Vilhjálmur fordæmir hækkanir á skólamáltíðum Jakob Bjarnar skrifar 29. nóvember 2023 15:06 Vilhjálmur Birgisson segir mikilvægt að sveitarfélögin og aðra verða að halda aftur að sér með gjaldskrár- og verðhækkanir eigi að gera kjarasamninga á hóflegum nótum og ná verðbólgunni niður. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, telur hið opinbera ekki sýna nokkurn einasta lit í tengslum við að vinna á verðbólgunni. Hann segir hækkun Hafnarfjarðarbæjar á skólamáltíðum um 33 prósent forkastanlega. Þetta gerir Vilhjálmur í Facebook-færslu sem hann birti nú fyrir skömmu. En þar segir hann að öskrað hafi verið á þau í verkalýðshreyfingunni að „við værum öll á sama báti“ og: „Þið verðið að „sýna“ skynsemi í komandi kjarasamningum ef við eigum að ná niður verðbólgunni.“ Enda væri verðbólgan launafólki um að kenna, segir Vilhjálmur; að öskrað hafi verið úr öllum áttum þegar síðast var samið. Verkalýðsforystan situr eftir í súpunni Vilhjálmur segir að verkalýðsforystan hafi tekið fullt tillit til þessa. En þá verði stjórnvöld, sveitarfélög, verslun og þjónusta, tryggingarfélög, orkufyrirtæki og í raun allir að halda aftur af verðlagshækkunum og hækka gjaldskrár um ekki meira en 2,5 prósent á næsta ári. „Við höfum sagt að við erum til í að gera langtímasamninga í anda lífskjarasamninga ef allir taka þátt og ráðist verður hér í kerfisbreytingar á fjármálakerfinu ásamt öðrum atriðum er lúta að hagsmunum launafólks, neytenda og heimilanna. Það er ekki hægt að segja að sveitafélögin hafi svarað þessu ákalli verkalýðshreyfingarinnar og nægir að nefna að Hafnafjarðabær hækkaði 1. nóvember skólamáltíðir um 33% og um 19% hækkun á fæðisgjaldi í leikskólum.“ Verkalýðurinn einn á báti Vilhjálmur segist hafa vitneskju um tuttugu prósenta hækkun á skólamáltíðum í grunnskólum á Akranesi og þannig megi lengi telja. „Sveitafélög eru nú þegar byrjuð að ráðast af fullum þunga á barnafjölskyldur sem hafa þurft að taka á sig kostnaðarhækkanir á liðnum misserum úr öllum áttum. Enda liggur fyrir að neytendur, launafólk og heimili eru að kikna undan stórauknum álögum á öllum sviðum.“ Þannig segist Vilhjálmur ekki bjartsýnn á framhaldið; „því mér finnst skilningsleysi áðurnefndra aðila á alvarleikanum á stöðu launafólks, neytenda og heimila ekki vera upp á marga fiska eins og kostnaðarhækkanir hjá Hafnafjarðabæ sýna og staðfesta!“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Rekstur hins opinbera Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Hafnarfjörður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Þetta gerir Vilhjálmur í Facebook-færslu sem hann birti nú fyrir skömmu. En þar segir hann að öskrað hafi verið á þau í verkalýðshreyfingunni að „við værum öll á sama báti“ og: „Þið verðið að „sýna“ skynsemi í komandi kjarasamningum ef við eigum að ná niður verðbólgunni.“ Enda væri verðbólgan launafólki um að kenna, segir Vilhjálmur; að öskrað hafi verið úr öllum áttum þegar síðast var samið. Verkalýðsforystan situr eftir í súpunni Vilhjálmur segir að verkalýðsforystan hafi tekið fullt tillit til þessa. En þá verði stjórnvöld, sveitarfélög, verslun og þjónusta, tryggingarfélög, orkufyrirtæki og í raun allir að halda aftur af verðlagshækkunum og hækka gjaldskrár um ekki meira en 2,5 prósent á næsta ári. „Við höfum sagt að við erum til í að gera langtímasamninga í anda lífskjarasamninga ef allir taka þátt og ráðist verður hér í kerfisbreytingar á fjármálakerfinu ásamt öðrum atriðum er lúta að hagsmunum launafólks, neytenda og heimilanna. Það er ekki hægt að segja að sveitafélögin hafi svarað þessu ákalli verkalýðshreyfingarinnar og nægir að nefna að Hafnafjarðabær hækkaði 1. nóvember skólamáltíðir um 33% og um 19% hækkun á fæðisgjaldi í leikskólum.“ Verkalýðurinn einn á báti Vilhjálmur segist hafa vitneskju um tuttugu prósenta hækkun á skólamáltíðum í grunnskólum á Akranesi og þannig megi lengi telja. „Sveitafélög eru nú þegar byrjuð að ráðast af fullum þunga á barnafjölskyldur sem hafa þurft að taka á sig kostnaðarhækkanir á liðnum misserum úr öllum áttum. Enda liggur fyrir að neytendur, launafólk og heimili eru að kikna undan stórauknum álögum á öllum sviðum.“ Þannig segist Vilhjálmur ekki bjartsýnn á framhaldið; „því mér finnst skilningsleysi áðurnefndra aðila á alvarleikanum á stöðu launafólks, neytenda og heimila ekki vera upp á marga fiska eins og kostnaðarhækkanir hjá Hafnafjarðabæ sýna og staðfesta!“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Rekstur hins opinbera Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Hafnarfjörður Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira