Útskúfunarsinfónían Nökkvi Dan Elliðason skrifar 29. nóvember 2023 14:31 Við lifum í heimi sem stjórnast sífellt meira á stafrænum leikvangi. Á þessum áður óþekkta leikvangi hefur forvitnilegt fyrirbæri verið í aðalhlutverki – bergmálshellar. Þessir stafrænu og veraldlegu bergmálshellar mynda liðsheild skoðanasystkina. Í hellunum syngja skoðanasystkini söngva samþykkis og réttlætis. Þeir einir fá aðgöngumiða í bergmálshelli sem eru tilbúnir til að afsala sér sjálfstæðum skoðunum. Engum einstaklingi er hleypt inn í bergmálshelli nema hann syngi sömu falsettu og bergmálshellirinn dæmir hinn eina sanna tón. Þeir sem aðra tóna syngja eru fordæmdir og samstundis vísað á brott. Uppgangur popúlisma á 21. öldinni hefur lagt til hljómsveitarstjóra í hvern bergmálshelli. Hljómsveitarstjórarnir skipuleggja hver sína útskúfunarsinfóníu. Auðvitað í þágu „almúgans“. Grunnstefið eru orðin „við“ og „þau“ sem ýtir ósjálfrátt undir sambandsrof við „þau“ sem þora að hafa sjálfstæða skoðun. Það er þó ekki nóg að syngja sjálfur hina réttu falsettu. Að auki þarf að vera tilbúinn til að styðja algera fordæmingu á öðrum tónum. Vogi sér einhver að nota annan tón skal honum vísað út, og hann jaðarsettur. Fari svo ólíklega að einhver geri athugasemd við það er honum að sjálfsögðu einnig vísað út. Þegar útilokun og einhæfni í skoðunum verður dyggð, eitrar það brunn gagnrýnnar hugsunar. Upplýsingar um rétta og ranga hegðun og skoðun blómstra í bergmálshellum og hylja okkur í myrkri fáfræðinnar, þar sem speki fjölbreyttra radda er óheyrður. Í þessum dularfulla dansi þátttöku og útilokunar stöndum við frammi fyrir vali. Við getum kosið að taka þátt í þessum ljótu útskúfunarsinfóníum eða ákveðið að syngja okkar eigin tón. Það er aðeins með því að brjóta í sundur veggi bergmálshellana sem við getum raunverulega fundið svörin sem við leitum af. Því innan ringulreiðarinnar sem fylgir ólíkum skoðunum gætum við fundið samhljóminn og uppljómunina sem við leitum í örvæntingu eftir. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum í heimi sem stjórnast sífellt meira á stafrænum leikvangi. Á þessum áður óþekkta leikvangi hefur forvitnilegt fyrirbæri verið í aðalhlutverki – bergmálshellar. Þessir stafrænu og veraldlegu bergmálshellar mynda liðsheild skoðanasystkina. Í hellunum syngja skoðanasystkini söngva samþykkis og réttlætis. Þeir einir fá aðgöngumiða í bergmálshelli sem eru tilbúnir til að afsala sér sjálfstæðum skoðunum. Engum einstaklingi er hleypt inn í bergmálshelli nema hann syngi sömu falsettu og bergmálshellirinn dæmir hinn eina sanna tón. Þeir sem aðra tóna syngja eru fordæmdir og samstundis vísað á brott. Uppgangur popúlisma á 21. öldinni hefur lagt til hljómsveitarstjóra í hvern bergmálshelli. Hljómsveitarstjórarnir skipuleggja hver sína útskúfunarsinfóníu. Auðvitað í þágu „almúgans“. Grunnstefið eru orðin „við“ og „þau“ sem ýtir ósjálfrátt undir sambandsrof við „þau“ sem þora að hafa sjálfstæða skoðun. Það er þó ekki nóg að syngja sjálfur hina réttu falsettu. Að auki þarf að vera tilbúinn til að styðja algera fordæmingu á öðrum tónum. Vogi sér einhver að nota annan tón skal honum vísað út, og hann jaðarsettur. Fari svo ólíklega að einhver geri athugasemd við það er honum að sjálfsögðu einnig vísað út. Þegar útilokun og einhæfni í skoðunum verður dyggð, eitrar það brunn gagnrýnnar hugsunar. Upplýsingar um rétta og ranga hegðun og skoðun blómstra í bergmálshellum og hylja okkur í myrkri fáfræðinnar, þar sem speki fjölbreyttra radda er óheyrður. Í þessum dularfulla dansi þátttöku og útilokunar stöndum við frammi fyrir vali. Við getum kosið að taka þátt í þessum ljótu útskúfunarsinfóníum eða ákveðið að syngja okkar eigin tón. Það er aðeins með því að brjóta í sundur veggi bergmálshellana sem við getum raunverulega fundið svörin sem við leitum af. Því innan ringulreiðarinnar sem fylgir ólíkum skoðunum gætum við fundið samhljóminn og uppljómunina sem við leitum í örvæntingu eftir. Höfundur er stærðfræðingur.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun