Lögverndað siðleysi Sigríður María Eyþórsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 13:00 Klukkan tifar, það styttist í mánaðarmót. Þegar þessi orð eru skrifuð eru tæplega fjögur þúsund sálir frá kyrrlátu þorpi á suðvesturhorni lítils lands í norður Atlantshafi tvístraðar um eyjuna, margar á vergangi, húsnæðislausar og óttaslegnar með lítið í farteskinu annað en helstu nauðsynjar, kvíða og brostna framtíðardrauma. En það er þó bót í máli, eða hvað, að þessi eyja er með ríkustu landsvæðum veraldar. Hagsældin er í stóra samhenginu stórkostleg, og hún er að þakka einmitt þessu fólki og öðrum eins og þeim sem byggja þetta fámenna og harðbýla sker og vinna sig inn að beini til að tryggja sér og sínum öryggi og þolanlega tilvist á hjara veraldar. Því skyldi maður ætla að okkur væri borgið. En nei. Jafnvel í hörmungum eins og þeim sem yfir litla sjávarþorpið hafa dunið skýtur fégræðgin upp sínum ljóta kolli og á meðan brotið samfélagið hrópar á réttlæti og sanngirni, uppfullt af reiði og frústrasjónum sitja nú lífeyrissjóðirnir sílspikaðir og glottandi á fjósbitanum. Á meðan viðskiptabankarnir þrír hafa nú sýnt sóma sinn og samkennd með því að fella niður vexti og verðbætur á lánum þeirra sem fyrir hörmungunum verða bera nú lífeyrissjóðir fyrir sig lögformlegum atriðum sem, samkvæmt þeim, koma algerlega í veg fyrir að hægt sé að hnika til reglum og lögum þeirra svo koma megi lántökum þeirra til aðstoðar á ögurstundu. Höfundur spyr: Hvaða kjaftæði er þetta ? Hverskonar hundalógik er það að ekki megi frysta lán og fella niður vexti og verðbætur til fólksins sem þó hefur borgað skilmerkilega í sjóði um árabil og staðið við skuldbindingar sínar til þeirra ? Hvernig má það vera að almenn skynsemi, manngildi og nauðsyn þurfi að lúta í lægra haldi fyrir ákvörðunum og reglum sem klárlega voru ekki samin á hamfaratímum? Ef lögin eru svona meingölluð- breytið þeim! Þau eru ekki rituð í steintöflur frá Sínaifjalli. Við eftirgrennslan undirritaðrar kemur í ljós að Lífeyrissjóðurinn Gildi er kröfuhafi að rúmlega helmingi húsnæðislána í Grindavík, eða um 50 af um það bil 100 lánum. Að baki þessara lána standa hundrað heimili, hundrað fjölskyldur sem nú standa í þeim sporum að óvissan nagar, framtíðin er með öllu óviss, nema hvað að við vitum öll eitt; lífið verður aldrei eins og áður. Það er sárt. Enn sárara er þó að átta sig á því að það sem við krefjumst frá lífeyrissjóðunum okkar núna, sjóðum sem sannarlega eru til þess ætlaðir að tryggja afkomu og lífsviðurværi sjóðsfélaga myndi kosta þá aðeins 60-70 milljónir í framkvæmd. Þú last rétt kæri lesandi; að frysta lánin og að fella niður vexti og verðbætur þessara hundrað heimila í þrjá mánuði kostar minna en eitt þokkalegt einbýlishús á svæðinu.. fyrir jarðhræringar að vísu. Svo ég tali íslensku bara : Nú velti ég fyrir mér hvort lífeyrissjóðir í því formi sem þeir hafa fengið að vaða uppi undanfarna áratugi séu í raun það sem við viljum sem þjóð, sem almenningur. Er pláss í okkar samfélagi fyrir þessi bákn sem byggð voru undir þeim formerkjum að vera okkar lífsafkomutrygging og öryggisnet og en reka svo niður hælana og þráast við eins og um þeirra persónulegu bankainnistæður væri að ræða þegar til kasta kemur, en sólunda okkar lífeyrisfé eftir eigin geðþótta með misgáfulegum hætti utan þess og hlutur lífeyrisþega skertur með þeim hætti? Undirrituð skorar hér með á verkalýðshreyfinguna að efna enn á ný til mótmæla- við erum nokkuð mörg sem höfum eitthvað að segja um stöðu mála. Þetta kemur ekki bara Grindvíkum við, heldur okkur öllum sem höfum greitt í lífeyrissjóði. Við samþykkjum þetta ekki. Höfundur er tónlistarmaður frá Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Íslenskir bankar Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Klukkan tifar, það styttist í mánaðarmót. Þegar þessi orð eru skrifuð eru tæplega fjögur þúsund sálir frá kyrrlátu þorpi á suðvesturhorni lítils lands í norður Atlantshafi tvístraðar um eyjuna, margar á vergangi, húsnæðislausar og óttaslegnar með lítið í farteskinu annað en helstu nauðsynjar, kvíða og brostna framtíðardrauma. En það er þó bót í máli, eða hvað, að þessi eyja er með ríkustu landsvæðum veraldar. Hagsældin er í stóra samhenginu stórkostleg, og hún er að þakka einmitt þessu fólki og öðrum eins og þeim sem byggja þetta fámenna og harðbýla sker og vinna sig inn að beini til að tryggja sér og sínum öryggi og þolanlega tilvist á hjara veraldar. Því skyldi maður ætla að okkur væri borgið. En nei. Jafnvel í hörmungum eins og þeim sem yfir litla sjávarþorpið hafa dunið skýtur fégræðgin upp sínum ljóta kolli og á meðan brotið samfélagið hrópar á réttlæti og sanngirni, uppfullt af reiði og frústrasjónum sitja nú lífeyrissjóðirnir sílspikaðir og glottandi á fjósbitanum. Á meðan viðskiptabankarnir þrír hafa nú sýnt sóma sinn og samkennd með því að fella niður vexti og verðbætur á lánum þeirra sem fyrir hörmungunum verða bera nú lífeyrissjóðir fyrir sig lögformlegum atriðum sem, samkvæmt þeim, koma algerlega í veg fyrir að hægt sé að hnika til reglum og lögum þeirra svo koma megi lántökum þeirra til aðstoðar á ögurstundu. Höfundur spyr: Hvaða kjaftæði er þetta ? Hverskonar hundalógik er það að ekki megi frysta lán og fella niður vexti og verðbætur til fólksins sem þó hefur borgað skilmerkilega í sjóði um árabil og staðið við skuldbindingar sínar til þeirra ? Hvernig má það vera að almenn skynsemi, manngildi og nauðsyn þurfi að lúta í lægra haldi fyrir ákvörðunum og reglum sem klárlega voru ekki samin á hamfaratímum? Ef lögin eru svona meingölluð- breytið þeim! Þau eru ekki rituð í steintöflur frá Sínaifjalli. Við eftirgrennslan undirritaðrar kemur í ljós að Lífeyrissjóðurinn Gildi er kröfuhafi að rúmlega helmingi húsnæðislána í Grindavík, eða um 50 af um það bil 100 lánum. Að baki þessara lána standa hundrað heimili, hundrað fjölskyldur sem nú standa í þeim sporum að óvissan nagar, framtíðin er með öllu óviss, nema hvað að við vitum öll eitt; lífið verður aldrei eins og áður. Það er sárt. Enn sárara er þó að átta sig á því að það sem við krefjumst frá lífeyrissjóðunum okkar núna, sjóðum sem sannarlega eru til þess ætlaðir að tryggja afkomu og lífsviðurværi sjóðsfélaga myndi kosta þá aðeins 60-70 milljónir í framkvæmd. Þú last rétt kæri lesandi; að frysta lánin og að fella niður vexti og verðbætur þessara hundrað heimila í þrjá mánuði kostar minna en eitt þokkalegt einbýlishús á svæðinu.. fyrir jarðhræringar að vísu. Svo ég tali íslensku bara : Nú velti ég fyrir mér hvort lífeyrissjóðir í því formi sem þeir hafa fengið að vaða uppi undanfarna áratugi séu í raun það sem við viljum sem þjóð, sem almenningur. Er pláss í okkar samfélagi fyrir þessi bákn sem byggð voru undir þeim formerkjum að vera okkar lífsafkomutrygging og öryggisnet og en reka svo niður hælana og þráast við eins og um þeirra persónulegu bankainnistæður væri að ræða þegar til kasta kemur, en sólunda okkar lífeyrisfé eftir eigin geðþótta með misgáfulegum hætti utan þess og hlutur lífeyrisþega skertur með þeim hætti? Undirrituð skorar hér með á verkalýðshreyfinguna að efna enn á ný til mótmæla- við erum nokkuð mörg sem höfum eitthvað að segja um stöðu mála. Þetta kemur ekki bara Grindvíkum við, heldur okkur öllum sem höfum greitt í lífeyrissjóði. Við samþykkjum þetta ekki. Höfundur er tónlistarmaður frá Grindavík.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar