Samningur RÚV og Öldu music vekur furðu Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2023 15:55 Myndin er frá undirritun samnings en þar má sjá Halldór Baldvinsson og Sölva Blöndal frá Öldu music og Einar Loga Vignisson og Rúnar Frey Gíslason frá RÚV. RÚV Ríkisútvarpið og Alda music hafa undirritað útgáfusamning um allt efni Ríkisútvarpsins. Tónlistarmenn sem og aðrir klóra sér í kollinum. Í frétt á vef Ríkisútvarpsins segir að RÚV og Alda hafi ritað undir útgáfusamning um allt efni Ríkisútvarpsins. „Alda music og forverar þess hafa átt útgáfusamstarf við RÚV um áratugaskeið, um útgáfu á plötum og geisladiskum og stafræna dreifingu. Í nýjum samningi er samstarfið eflt með því að Alda kemur nánar að allri útgáfu í samstarfi við RÚV og aðra rétthafa.“ Þá er vitnað í Einar Loga Vignisson framkvæmdastjóra RÚV sölu sem segir markmiðið að efla starfræna útgáfu á eldra efni úr safni RÚV auk þess að styrkja alþjóðlega dreifingu á lögum úr Söngvakeppninni. Víst er að yfirburðir RÚV á markaði aftra mörgum að tala frjálst en þarna eru ýmsar spurningar sem standa út af svo sem hver umsvif RÚV eigi að vera á samkeppnismarkaði? Vísir hefur rætt við menn sem hafa ekki áhuga á því að tjá sig um þennan samning opinberlega. RÚV furðulega stórtækur útgefandi Vísir fann þó einn sem ekki færðist undan og spurði Sigtrygg Baldursson framkvæmdastjóra ÚTÓN hvað honum sýndist um samninginn: „Ég er ekki að fara að tjá mig um þetta fyrir hönd ÚTÓN, ég veit ekki hvort Alda er að kaupa mastersrétt af RUV eða hvort þetta er dreifingarsamningur?“ Sigtryggur segir að sér sýnist um viðleitni að ræða til að koma upptökum í umferð en það megi velta því fyrir sér hvort æskilegra hefi verið að fara með það í gegnum annað félag eða ekki.Vísir/Vilhelm Sigtryggur segir að honum sýnist um að ræða dreifingarsamning sem gangi út á það að Alda music eigi að gera aðgengilegan fjölda upptaka sem RUV hefur réttinn á. „Það er kannski það furðulegasta við þetta mál allt saman hvað RÚV er stórtækur útgefandi. RUV hefur nefnilega útgáfurétt á fjölda hljóðrita sem hafa verið gerð þar, alveg haug af stöffi. Mér sýnist þetta vera viðleitni til að koma því í umferð, hvort betra hefði verið að fara í gegnum annað félag eða ekki má velta fyrir sér.“ Einkavæða gróðann Sigtryggur segist ekki vita hvað RUV eigi að gera við upptökur sem þeir eiga réttinn á. Honum finnst reyndar að þeir ættu að reyna að finna leiðir til að koma þeim rétti til tónlistarfólksins. „En mér sýnist þetta vera dreifingarsamningur, þeir séu að reyna að koma þessu efni sem þeir (og þjóðin) eiga, í frekari spilun og frekari umferð.“ En er þetta ekki bara þetta gamla góða, að einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið? „Jú, það er ekki langt frá því, sýnist mér,“ segir Sigtryggur og hlær. Tónlist Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Í frétt á vef Ríkisútvarpsins segir að RÚV og Alda hafi ritað undir útgáfusamning um allt efni Ríkisútvarpsins. „Alda music og forverar þess hafa átt útgáfusamstarf við RÚV um áratugaskeið, um útgáfu á plötum og geisladiskum og stafræna dreifingu. Í nýjum samningi er samstarfið eflt með því að Alda kemur nánar að allri útgáfu í samstarfi við RÚV og aðra rétthafa.“ Þá er vitnað í Einar Loga Vignisson framkvæmdastjóra RÚV sölu sem segir markmiðið að efla starfræna útgáfu á eldra efni úr safni RÚV auk þess að styrkja alþjóðlega dreifingu á lögum úr Söngvakeppninni. Víst er að yfirburðir RÚV á markaði aftra mörgum að tala frjálst en þarna eru ýmsar spurningar sem standa út af svo sem hver umsvif RÚV eigi að vera á samkeppnismarkaði? Vísir hefur rætt við menn sem hafa ekki áhuga á því að tjá sig um þennan samning opinberlega. RÚV furðulega stórtækur útgefandi Vísir fann þó einn sem ekki færðist undan og spurði Sigtrygg Baldursson framkvæmdastjóra ÚTÓN hvað honum sýndist um samninginn: „Ég er ekki að fara að tjá mig um þetta fyrir hönd ÚTÓN, ég veit ekki hvort Alda er að kaupa mastersrétt af RUV eða hvort þetta er dreifingarsamningur?“ Sigtryggur segir að sér sýnist um viðleitni að ræða til að koma upptökum í umferð en það megi velta því fyrir sér hvort æskilegra hefi verið að fara með það í gegnum annað félag eða ekki.Vísir/Vilhelm Sigtryggur segir að honum sýnist um að ræða dreifingarsamning sem gangi út á það að Alda music eigi að gera aðgengilegan fjölda upptaka sem RUV hefur réttinn á. „Það er kannski það furðulegasta við þetta mál allt saman hvað RÚV er stórtækur útgefandi. RUV hefur nefnilega útgáfurétt á fjölda hljóðrita sem hafa verið gerð þar, alveg haug af stöffi. Mér sýnist þetta vera viðleitni til að koma því í umferð, hvort betra hefði verið að fara í gegnum annað félag eða ekki má velta fyrir sér.“ Einkavæða gróðann Sigtryggur segist ekki vita hvað RUV eigi að gera við upptökur sem þeir eiga réttinn á. Honum finnst reyndar að þeir ættu að reyna að finna leiðir til að koma þeim rétti til tónlistarfólksins. „En mér sýnist þetta vera dreifingarsamningur, þeir séu að reyna að koma þessu efni sem þeir (og þjóðin) eiga, í frekari spilun og frekari umferð.“ En er þetta ekki bara þetta gamla góða, að einkavæða gróðann og ríkisvæða tapið? „Jú, það er ekki langt frá því, sýnist mér,“ segir Sigtryggur og hlær.
Tónlist Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira