Skoðun

Ertu sekur um að verða 67 ára?

Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Eldri borgarar og öryrkjar sem treysta eingöngu á lágar bætur frá almannatryggingum lifa við gríðarlega fátækt og bágborin kjör. Þeir óttast sérstaklega að verða 67 ára því þá lækka bætur þeirra enn frekar þegar þeir færast yfir á ellilífeyri. Oft eru þetta konur sem unnu árum saman sem heimavinnandi húsmæður og eiga engan lífeyrissjóð.

Flokkur fólksins hefur lengi barist fyrir því að þessi hópur fái a.m.k. jólabónus eins og aðrir öryrkjar, en þrátt fyrir lágan kostnað hafa stjórnvöld hafnað því ítrekað. Það er vægast sagt dapurlegt að stjórnvöld skuli ekki sjá sóma sinn í að aðstoða þá allra verst settu um hátíðirnar. Maður spyr sig hvar kosningaloforð stjórnarflokkana um bættan hag eldra fólks séu núna?

Hækk­um fjár­lög um bara 138 millj­ón­ir kr. og greiðum verst setta aldraða fólk­inu okk­ar 66.381 kr. skatta- og skerðing­ar­lausa ein­greiðslu í des­em­ber eins og ör­yrkj­ar fá.

Höfundur er þingflokksformaður Flokks fólksins.




Skoðun

Sjá meira


×