Rás 2 fyrst og fremst í 40 ár Matthías Már Magnússon skrifar 1. desember 2023 09:00 Ég hóf störf á Rás 2 vorið 2008, það var korter fyrir hrun og ég, ungur rugludallur með nefið upp í loftið af útvarpsstöðinni X-inu, áttaði mig engan veginn á því fyrr en eftir töluverðan tíma hversu miklu máli Rás 2 skiptir fólkið í landinu og hvaða gríðarlega menningar-, og hvað þá öryggishlutverki hún þjónar. Síðastliðin 40 ár hefur Rás 2 nefnilega fylgt þjóðinni í hverju skrefi og endurspeglað samtímann hverju sinni. Hvort sem það er að segja fréttir af fólki eða spila Bubba Morthens eða Skálmöld, Taylor Swift, K-pop og eða Kendrick. Sögulegir útgáfutónleikar Sigur Rósar á Ágætis byrjun eru varðveittir í safni RÚV, úrslitakvöld Músíktilrauna síðustu áratugi líka þar sem stjörnur samtímans sprungu fyrst út, svo ekki sé minnst á rúmlega 1.400 Rokklandsþætti sem setja tónlistarmenningu okkar í samhengi. Rás 2 er sú stöð sem þjóðin leitar til þegar þegar eitthvað bjátar á á. Öryggishlutverk Rásar 2 sýnir sig einna helst þegar við sem þjóð mætum áskorunum; þegar náttúruhamfarir, bankahrun og aðrir stórir þættir í sögu þjóðfélagsins ríða yfir kveikir fólk á Rás 2. Það mætti kalla Rás 2 sagnfræðing íslensku þjóðarinnar. Hún skrásetur samtímann eins og hann er hverju sinni fyrir komandi kynslóðir. Hvort sem það eru tónleikaupptökur, plötur vikunnar sem tónlistarfólkið okkar kynnir sjálft eða beinar útsendingar frá mótmælum, jarðhræringum, snjóflóðum eða hverju sem gerist á okkar litlu eyju. Það er okkar hlutverk, starfsfólks Rásar 2, að halda puttunum við púls þjóðarinnar, boða hana í viðtal, spila tónlistina, segja frá því sem er að gerast og reyna að setja það í eitthvert samhengi við söguna og samtímann. Nú kannski tala ég fyrir sjálfan mig en mér finnst það vera mitt helsta hlutverk í starfi mínu á Rás 2 að ná samtímanum hverju sinni óháð persónulegum skoðunum starfsfólksins. Þess vegna spilum við fjölbreytta tónlist og reynum að gefa fólki með ólíkar skoðanir rödd og leitast með því við að skrá söguna rétt fyrir komandi kynslóðir. Síðastliðin 40 ár hefur fjöldinn allur af hæfileikaríku dagskrárgerðarfólki komið við á Rásinni og gert hana að því sem hún er í dag. Það er nánast ómögulegt að nefna þau öll á nafn hér og nú en öll fá þau mínar bestu þakkir fyrir sitt góða framlag. Við eigum eflaust öll okkar minningar um hlustun á Rás 2. Sjálfur man ég vel eftir tjaldferðalagi á Snæfellsnesi, á björtu fallegu sumarkvöldi að hlusta á Guðna Má Henningsson á næturvaktinni. Þar ræddi hann við hlustendur af sinni einstöku manngæsku, fann enn eitt Rolling Stones-lagið til að spila fyrir hressa konu fyrir vestan. Guðni Már var alltaf næstbestur, eins og hann orðaði það sjálfur, en göldróttur útvarpsmaður var hann. Ég, eins og þjóðin, sakna hans þó að hann hafi spilað Orminn langa fulloft fyrir minn smekk. Kæru hlustendur Rásar 2 um allt land og allan heim, takk fyrir samfylgdina yfir árin 40. Við finnum vel að þið hlustið og ykkur er ekki sama um Rásina ykkar – þetta er jú ykkar eign og hún væri ekki í loftinu ef ekki væri fyrir ykkar hlustun. Það er ávallt okkar von að Rás 2 sé félaginn sem fylgir okkur í gegnum daginn og ekki bara það heldur í gegnum lífið. Hún er þjóðarsálin okkar. Höfundur er dagskrárstjóri Rásar 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Að búa til steind getur haft skelfilegar afleiðingar! Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hóf störf á Rás 2 vorið 2008, það var korter fyrir hrun og ég, ungur rugludallur með nefið upp í loftið af útvarpsstöðinni X-inu, áttaði mig engan veginn á því fyrr en eftir töluverðan tíma hversu miklu máli Rás 2 skiptir fólkið í landinu og hvaða gríðarlega menningar-, og hvað þá öryggishlutverki hún þjónar. Síðastliðin 40 ár hefur Rás 2 nefnilega fylgt þjóðinni í hverju skrefi og endurspeglað samtímann hverju sinni. Hvort sem það er að segja fréttir af fólki eða spila Bubba Morthens eða Skálmöld, Taylor Swift, K-pop og eða Kendrick. Sögulegir útgáfutónleikar Sigur Rósar á Ágætis byrjun eru varðveittir í safni RÚV, úrslitakvöld Músíktilrauna síðustu áratugi líka þar sem stjörnur samtímans sprungu fyrst út, svo ekki sé minnst á rúmlega 1.400 Rokklandsþætti sem setja tónlistarmenningu okkar í samhengi. Rás 2 er sú stöð sem þjóðin leitar til þegar þegar eitthvað bjátar á á. Öryggishlutverk Rásar 2 sýnir sig einna helst þegar við sem þjóð mætum áskorunum; þegar náttúruhamfarir, bankahrun og aðrir stórir þættir í sögu þjóðfélagsins ríða yfir kveikir fólk á Rás 2. Það mætti kalla Rás 2 sagnfræðing íslensku þjóðarinnar. Hún skrásetur samtímann eins og hann er hverju sinni fyrir komandi kynslóðir. Hvort sem það eru tónleikaupptökur, plötur vikunnar sem tónlistarfólkið okkar kynnir sjálft eða beinar útsendingar frá mótmælum, jarðhræringum, snjóflóðum eða hverju sem gerist á okkar litlu eyju. Það er okkar hlutverk, starfsfólks Rásar 2, að halda puttunum við púls þjóðarinnar, boða hana í viðtal, spila tónlistina, segja frá því sem er að gerast og reyna að setja það í eitthvert samhengi við söguna og samtímann. Nú kannski tala ég fyrir sjálfan mig en mér finnst það vera mitt helsta hlutverk í starfi mínu á Rás 2 að ná samtímanum hverju sinni óháð persónulegum skoðunum starfsfólksins. Þess vegna spilum við fjölbreytta tónlist og reynum að gefa fólki með ólíkar skoðanir rödd og leitast með því við að skrá söguna rétt fyrir komandi kynslóðir. Síðastliðin 40 ár hefur fjöldinn allur af hæfileikaríku dagskrárgerðarfólki komið við á Rásinni og gert hana að því sem hún er í dag. Það er nánast ómögulegt að nefna þau öll á nafn hér og nú en öll fá þau mínar bestu þakkir fyrir sitt góða framlag. Við eigum eflaust öll okkar minningar um hlustun á Rás 2. Sjálfur man ég vel eftir tjaldferðalagi á Snæfellsnesi, á björtu fallegu sumarkvöldi að hlusta á Guðna Má Henningsson á næturvaktinni. Þar ræddi hann við hlustendur af sinni einstöku manngæsku, fann enn eitt Rolling Stones-lagið til að spila fyrir hressa konu fyrir vestan. Guðni Már var alltaf næstbestur, eins og hann orðaði það sjálfur, en göldróttur útvarpsmaður var hann. Ég, eins og þjóðin, sakna hans þó að hann hafi spilað Orminn langa fulloft fyrir minn smekk. Kæru hlustendur Rásar 2 um allt land og allan heim, takk fyrir samfylgdina yfir árin 40. Við finnum vel að þið hlustið og ykkur er ekki sama um Rásina ykkar – þetta er jú ykkar eign og hún væri ekki í loftinu ef ekki væri fyrir ykkar hlustun. Það er ávallt okkar von að Rás 2 sé félaginn sem fylgir okkur í gegnum daginn og ekki bara það heldur í gegnum lífið. Hún er þjóðarsálin okkar. Höfundur er dagskrárstjóri Rásar 2.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar