Hnefarétturinn Sigurður Örn Hilmarsson skrifar 1. desember 2023 12:01 Í morgun voru sagðar fréttir af því að hópur fólks hefði safnast saman við fangelsið á Hólmsheiði og ætlaði að sögn að koma í veg fyrir flutning konu til Noregs „með öllum tiltækum ráðum.“ Þetta tengist forsjárdeilu tveggja einstaklinga sem hefur verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Þessi grein er ekki um deiluna sjálfa enda þekki ég ekki málavexti og ætla ekki að kveða upp neina dóma hvað málið varðar. Þess þarf heldur ekki. Nokkur fjöldi dóma hafa þegar verið kveðnir upp. Ekki af dómstóli götunnar, heldur áfrýjunardómstólum í Noregi og Íslandi. Þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða dómstólanna um að faðir barnanna skuli fara með forsjá þeirra, þýðir það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. Við sem samfélag höfum sett okkur sáttmála. Stjórnarskráin geymir grundvallarreglur okkar, lýðræðislega kjörið Alþingi setur lögin, dómstólar leysa úr ágreiningi um réttindi og skyldur borgaranna og framkvæmdarvaldinu er svo falið að framfylgja niðurstöðum þeirra. Ríkisvaldið hefur einkarétt á valdbeitingu á grundvelli laga og dóma. Á þetta er minnt ekki eingöngu í dómum Hæstaréttar Íslands heldur líka í húsnæði réttarins. Margsinnis hef ég litið glerlistaverk Leifs Breiðfjörð í aðaldómsal Hæstaréttar. Verkið er holl áminning til allra sem í þingsalinn koma, jafnt dómara, málflytjenda og málsaðila. Þar gefur að finna tilvitnanir úr Jónsbók um skyldur dómara og eið málflytjenda, sem og þessi orð Njáls Þorgeirssonar: „Eigi er það sættar rof, að hver hafi lög við annan, því að með lögum skal land vort byggja en með ólögum eyða.” Telji einhver brotið á réttindum sínum er ávallt hægt að leita laganna leiða, en hnefarétturinn getur ekki ráðið för. Við útkljáum deilur okkur fyrir dómstólum, en ekki á vegslóða við Hólmsheiði. Höfundur er formaður Lögmannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í morgun voru sagðar fréttir af því að hópur fólks hefði safnast saman við fangelsið á Hólmsheiði og ætlaði að sögn að koma í veg fyrir flutning konu til Noregs „með öllum tiltækum ráðum.“ Þetta tengist forsjárdeilu tveggja einstaklinga sem hefur verið mikið í fréttum undanfarna mánuði. Þessi grein er ekki um deiluna sjálfa enda þekki ég ekki málavexti og ætla ekki að kveða upp neina dóma hvað málið varðar. Þess þarf heldur ekki. Nokkur fjöldi dóma hafa þegar verið kveðnir upp. Ekki af dómstóli götunnar, heldur áfrýjunardómstólum í Noregi og Íslandi. Þó einhverjum kunni að mislíka niðurstaða dómstólanna um að faðir barnanna skuli fara með forsjá þeirra, þýðir það ekki að borgararnir eigi að taka lögin í sínar hendur. Við sem samfélag höfum sett okkur sáttmála. Stjórnarskráin geymir grundvallarreglur okkar, lýðræðislega kjörið Alþingi setur lögin, dómstólar leysa úr ágreiningi um réttindi og skyldur borgaranna og framkvæmdarvaldinu er svo falið að framfylgja niðurstöðum þeirra. Ríkisvaldið hefur einkarétt á valdbeitingu á grundvelli laga og dóma. Á þetta er minnt ekki eingöngu í dómum Hæstaréttar Íslands heldur líka í húsnæði réttarins. Margsinnis hef ég litið glerlistaverk Leifs Breiðfjörð í aðaldómsal Hæstaréttar. Verkið er holl áminning til allra sem í þingsalinn koma, jafnt dómara, málflytjenda og málsaðila. Þar gefur að finna tilvitnanir úr Jónsbók um skyldur dómara og eið málflytjenda, sem og þessi orð Njáls Þorgeirssonar: „Eigi er það sættar rof, að hver hafi lög við annan, því að með lögum skal land vort byggja en með ólögum eyða.” Telji einhver brotið á réttindum sínum er ávallt hægt að leita laganna leiða, en hnefarétturinn getur ekki ráðið för. Við útkljáum deilur okkur fyrir dómstólum, en ekki á vegslóða við Hólmsheiði. Höfundur er formaður Lögmannafélags Íslands.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar