Tilraun um stefnubreytingu í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 27. nóvember 2023 15:01 Á dögunum sendi miðstjórn Alþýðusambands Íslands frá sér nokkuð varfærna og að ég tel vel ígrundaða ályktun um leikskólamál. Þar er varað við áhrifum þeirra tilrauna hjá sumum sveitarfélögum að mæta vanfjármögnun leikskólakerfisins með skerðingu á þjónustu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, virðist hafa tekið ályktunina til sín og fundið sig knúna til að svara henni. Því er gefið undir fótinn að ASÍ hafi ekki kynnt sér hinar tilraunakenndu breytingar nægjanlega vel og skilji alls ekki innihaldið. Í reynd græði allir á nýju fyrirkomulagi og sérstaklega sé passað upp á að tekjulágir haldi sjó með miklum afsláttarkerfum. Flóknar gjaldskrár til vandræða Það er vissulega rétt að í Kópavogi var innleitt tekjutengt afsláttarkerfi, en tekjuviðmiðin til að njóta afsláttar eru lág. Séu allar breytur skoðaðar saman, má sjá að einungis fólk sem var áður utan afsláttarkerfa en fellur nú inn í nýtt afsláttarkerfi kemur til með að greiða lægra gjald en áður. Ætla má að það sé verulega takmarkaður hópur. Raunar er það svo að fólk sem áður naut afsláttar tekur á sig hækkun þrátt fyrir að rata áfram inn í nýtt afsláttarkerfi. Líklegt er að einhverjir falli úr fyrra afsláttarkerfi og gætu þá fundið fyrir allt að 100% hækkun. Erfitt er að fjalla um afsláttarkerfin fyrr en við vitum betur um raunverulega notkun þeirra. Ógagnsæjar og flóknar gjaldskrár fyrir leikskólaþjónustu hafa lengi verið til vandræða og auðvelt að fela ýmsa félagslega skekkju innan þeirra. ASÍ hefur raunar lagt heilmikið á sig til að reyna að auðvelda lestur og samanburð á gjaldskrám í gegnum tíðina, en það er önnur umræða. Til þess að færa umræðuna í rétta átt er það ljóst og raunar yfirlýst að um skerðingu á þjónustu er að ræða. Í samfélagi þar sem vinnudagurinn er yfirleitt um 8 tímar er augljóst að einhver þarf að brúa þarna bil, hvort sem afsláttur kemur til eða ekki. Við getum velt því fyrir okkur hverjir stökkva til. Bæjarstjórinn bendir á að leikskólaþjónusta sé ekki hluti af lögboðinni þjónustu sveitarfélaganna. Kannski ættum við bara að vera þakklát fyrir þá viðleitni sem er yfirhöfuð sýnd í þeim efnum? Það ber vott um vissa pólitíska naumhyggju þegar talsmenn sveitarfélaganna vísa til þess að leikskólaþjónustan sé ekki lögbundin – eins og það sé ekki augljóslega vilji íbúanna, og samfélagsins alls, að halda úti slíkri þjónustu með sóma. Það má spyrja sig hvort Kópavogur myndi skoða að leggja niður önnur verkefni sem ekki eru beinlínis lögbundin, eins og til dæmis snjómokstur? Það má teljast undarlegt hjá bæjarstjóranum að láta skína í að Kópavogur gæti allt eins lagt niður þjónustuna ef bæjarstjórn hugnaðist það. Pistillinn endar með því að bæjarstjórinn býður Alþýðusambandinu að hafa milligöngu um að svipta félagsfólk áunnum réttindum sínum þegar hún segir: „Ekki er hægt að mæta umsömdum réttindum starfsfólks með öðrum hætti nema þjónustan sé skert allt árið um kring. Ef ASÍ vill endurskoða slík réttindi til að koma betur til móts við barnafjölskyldur og lágmarka skráningardaga þá er Kópavogsbær boðinn og búinn að ræða það!“ Naumhyggjan nær þarna nýju stigi. Heldur er það hryggilegt að bæjarstjóranum skuli finnast réttindi eigin starfsfólks – réttindi sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir árum saman – svo léttvæg að hæðast megi að þeim. Pólitísk stefnubreyting Í bókun á fundi bæjarráðs Kópavogs sem samþykkt var 23. þessa mánaðar og ég fékk senda í tölvupósti er fullyrt að „mikið samráð” hafi verið haft við „starfsfólk leikskóla, faglærða og ófaglærða, við mótun tillagna. Þá var einnig samráð við aðra hagaðila s.s. fulltrúa foreldra og stéttarfélaga.” Ekkert er svo sem frekar gefið upp um hvernig slíkt samráð fór fram en ljóst er að nýtt fyrirkomulag virðist samt sem áður hafa komið lang flestum hlutaðeigandi í opna skjöldu. Raunin er að hér er um að ræða meiriháttar pólitíska stefnubreytingu á skjön við afganginn af vinnumarkaðnum. Í stað þess að bæta aðbúnað leikskólafólks er skapaður hvati til að draga úr atvinnuþátttöku. Alkunna er að í slíkum tilfellum eru það yfirleitt konur sem minnka vinnu sína enda hvílir umönnun barna mest á herðum kvenna auk þess sem kynbundinn launamunur veldur því að tekjur þeirra eru iðulega lægri en karla. Þessa stefnubreytingu er nú verið að festa í sessi án mikillar umræðu. Reyndar segir bæjarstjórinn að sýnin komi beinustu leið innan úr leikskólunum sjálfum án nokkurra áhrifa eða íhlutunar bæjaryfirvalda. Sú staðhæfing hlýtur að vekja athygli víðar en í Kópavogi. ASÍ fylgist auðvitað mjög grannt með tilraunastarfseminni í Kópavogi, hvort sem bæjarstjórinn situr til svara fyrir hana eða ekki. Hitt er svo annað mál að ASÍ og verkalýðshreyfingin öll elur með sér aukinn metnað til að stuðla að bættu leikskólakerfi á grundvelli jafnréttis og samfélagslegrar ábyrgðar, eins og í öllum okkar verkum. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum sendi miðstjórn Alþýðusambands Íslands frá sér nokkuð varfærna og að ég tel vel ígrundaða ályktun um leikskólamál. Þar er varað við áhrifum þeirra tilrauna hjá sumum sveitarfélögum að mæta vanfjármögnun leikskólakerfisins með skerðingu á þjónustu. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, virðist hafa tekið ályktunina til sín og fundið sig knúna til að svara henni. Því er gefið undir fótinn að ASÍ hafi ekki kynnt sér hinar tilraunakenndu breytingar nægjanlega vel og skilji alls ekki innihaldið. Í reynd græði allir á nýju fyrirkomulagi og sérstaklega sé passað upp á að tekjulágir haldi sjó með miklum afsláttarkerfum. Flóknar gjaldskrár til vandræða Það er vissulega rétt að í Kópavogi var innleitt tekjutengt afsláttarkerfi, en tekjuviðmiðin til að njóta afsláttar eru lág. Séu allar breytur skoðaðar saman, má sjá að einungis fólk sem var áður utan afsláttarkerfa en fellur nú inn í nýtt afsláttarkerfi kemur til með að greiða lægra gjald en áður. Ætla má að það sé verulega takmarkaður hópur. Raunar er það svo að fólk sem áður naut afsláttar tekur á sig hækkun þrátt fyrir að rata áfram inn í nýtt afsláttarkerfi. Líklegt er að einhverjir falli úr fyrra afsláttarkerfi og gætu þá fundið fyrir allt að 100% hækkun. Erfitt er að fjalla um afsláttarkerfin fyrr en við vitum betur um raunverulega notkun þeirra. Ógagnsæjar og flóknar gjaldskrár fyrir leikskólaþjónustu hafa lengi verið til vandræða og auðvelt að fela ýmsa félagslega skekkju innan þeirra. ASÍ hefur raunar lagt heilmikið á sig til að reyna að auðvelda lestur og samanburð á gjaldskrám í gegnum tíðina, en það er önnur umræða. Til þess að færa umræðuna í rétta átt er það ljóst og raunar yfirlýst að um skerðingu á þjónustu er að ræða. Í samfélagi þar sem vinnudagurinn er yfirleitt um 8 tímar er augljóst að einhver þarf að brúa þarna bil, hvort sem afsláttur kemur til eða ekki. Við getum velt því fyrir okkur hverjir stökkva til. Bæjarstjórinn bendir á að leikskólaþjónusta sé ekki hluti af lögboðinni þjónustu sveitarfélaganna. Kannski ættum við bara að vera þakklát fyrir þá viðleitni sem er yfirhöfuð sýnd í þeim efnum? Það ber vott um vissa pólitíska naumhyggju þegar talsmenn sveitarfélaganna vísa til þess að leikskólaþjónustan sé ekki lögbundin – eins og það sé ekki augljóslega vilji íbúanna, og samfélagsins alls, að halda úti slíkri þjónustu með sóma. Það má spyrja sig hvort Kópavogur myndi skoða að leggja niður önnur verkefni sem ekki eru beinlínis lögbundin, eins og til dæmis snjómokstur? Það má teljast undarlegt hjá bæjarstjóranum að láta skína í að Kópavogur gæti allt eins lagt niður þjónustuna ef bæjarstjórn hugnaðist það. Pistillinn endar með því að bæjarstjórinn býður Alþýðusambandinu að hafa milligöngu um að svipta félagsfólk áunnum réttindum sínum þegar hún segir: „Ekki er hægt að mæta umsömdum réttindum starfsfólks með öðrum hætti nema þjónustan sé skert allt árið um kring. Ef ASÍ vill endurskoða slík réttindi til að koma betur til móts við barnafjölskyldur og lágmarka skráningardaga þá er Kópavogsbær boðinn og búinn að ræða það!“ Naumhyggjan nær þarna nýju stigi. Heldur er það hryggilegt að bæjarstjóranum skuli finnast réttindi eigin starfsfólks – réttindi sem verkalýðshreyfingin hefur barist fyrir árum saman – svo léttvæg að hæðast megi að þeim. Pólitísk stefnubreyting Í bókun á fundi bæjarráðs Kópavogs sem samþykkt var 23. þessa mánaðar og ég fékk senda í tölvupósti er fullyrt að „mikið samráð” hafi verið haft við „starfsfólk leikskóla, faglærða og ófaglærða, við mótun tillagna. Þá var einnig samráð við aðra hagaðila s.s. fulltrúa foreldra og stéttarfélaga.” Ekkert er svo sem frekar gefið upp um hvernig slíkt samráð fór fram en ljóst er að nýtt fyrirkomulag virðist samt sem áður hafa komið lang flestum hlutaðeigandi í opna skjöldu. Raunin er að hér er um að ræða meiriháttar pólitíska stefnubreytingu á skjön við afganginn af vinnumarkaðnum. Í stað þess að bæta aðbúnað leikskólafólks er skapaður hvati til að draga úr atvinnuþátttöku. Alkunna er að í slíkum tilfellum eru það yfirleitt konur sem minnka vinnu sína enda hvílir umönnun barna mest á herðum kvenna auk þess sem kynbundinn launamunur veldur því að tekjur þeirra eru iðulega lægri en karla. Þessa stefnubreytingu er nú verið að festa í sessi án mikillar umræðu. Reyndar segir bæjarstjórinn að sýnin komi beinustu leið innan úr leikskólunum sjálfum án nokkurra áhrifa eða íhlutunar bæjaryfirvalda. Sú staðhæfing hlýtur að vekja athygli víðar en í Kópavogi. ASÍ fylgist auðvitað mjög grannt með tilraunastarfseminni í Kópavogi, hvort sem bæjarstjórinn situr til svara fyrir hana eða ekki. Hitt er svo annað mál að ASÍ og verkalýðshreyfingin öll elur með sér aukinn metnað til að stuðla að bættu leikskólakerfi á grundvelli jafnréttis og samfélagslegrar ábyrgðar, eins og í öllum okkar verkum. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun