íslenska landsliðið leik gegn Serbíu þann 12. janúar. Veðbankar hafa trú á því að Serbar muni enda í níunda sæti á mótinu. Þann 14. janúar tekur við leikur gegn Svartfellingum sem er ekki spáð sérstöku gengi á mótinu, raunar er liðið á meðal þeirra sex liða sem spáð er lakasta genginu samkvæmt veðbönkum. Tveimur dögum síðar, nánar tiltekið þann 16. janúar munu Strákarnir okkar mæta Ungverjum sem er það lið í riðlinum, á eftir Íslandi, sem spáð er bestu gengi á mótinu. Veðbankar hafa trú á því að Ungverjar, sem enduðu í áttunda sæti á heimsmeistaramótinu í Póllandi og Svíþjóð í upphafi þessa árs, muni enda í áttunda sæti á EM í Þýskalandi.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira