Vilja ekki breyta nöfnum ráðs og sviðs Bjarki Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2023 16:31 Skúli Helgason, fulltrúi Samfylkingarinnar í Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði, og Kjartan Magnússon, annar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Vísir/Vilhelm/Sjálfstæðisflokkurinn Meirihlutinn í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkurborgar ætlar ekki að breyta nafngift eins ráðs og eins sviðs innan borgarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn segir það merki um að menningarlíf sé ofar í huga nefndarmanna en íþróttir. Nýlega lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði fram tillögu um að breyta nafni ráðsins, sem og nafni Menningar- og íþróttasviðs. Vildu fulltrúarnir að láta stafrófsröð ráða röð málaflokka. „Með því að láta stafrófsröð ráða í heitinu er lögð áhersla á að þessir mikilvægu málaflokkar séu jafnréttháir í starfsemi Reykjavíkurborgar,“ segir í bókun frá fundi ráðsins. Fulltrúar meirihlutans auk Vinstri grænna höfnuðu þó þessari tillögu. Í þeirra bókun segir að jafnvægi sé á milli menningar og íþrótta í starfsemi bæði ráðsins og sviðsins. Þá sé það ekki venjan að heiti sviða og ráða séu í stafrófsröð, samanber skóla- og frístundasvið, fjármála- og áhættustýringarsvið og umhverfis- og skipulagssvið. „Ekki er þörf er á því að breyta nafni sviðsins af þeim sökum eða öðrum, þvert á móti gæti nafnabreyting nú sent röng skilaboð um aukið vægi íþrótta á kostnað menningar nú þegar sviðið hefur borið nafn menningar- og íþróttasviðs allt þetta ár,“ segir í bókun meirihlutans. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja það hins vegar vera sem svo að í þeim tilvikum sem heiti sviða og ráða eru ekki í stafrófsröð sé það vegna pólitískra ákvarðana um mikilvægi viðkomandi málaflokka. „Þannig var ákveðið að hafa umhverfi á undan skipulagi í heiti þess ráðs og sviðs og hið sama gildir einnig um skóla- og frístundaráð og fjármála- og áhættustýringarsvið. Ekki verður því annað séð en að fulltrúar núverandi meirihluti menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs kjósi að haga nafngift nýs ráðs og sviðs eftir því hvor málaflokkurinn er mikilvægari í huga þeirra,“ segir í þeirra bókun. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Nýlega lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði fram tillögu um að breyta nafni ráðsins, sem og nafni Menningar- og íþróttasviðs. Vildu fulltrúarnir að láta stafrófsröð ráða röð málaflokka. „Með því að láta stafrófsröð ráða í heitinu er lögð áhersla á að þessir mikilvægu málaflokkar séu jafnréttháir í starfsemi Reykjavíkurborgar,“ segir í bókun frá fundi ráðsins. Fulltrúar meirihlutans auk Vinstri grænna höfnuðu þó þessari tillögu. Í þeirra bókun segir að jafnvægi sé á milli menningar og íþrótta í starfsemi bæði ráðsins og sviðsins. Þá sé það ekki venjan að heiti sviða og ráða séu í stafrófsröð, samanber skóla- og frístundasvið, fjármála- og áhættustýringarsvið og umhverfis- og skipulagssvið. „Ekki er þörf er á því að breyta nafni sviðsins af þeim sökum eða öðrum, þvert á móti gæti nafnabreyting nú sent röng skilaboð um aukið vægi íþrótta á kostnað menningar nú þegar sviðið hefur borið nafn menningar- og íþróttasviðs allt þetta ár,“ segir í bókun meirihlutans. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja það hins vegar vera sem svo að í þeim tilvikum sem heiti sviða og ráða eru ekki í stafrófsröð sé það vegna pólitískra ákvarðana um mikilvægi viðkomandi málaflokka. „Þannig var ákveðið að hafa umhverfi á undan skipulagi í heiti þess ráðs og sviðs og hið sama gildir einnig um skóla- og frístundaráð og fjármála- og áhættustýringarsvið. Ekki verður því annað séð en að fulltrúar núverandi meirihluti menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs kjósi að haga nafngift nýs ráðs og sviðs eftir því hvor málaflokkurinn er mikilvægari í huga þeirra,“ segir í þeirra bókun.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira