Trausti Fannar skipaður formaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2023 11:49 Trausti Fannar Valsson er dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, og forseti deildarinnar frá árinu 2020. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað Trausta Fannar Valsson, forseta lagadeildar Háskóla Íslands, formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, lætur af formennsku en situr áfram í nefndinni sem varaformaður og aðalmaður ásamt Sigríði Árnadóttur, aðstoðarsaksóknara hjá héraðssaksóknara og fyrrverandi fréttamanni. Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur Landsréttardómari, lætur af störfum en hann hefur setið í nefndinni frá árinu 2019. Elín Ósk Helgadóttir, Símon Sigvaldason og Sigurveig Jónsdóttir eru skipuð varamenn í nefndinni. Skipunartími nefndarinnar er frá 20. nóvember 2023 til 20. nóvember 2027. Frá breytingunum er greint á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Trausti Fannar er dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, og forseti deildarinnar frá árinu 2020. Trausti hefur fjölbreytta reynslu af störfum í stjórnsýslunni. Hann var formaður nefndar um eftirlit með lögreglu árin 2017–2019, formaður kærunefndar í málefnum stúdenta við Háskóla Íslands árin 2014–2017, nefndarmaður í úrskurðarnefnd um upplýsingamál árin 2007–2010 og formaður nefndarinnar árin 2010–2013. Áður en Trausti hóf störf við Háskóla Íslands starfaði hann sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Trausti hefur um árabil sinnt rannsóknum og kennslu á sviði stjórnsýsluréttar, þar á meðal á sviði upplýsingaréttar og upplýsingalaga,“ segir um nýjan formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem heyra undir gildissvið laganna. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Forsætisráðuneytið veitir nefndinni ritara- og skrifstofuþjónustu. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Stjórnsýsla Fjölmiðlar Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira
Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, lætur af formennsku en situr áfram í nefndinni sem varaformaður og aðalmaður ásamt Sigríði Árnadóttur, aðstoðarsaksóknara hjá héraðssaksóknara og fyrrverandi fréttamanni. Kjartan Bjarni Björgvinsson, settur Landsréttardómari, lætur af störfum en hann hefur setið í nefndinni frá árinu 2019. Elín Ósk Helgadóttir, Símon Sigvaldason og Sigurveig Jónsdóttir eru skipuð varamenn í nefndinni. Skipunartími nefndarinnar er frá 20. nóvember 2023 til 20. nóvember 2027. Frá breytingunum er greint á vefsíðu Stjórnarráðsins. „Trausti Fannar er dósent í stjórnsýslurétti við lagadeild Háskóla Íslands, og forseti deildarinnar frá árinu 2020. Trausti hefur fjölbreytta reynslu af störfum í stjórnsýslunni. Hann var formaður nefndar um eftirlit með lögreglu árin 2017–2019, formaður kærunefndar í málefnum stúdenta við Háskóla Íslands árin 2014–2017, nefndarmaður í úrskurðarnefnd um upplýsingamál árin 2007–2010 og formaður nefndarinnar árin 2010–2013. Áður en Trausti hóf störf við Háskóla Íslands starfaði hann sem lögfræðingur hjá umboðsmanni Alþingis og hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Trausti hefur um árabil sinnt rannsóknum og kennslu á sviði stjórnsýsluréttar, þar á meðal á sviði upplýsingaréttar og upplýsingalaga,“ segir um nýjan formann úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál er starfrækt á grundvelli V. kafla upplýsingalaga til að leysa úr ágreiningsmálum um aðgang að gögnum hjá stjórnvöldum og öðrum aðilum sem heyra undir gildissvið laganna. Nefndin er sjálfstæð og óháð stjórnsýslunefnd sem skipað er til hliðar við hið almenna stjórnkerfi ríkis og sveitarfélaga. Forsætisráðuneytið veitir nefndinni ritara- og skrifstofuþjónustu.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vistaskipti Stjórnsýsla Fjölmiðlar Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Fleiri fréttir Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Sjá meira